Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.08.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 2. ágúst 1972 TÍMINN 11 pr hér yfir þorpið. Alheimur er á miori mynd. stendur hér og þar og horfir i átt til sólar. Með fallegustu liti lit- rófsins fyrir augunum, angur- væra þögn i kringum mig, stand- andi á þessum fallega stað skil ég, hvað raunverulega er átt viö með þvi að vera rikur, og með þann skilning i huga hverf ég inn til að hvilast fyrir komandi dag og þvi, sem honum fylgir. Ég er buin að vera hér i viku, og sennilega hefði ég enga hugmynd um það, ef Baldur væri ekki aö koma i dag. Allir sem búa hér, , eru eins og flær á skinni þá daga, sem báturinn kemur. Löngu áður en nokkurt mannsauga getur séð bátinn, er fólkið farið að rýna út á hafið, og viti menn: einhver hefur komið auga á hann i kiki. Nú upphefst heilmikil spenna. Allir æða niður aö bryggju, og þar biða þeir svo i klukkutima eöa meira. En það gerir ekkert til, þvi að það er svo gaman. Mér er alveg eins innan brjósts og þeim. Það er eins og það séu að koma jól. Veðrið hefur veriö fremur leiðinlegt undanfarið, þurrt en litið sólskin, en i dag er glamp- andi sólskin og hiti. Þótt himinninn sé alskýjaður allan daginn birtist sólin alltaf þegar hún sezt eða ris, svona rétt til að minna á sig. Ég vakti i nótt til að sjá litadýrðina. Það er varla klukkutimi milli sólarlags og upprásar. Eitthvað hefur guö almáttugur átt vantalað við mannkynið, þvi að hann lét sólina risa tvisvar i morgun. Fyrst litað- ist 30 sehtimetra breið rönd, eld- rauð, og hélzt þannig i langan tima, en smátt og smátt dróst úr litnum og ég fór aö hugsa um svefn. Allt i einu opnaðist gluggi á himninum, og glóandi hnöttur geystist fram, stóð kyrr i nokkrar minútur og hvarf svo jafn snöggt og hann kom. Ég hélt,að ég hefði séð ofsjónir, þangað til ég heyrði einhvern segja frá þvi seinna um daginn, að tvær sólarupprásir boðuðu gott. Það tók mig nokkra daga að losa mig við bfláhljóð og annan hávaða, sem hafa sennilega verið orðin rótgróin i höfðinu á mér venjast kyrrðinni og fara ao heyra tónverkin, sem náttúran býður upp á. Að visu er einn bill á eynni, vörubill, sem var notaður við flutninga á vöru fyrir verzlan- irnar, en hann er gróinn fastur við jörðina, og litlu krakkarnir nota hann til þess að leika sér i. Þess vegna varð ég hálf undrandi, þeg- ar ég sá bil koma akandi niður hæðina upp frá bryggjunni, en. ekki varð ég neitt hissa, þegar ég sá Flateyinga koma skellihlæj- andi rétt á eftir honum. Þetta var fjölskylda úr Reykjavik. Hún Framhald á bls. 19 Gamla samkomuhúsið, þar sem fyrir aðeins fáum árum voru haldin mikil liöll. Mattheusarguðspjallið á frummálinu „II vangelo se- condo Matteo. Leikstjóri Pier Paolo Pasolini. Kvikmyndari: Tonio Delli Colli. Klippari: Nino Baragli Tónlist er eftir Johan Sebasti- an Bach, Wolfgang Amadeus Mozart, Sergei Prokofiev. An- ton Webern og Luis E. Baca- lov ttölsk frá 1964. Mánudagsmynd. Sýningarstaður: Háskólabió. Mattheusarguðspjallið er fegursta og tærasta kvik- mynd, sem gerð hefur verið um lif og starf Jesú. 1962 fékk Pasolini fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir guðlast vegna La Ricotta (Reyostur- inn, var sýnd hér sem fyrsta mánudagsmynd Háskólabiós ásamt myndum Rosselini og Gregorettis i RoGoPaG). Ef til vill hefði þetta dregið kj.arkinn úr einhverjum en Pasolini var lengi staðráðinn i þvi að gera mynd um Matt- heusarguðspjallið, sem hann segir að sé fullt af siðfræði- lega fegurð. Viö getum ekki annað en verið honum sammála um það. í Mattheusarguðspjalli er að finna allt það bezta sem krist- in trií hefur að bjóða mann- kyninu. Kvikmyndin flytur fagnaðarboðskapinn á svo hrifandi hátt að fólk sem aldrei litur i Bibliuna tók sig til og las gubspjallið til að eiga hlutdeild 1 fögnuði Mattheusar yfir þvi að frelsari væri risinn upp meðal þjáðra manna, þegar það hafði séð þessa mynd. Maður, sem þorir að segja sannleikann, sem ris upp gegn hræsni og stirðnaðri bókstafskenningu maður sem segir dæmisögur úr daglega lifinu og talar á máli fólksins, gerir kraftaverk, liður pislar vættis dauða, ris upp frá dauð- um og birtist vantrúuðum og segir „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.Farið þvi og kristnið allar þjóðir, skirið þá til nafns föðurins og sonarins og hins heilaga anda og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Og sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar." Það er auðvitað eins og hver önnur þversögn, að maður, sem er yfirlýstur Marxisti og dæmdur fyrir guðlast, skuli gera þessa mynd. Hann hefur réttilega fylgt Bibliunni i handritinu, enda engin þörf að bæta við gullkorn guðspjalls- ins. Hér fær maður ferska sýn á sigildan boðskap bænarinn- ar til fööur vor á himnum. Það er lika Mattheus, sem talar um að safna sér ekki fjársjóö- um á jörðu, þvi þar sem fjár- sjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. Hér er einnig að finna hin umdeildu orð „Ætlið ekki að ég sé kominn til að flytja frið á jörð: ég er ekki kominn til að flytja frið, heldur sverð" Hinn einfaldi boðskapur dæmisagn- anna sem sprottinn er af reynslu alþýðumannsins t.d. um bót af óþæfðum dúk á gamalt fat og nýtt vin á gamla belgi, fær hér endurnýjaða merkingu. Allt, sem hafði misst merkingarmátt sinn fyrir löngu verbur hér að lif- andi sannleika eins og heittrú- aði gyðingurinn Mattheus boð- aði fyrir nær tvö þúsund árum. Kvikmyndunin er mjög mismunandi, það er mikið notað „Zoom" sem gefur myndinni heimildarblæ, takið eftir I réttarhöldunum. Tónlistin er mjög hrifandi og frábærlega vel valin og á mikinn þátt i aö gera myndina að þvi listaverki, sem hún er. Leikarar voru allir valdir af ýtrustu nákvæmni og það tók P.P.P. ár að finna Enrique Irazoqui sem er Spánverji, en hann leikur Krist. Skáldkonan Nathalia Ginzburg leikur Mariu frá Betaniu. Mörg atriði eru mjög eftir- minnileg, en eitt er magnað réttlátri reiði yfir spillingu, sem trúin hefur lagt blessun sina á. Það er, þegar Jesú rek- ur vixlarana og kaupahéðna úr musterinu og segir „Ritað er: Hús mitt á að nefnast bænahús, en þér gjörið það að ræningjabæli". Þar lýsir P.P.P. heiöarlegum óspilltum manni, sem ofbýður falsið og hræsnin, sem lýsir sér i auö- söfnun. Myndin er auðug eins og guðspjallið og full af gleði og sælu þess sem trúir og veit en jafnframt þakklátur fyrir að hafa fengið aö lifa þessa dýrð. Mynd, sem á erindi til allra, mynd sem útskýrir betur fyrir börnunum kristindóminn en margra ára stagl i skóla. P.L. Regnboginn roðnar af stolti Gamli báturinn Konráð liggur i fjörunni og morknar. HEMPECs þakmálning þegarhannlíturniðurá HEMPEEs þökín og sér hve fallegum blæbrigðum mánáúrlitum hans Nú eru fyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL'S þakmálningu. Um gæði HEMPEL'S þakmálningar þarf ekki að efast. HEMPEL'S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar í heiminum. Seltan og umhleypingarriir hér eru þvl engin vandamál fyrir sérfræðinga HEMPEL'S MARINE PAINTS. Framleiðandi á Islandi Slíppfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi—Simar 33433 og 33414

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.