Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Miðvikudagur 2. ágúst 1972
Þessir vinsælu
strigaskór með extra
styrkleika fyrir
iþróttir eru komnir
aftur. Við seljum að-
eins til verzlana.
IIEILD VE RZLUN
ANDIIESAR
GUDNASONAR
Simar 20540 og 16220
■ ".fflil
111II :Hl |b1„
IIVAÐ A AÐ GERA VIÐ
MAGNÚS OG ALLA HINA?
Þannig spyrja SUF menn i
Timanum 15. júni s.l. — Út frá
þeirri spurningu og hugsanagangi
hinna ungu manna vakna aðrar
spurningar og leita svars. Fæst-
um þeirra verður hér svarað af
mér. Aðeins örfáar verða hér
fram bornar og leitast viö að
svara þeim á einfaldan hátt eins
og málið horfir við frá minum
bæjardyrum:
Eru þessir menn, Magnús og
allir hinir, i mjög alvarlegri hættu
staddir?
Hverjir leiddu þá út i þá hættu,
sem nú þarf að bjarga þeim úr?
Vissu þeir ekki sjálfir, hvað
þeir voru að gera, þegar þeir
gengu til liðs við stefnuleysi
Hannibals Valdimarssonar?
Er sú nætta, sem SUF-menn
telja þá vera i,það mikil, að nauð-
synlegt sé að leggja rótgróna
flokka með langa og farsæla sögu
að baki og með mótaða mjög
frjálslynda stefnuskrá niður til
að bjarga þeim úr vegvillu sinni?
Flestir þeir, sem borið hafa
Framsóknarflokkinn uppi fram
að þessu og lagt grundvöll að
stefnu hans og starfi munu svara
þessu afdráttarlaust neitandi. —
Framsóknarflokkurinn, eins
og hann er, stendur þessum
mönnum eflaust opinn, svo og
öðrum frjálslyndum mönnum
með sanna umbótaþrá, ef þeir
óska þar inngöngu. Til annarra
ráða þeim til bjargar ætti Fram-
sóknarflokkurinn ekki að þurfa að
gripa. — Hinn nýi flokkur, sem
þeir nú eru i,er ekki annað en
bóla, sem hlýtur að hjaðna jafn
fljótlega og hún reis. Hann á eng-
an grundvöll að byggja á tilveru
sina. Þetta er þeim sjálfum ljóst.
Þess vegna hafa þeir sjálfir hróp-
að svo ákaft á hjálp annarra að
losa sig úr þeirri klipu, sem þeir
lentu i. Vegna vöntunar á stefnu
hafa þeir haldið uppi miklu máli
um að leggja þurfi niður aðra
flokka og stofna nýjan, svo þeir
fengju fast land undir fætur. Und-
ir þennan söng hafa SUF menn
tekið og telja sig einskonar björg-
unarsveit þessara vegvilltu
manna.
I raun og veru meina þeir i
Laus staða
Staða háskólamenntaðs fulltrúa i skrif-
stofu Háskóla íslands er laus til umsókn-
ar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir
25. ágúst n.k.
Menntamálaráðuneytið,
25. júli 1972.
Orðsending frá
verzluninni Straumnes
Ég undirritaður hef selt verzlunarrekstur
minn að Nesvegi 33, Ara Einarssyni kaup-
manni.
Um leið og ég þakka hinum f jölmörgu við-
skiptavinum minum ánægjulegt samstarf,
óska ég hinum nýja kaupmanni alls vel-
farnaðar,
Jón Sigurðsson.
SÍNE auglýsir:
Námsmenn á leið til Norðurlanda eru
beðnir að hafa strax samband við skrif-
stofuna (simi 25315) vegna ódýrari flug-
ferða um og eftir 20. ágúst næst komandi.
STRAUMNES
Opnar á morgun
(fimmtudag) i nýjum húsakynnum að
Vesturbergi 76, Breiðholti 3, fullkomna
mat- og nýlenduvöruverzlun.
Straumnes, Vesturbergi 76,
Breiðholti 3, simar 43300 og 43313
ÞORBERGUR ÞÓRÐARSON:
FRÁSAGNIR
Nýtt bindi i útgáfu Máls og
menningar á ritum Þórbergs
Þórðarsonar.
Hinar styttri frásagnir Þórbergs,
sem saman eru komnar i þessari bók,
bera allar meistaranum vitni, hinum
þróttmikla stil hans og þeirri eðlis-
gáfu islenzks máls sem honum er léð,
en annars eru þær af margvislegu
tagi. Frásagnir af sjóslysum og
svaðilförum eins og Ströndin á Horni
og Með strandmenn til Reykjavikur,
myndir úr evrópskri miðaldasögu
(Barnakrossferðir og Múgvit-
firringarnar þrjár), hin geysifróð-
lega ritgerð um Lifnaðarhætti i
Reykjavik á 19. öld, hin óviðjafnan-
lega menningarsögulega heimild,
Indriði miðili, og hinar römmu
draugasögur i Viðfjarðarundrunum.
Smásagan Uppskera lyginnar er sér
á parti, og siðast en ekki sizt er
ástæða til að minna á þær tvær
nostursamlegu og undirfurðulegu
mannlýsingar sem bókin endar á:
Björn á Reynivöllum og Gamli-
Björn.
Margar þessara frásagna hafa ekki
komið áður út i bókarformi og verið
óaðgengilegar öllum almenningi.
Bókin er ómissandi öllum aðdáend-
um Þórbergs.
Þórbcrgur Þórðarson.
MÁL OG MENNING, Laugavegi 18,
samtökum frjálslyndra, ekkert
meðsinu sameiningarhjali annað
en að breiða yfir mistök sin.
Raunveruleguráhugi þeirra á þvi
máli héfur komið skýrt i ljós i
ummælum helztu ráðamanna
þeirra i þeirra eigin málgagni nú
að undanförnu. — Það mun lika
flestum, eða öllum, vera ljóst, að
það hjal um sameiningu fleiri
flokka i einn, á sér engan raun-
hæfan grundvöll. Þær umræður,
sem fram hafa farið um það og
þær undirtektir, sem þær hafa
fengið, sýna það bezt.
Þessar staðreyndir mættu SUF
menn hugleiða betur áður en þeir
halda áfram skrafi sinu um, að
leggja þurfi Framsóknarflokkinn
niður til að þóknast Hannibal og
fylgifiskum hans. Væri hinsvegar
horfið að þvi ráði (óráði) er hætt
við að umsköpun þess nýja flokks
og myndbreyting yrði nokkuð tið.
1 fullri vinsemd vil ég benda
SUF mönnum að hugleiða mál
sitt betur áður en þeir birta næstu
björgunar-tillögur sinar.
Einnig mættu þeir virða það
umburðarlyndi, sem þeim hefur
verið sýnt af forsvarsmönnum
flokksins, svo ruddafengin sem
máltúlkun þeirra hefur verið i
garð sinna eigin flokksmanna.
Mun margur undrast, að þeir
skuli ekki hafa beitt húsbónda-
valdi sinú til að siða þessa ærsla-
fullu drengi.
Guðmundur P. Valgeirsson
STÉTTA GREINING
OG STÖÐUTAKN
Við erum sifellt að gorta af þvi,
að hér sé ekki til nein stéttamis-
munun — allir geti borið höfuðið
jafnhátt, hvaða starfi sem þeir
gegna og rikir og fátækir blandað
saman geðián hindrunar.Þetta er
sem sagt land, þar sem allir eru
jafningjar, hvernig sem annars
stendur á fyrir þeim.
Það er nú svo. Óneitanlega er
nú samt nokkuð mikill munurinn
— i krafti efna, embætta og
menntunar og ég vil lika segja
ætternis og venzla. Hér ganga
embætti og stöður i arf i þó
nokkrum mæli, og i mörgum
stofnunum er talsvert þétt-
skipaður krans ættmenna og
venzlafólks. Það var samt ekki
þetta, sem ég ætlaði að vikja að,
heldur hitt, hversu margir hafa
sýnilega og oft kostnaðarsama
viðleitni til þess að verða sér úti
um stöðutákn, er geta opinberað
öllum, að þeir eru ekki aldeilis
neitt hversdagsfólk.
Þetta hygg ég eina af frum-
hvötum þess, hversu margir hafa
tilhneigingu til þess að byggja sér
stærra og iburðarmeira húsnæði
en skynsamlegt getur kallazt, og
þetta birtist i stórkostlegu kapp-
hlaupi um dýran og viðamikinn
húsbúnað, sem þó er ekki nema
stundum smekklegur i hlutfalli
við tilkostnaðinn.
Einkum liggur þó i augum uppi,
hversu margir reyna á grátbros-
legan hátt að gera sig að meiri
mönnum i annarra augum,
heldur ép þeir geta orðið af
sjálfum sér, með kaupum á rán-
dýrum bilum, sem þeir hafa
ekkert með að gera. En þetta er
kannski ekki undarlegt: Bilar eru
á götum og vegum og koma fyrir
margra sjónir, og þess vegna er
auðályktað, að fyrirferðarmikill
og dýr bill muni vekja þá hugsun
hjá mörgun, að við stýri i sliku
farartæki sitji maður sem hafi
getu til þess að merkja sig i betri
flokkinn i mannfélaginu. Verst,að
það er búið að banna spjótin og
fleinana — manndrápsskrautið,
sem haft var á ameriskum bilum
handa þessari manngerð hér fyrr
á árum.
Þessir karlar verða trúlega að
sætta sig við, að afgreiðslu-
mennirnir á bensinstöðvunum og
stelpurnar i sjoppunum þúi þá.
En söm er gerð þeirra: Bilinn er
mitt stöðutákn — ég er ekki neinn
aukvisi, skuluð þið vita. Það er
ekki svo nauið með manngildið,
ef billinn er' finn, dýr og fyrir-
ferðarmikill.
G.