Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 19
Miövikudagur 2. ágúst 1972
TÍMINN
19
Náttúrulögmál
Framhald
af bls. 11.
ætlaði aö dveljast á eynni i viku,
en þegar fólkið var búið að aka
fram og til baka á einu götunni
með okkur öll hlæjandi og tistandi
fyrir framan sig, ákvað það að
fara meö Baldri til lands, þegar
hann kæmi frá Brjánslæk. Þetta
er ágætt dæmi um, hvernig þeir i
Flatey losa sig viö þá, sem ætla
að raska náttúrurónni hérna.
Ég er búin að hringsóla um
eyna og heilsa upp á allt, sem er
kvikt. Kindurnar eru svo spakar
að þær minna einna helzt á
hunda, labba hæglátar innan um
fólkið i fullu trausti þess að éng-
inn geri þeim illt. Hænurnar hans
Guðmundar tritla um á túninu^ og
i fjörunni, rétt framan við kofann
sinn. Ég hef einstaklega gaman
af aö horfa á Guðmund og hæn-
urnar. Hann kallar á þær með
nöfnum, skammar þær og gælir
við þær, rétt eins og væri hann að
ala upp börnin sin.
Fuglar eru hér i þúsundatali, og
út úr sameiginlegu tisti eða argi
þeirra verður tónverk, sem lifir
inni i manni og seint gleymist.
Sigrún, litla dóttir hennar Ingi-
bjargar, talar við þá. „Þúri”,
segir hún, lyftir höfðinu og biður
svars. „Þuri” svarar einhver
þeirra eftir smástund og þá brosir
hún leyndardómsfullt út i loftið og
segir: „Hann var að tala við
mig.”
Þessi litla tveggja ára mann-
vera er heilluð af eyjalifinu, þýtur
um allt og rabbar viö dýrin, grös-
in, imyndaðan vin sinn, sem pass-
ar hjólið hennar og sjóinn, hann
er lika eftirlæti hennar. Timunum
saman situr hún á hækjum sinum
og starir orðlaus á öldurnar, og
ekki eru þær ófáar stundirnar,
sem við höfum rambað um fjör-
una og hún sagt mér alls kyns
furðusögur af öllu sem fyrir augu
okkar bar.
Eitt hús er mér kærast hérna
á eynni, og er það langminnst.
Mer var sagt, að maðurinn, sem
átti það hafi orðið svo hissa,
þegar hann sá það, þvi að honum
fannst það svo stórt handa einum
manni, að hann hafi gefið þvi
nafnið Alheimur, og eftir það hafi
það staðið opið öllum, sem vant-
aöi húsnæði eða mat. Nú búa þar
Sigriður Bogadóttir og Dinni. Ég
heimsótti Siggu einn daginn og
skoðaði Alheiminn hennar. Við
gengum inn i litið eldhús með litla
rauðmálaða skápa, litið borð, tvo
litla stóla og eina hjálpartækið er
oliueldavél. Hún sagði, að stund-
um væri erfitt að matbúa þarna,
en hún væri ekki öðru vön. Inn af
eldhúsinu er stofan, sem minnti
mig á stofu, sem ég las um i ein-
hverri æfintýrabók, þegar ég var
barn: litil, falleg húsgögn, nokkur
borð og hillur á borðunum og hill-
unum voru fegurstu steinar jarð-
arinnar. Þá hefur hún fundið
hérna i Flatey eða einhver gefið
henni þá. Og svo útskornir tré-
stokkar og munir. Á veggjunum
hanga vatnslitaðar myndir eftir
hana. Litill brattur stigi er úr eld-
húsinu og upp i minnstu setustofu
i heimi, hún er 2X2 metrar. Hana
prýða munir úr búi foreldra
hennar, sem hún hefur málað og
saumað út, en inn af setustofunni
er svefnherbergi og segir Sigga,
að það sé rétt nægilega stórt
handa tveimur. Sigga hefur eina
reglu að lifa eftir og er hún sú, að
sælla sé að gefa en þiggja.
Ég hafði heyrt, að mikið væri
um draugagang og allskyns verur
á sveimi i Flatey. Ég vil litiö bera
á móti þvi, en eitt er vist, að
stundum greip mig ónotakennd,
þegar ég virti fyrir mér þorpið:
Gamla veöurbarða húsaþyrp-
ingu, hurða- og gluggalausa, sem
minnti mig á, að lifið hefði fyrir
löngu gengið siðustu sporin yfir
þröskuldana, en ekki væri úti-
lokað, að gömlu eigendurnir
legðu leið sina á þessar slóðir,
þegar þeir svifu um i einhverri
vidd himnanna, svona rétt til að
anda aö sér fersku sjávarloftinu,
sér nátengdu. Ekki veit ég með
vissu, hvað er til úrbóta, en mikið
hef ég hugsaö og rætt um það.
„Hvað vilja Flateyingar sjálfir”?
Þeir vilja gjarnan að gott fólk
setjist hér að og að byggðin
blómgist á ný. Það er bara vandi,
að finna fólk, sem vill búa við þau
kjörrsem eru á eynni. Þvi sá, sem
ætlar að flytjast hingað með það
takmark að færa allt úr skorðum
eða flytja inn tima og menningu
borgarinnar, hefur ekkert hingað
að gera. Þvi hérna eru það
náttúrulögmálin, sem standa, og
á þeim nærist kærleikurinn, sem
einkennir þetta fólk svo mjög, að
mann langar ekki til þess að fara
frá þvi.
Ég spurði Linu, hvað þau
gerðu, ef þeim mislikaði eitthvaö
i fari einhvers á eynni og hún
svaraöi: „Ekkert. Við sættum
okkur hvort við annað eins og viö
erum, og þar eru gallar engin
undantekning. Við reynum að
hjálpa hvort pðru, svo hver og
éinn fái það bezta út úr samdvöl-
inni, og það er ekki svo erfitt, skal
ég segja þér”.
Kirkjan stendur á smáhól ofan
við simstöðina, en enginn er
prestur hér, ekki frekar en lækn-
fr, en öll læknishjálp kemur úr
Stykkishólmi. Ég held, að Flatey-
ingar þurfi hvorki kóng, prest né
lækni, þvi að þeir eru þetta allt og
meira til af sjálfum sér. Aftan viö
kirkjuna er hús, Klausturhólar,
og það er i vegi fyrir nýju flug-
brautinni. Hana þarf að lengja,
þvi að flugvélarnar gætu átt það
til að fara beint i sjóinn eins og
hún er núna. Guðmundur haffræð
ingur,sem býr i skólahúsinu fékk
Klausturhóla gefins um daginn,
ef hann gæti flutt húsið á annan
stað á eyjunni, og eflaust getur
hann það, þvi að það er ekki á
hverjum degi, sem maður fær
gefins hús.
Góður sundstaður er á eynni,
litill vogur fullur af sandi og leir,
sem er heitur, þegar sólskin er.
Ég býst við að Ingibjörg taki að
sér kennarastöðuna hérna i vetur,
en henni stendur hún til boða.
Ekki er nemendafjöldi mikill,
fimm til sjö krakkar frá Flatey og
nálægum eyjum.
Nú er þessi hálfi mánuðurbúinn
og ég er að fara. Það er dálitið
undarlegt að verða að fara.
Hvergi hef ég fundið sterkari ilm
af þvi lifi, sem mig dreymir um
að lifa en hérna, lifi þar sem öll-
um er eiginlegt að lifa i sátt, án
þess að vanstillast, aðeins meö
þvi að gefa náttúrunni og öllu,
sem er i kringum okkur, tækifæri
á undan pkkur sjálfum.
Parísarviðræður Faf bií1?.
þess, að Thieu yrði leystur af
hólmi heldur öll „þvingunar-
og kúgunarvélin”, sem getur
táknað allt núverandi stjórn-
kerfi, og að við taki svonefnd
samsteypustjórn, sem ekki sé
einu sinni skylt að boða til
kosninga innan ákveðins tima.
Þegar höfð er hliðsjón af
gangi styrjaldarinnar i sumar
þýðir þetta annað hvort
samkomulag um, hve löngu
fyrir kosningar Thieu skuli
segja af sér, eða að hann taki i
rikisstjórnina nokkra menn úr
Þjóðfrelsisfylkingunni.
Löngu er ljóst, að öflunum,
sem að Þjóöfrelsisfylking-
unni standa, ber að ætla rúm i
stjórnmálalifi Suöur-Vietnam
aö styrjöldinni lokinni, annað
hvort aðild að rikisstjórninni,
eða tryggðan rétt til starfa
sem lögmæt stjórnar-
andstaöa, án þess að eiga
ofsóknir yfir höfði sér. Bezt
væri að gera út um það i
kosningum, hvora leiðina bæri
að fara, enda lýðræðislegast.
Sennilegast er, að
kommúnistar i Vietnam
kæmust að raun um eftir
slikar kosningar, að þeir hefðu
ekki að baki sér nema litinn
minnihluta kjósenda, eins og
kommúnistar i Grikklandi
árið 1949, en hefðu þó aðstöðu
til að sameinast öðrum öflum
um stjórnarandstöðu, sem
skipt gæti nokkru máli.
VILJI þeir Nixon og Thieu
láta Norður-Vietnömum eitt-
hvað i té, sem væri til meiri
átlitsauka, gætu þeir fallizt á
að taka nokkra vini norðan
manna i rikisstjórnina þegar i
stað. Það er allt annar hlutur
en sú samsteypustjórn, sem
krafizt hefir verið eftir að
Bandarikjamenn fleygöu
Thieu á dyr og öllum hans
stuðningsmönnum, en Nixon
hefir réttilega neitað aö
taka slikt i mál. Þetta væri
ekki fráleit leið til að bera
klæði á vopnin svo fremi, að
kommúnistar fengju ekki i
sinn hlut mikilvægustu ráð-
herraembættin, og umfram
allt ekki vald yfir her og
vigbúnaði. Þetta gæti komið i
veg fyrir, að Norður-
Vietnamar reyndu að freista
McGovern með heimboði til
Hanoi.
Vel má raunar vera, að
Norður-Vietnamar hafi ekki
farið til Parisar með það i
huga að semja um neitt af
þessu. Þeir kunna að ætla sér
einungis að notfæra sér
kosningaár Bandarikjamanna
sem bezt meö þvi aö bera
fram hverja tillöguna af ann-
arri, aö innihaldi einhvers
staðar milli þess, sem
McGovern gleypti við og hins,
sem Nixon vildi helzt af öllu
hafna undir eins, i þeirri von,
að Nixon verði annað hvort att
út i skyssu eða að McGovern
verði seztur aö i Hvita húsinu i
janúar. En ekki hefir reynzt
auðvelt að ginna Nixon og
ákvörðunin, sem hann tók 6.
mai takmarkar timann, sem
Norður-Vietnamar hafa yfir
að ráða og fækkar mögu-
leikum þeirra til að beita
brögðum. Parisarviðræðurnar
gætu þvi i fyrsta sinni oröið
annað og meira en venju-
bundin sýndarviðleitni.
Framhald
af bls. 16.
TOYOTA ÖLDUNGA -
KEPPNIN HJA GK
1 þessari keppni fengu aðeins að
vera með þeir, sem hafa náð þvi
„langþráða” takmarki að vera 50
ára eða eldri og börðust „gömlu
mennirnir" eins og ljón báða dag-
ana, en þetta var 36 holu keppni.
Úrslit urðu þau, að sigurvegari
án forgjafar varð Jóhann Eyjólfs-
son, GR sem lék á 158 höggum.
Annar varð Ólafur Agúst Ólafs-
son, GR sem lék á 169 og þriðji
Hermann Guðmundsson, Vest-
mannaeyjum á 172 höggum.
Með forgjöf urðu efstir og jafnir
Guðmundur Ingvi Sigurðsson, GR
og „nýjasti öldungurinn” Kristinn
Bergþórsson, GR, sem varð
fimmtugur fyrir nokkrum dögum,
á 142 höggum nettö. Þeir verða að
leika 18 holu keppni um fyrstu
verðlaunin. 1 þriðja sæti varð svo
Jóhann Eyjólfsson á 144 höggum.
ÆFINGAKEPPNI HJÁ
GR
A laugardaginn var haldin 18
holu keppni hjá GR — siðasta
keppnin þar fyrir Islandsmótið —
og voru keppendur um 50 talsins.
Án forgjafar urðu efstir og jafnir
Gunnlaugur Ragnarsson, GR og
Björgvin Hólm, GK á 76 höggum
eða tveim höggum betri en næsti
maður, sem var Atli Arason, Guð-
mundssonar fyrrverandi sund-
kappa, sem sjálfur var nálægt þvi
að vinna sér til verðlauna með
forgjöf.
Þeir Gunnlaugur og Björgvin
urðu að leika „bráðabana” um
fyrstu verðlaunin, og sigraði
Gunnlaugur þar landsliðsfélaga
sinn.
Með forgjöf urðu úrslit þau, að
Eirikur Smith, listmálari úr
Hafnarfirði sigraði á 69 höggum
nettó. Annar varð Atli Arason á 70
og þriðja sætið hlaut kona úr
Vestmannaeyjum, Sigurbjörg
Guðnadóttir eiginkona Guð-
mundar „Týrsa” Þórarinssonar,
en hún lék á 71 höggi (88—17). þar
á eftir komu svo Konráð Bjarna-
son, GN og Ari Guðmundsson á 72
höggum nettó.
EINHERJAKEPPNIN
Hin árlega keppni Einherja, en
það er félagsskapur þeirra sem
hafa farið „holu i höggi”, var
haldin á Grafarholtsvelli á mánu-
daginn. Voru þar mættir nær allir
þeir, sem hafa náð þessu tak-
marki hér á landi — vantaði að
sögn fróðra manna um þennan
hóp, aðeins 5 menn.
Leiknar voru nú 12 holur — þar
af þrjár, sem gáfu möguleika á að
fara aftur holu i höggi — en eng-
um tókst að leika þann leik aftur.
Leikið var með 2/3 forgjöf og eftir
mikinn útreikning færustu stærð-
fræðinga á staðnum urðu úrslit
þau, aö Gisli Sigurðsson GK
sigraði meö broti úr höggi betur
en Jóhann Benediktsson, GS. Var
Gisli samkvæmt nákvæmasta
útreikningi á 45,00 höggum nettó,
en Jóhann á 45,66. Fékk Gisli því
Röðulsbikarinn i þetta sinn, en
þetta var i 6. sinn, sem keppt er
um hann. . .
Sportjakkar í hressandi litum ocj mynstrum
LAUS STAÐA
Skólastjórastaða við hinn nýja hjúkrunar-
skóla i tengslum við Borgarspitalann i
Reykjavik, sbr. lög nr. 81/1972, er laus til
umsóknar.
Laun verða samkvæmt launakerfi rikis-
starfsmanna.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu fyrir 20. ágúst n.k.
Menntamálaráðuneytið,
28. júli 1972.
Orðsending til eigenda
ökutækja í Hafnarfirði og
Gullbringu- og Kjósarsýslu
Aðalskoðun bifreiða 1972 með einkennisbókstafinn G lýk-
ur 4. ágúst n.k. Þá þegar verður hafizt handa við að taka
úr umferð allar þær bifrciðar, er eigi hafa verið færöar til
skoðunar og verða númeraspjöld þeirra klippt af þeim án
frekari aðvörunar.
Jafnframt verður hafizt handa viðaðstöðva akstur þeirra
diesel bifreiöa.er þungaskattur hefur eigi veriö greiddur
af samkvæmt þvi,er mælaaflestur segir til um.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósar-
sýslu.
Auglýsingastofa Tlmans ér I
Bankastræti 7 simar 19523 — 18300.