Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.03.2004, Blaðsíða 2
2 8. mars 2004 MÁNUDAGUR ,,Já það er andlegt og lifandi þetta starf.“ Rúnar Geirmundsson rekur útfararþjónustu í félagi við syni sína tvo. Spurningdagsins Rúnar, er þetta lifandi starf? Sólarlagskerfi eða þrír launaflokkar Í nýjum samningi Heilsugæslunnar og stéttarfélaga starfsfólks í heimahjúkrun er kveðið á um að starfsmenn á eigin bílum skuli ganga inn í nýtt aksturskerfi í áföngum. Hinir, sem eru á rekstrar- leigubílum, fá þriggja launaflokka hækkun. KJARAMÁL Nýr aksturssamningur Heilsugæslunnar og starfsmanna í heimahjúkrun, sem undirritaður var í gær, felur í sér að þeir starfsmenn sem notað hafa eigin bifreiðar í starfi hætta því í áföngum fram til ársloka 2005. Þetta kerfi, sem gengið hefur undir heitinu „sólarlagskerfi“ í samningavið- ræðunum verður aflagt með þeim hætti að fram í septemberbyrjun fá starfsmenn 8 kílómetra á vitjun eins og verið hefur. Þá lækkar kílómetrafjöldinn niður í sex. Í marsbyrjun fer hann niður í fjóra. Hinir sem eru á rekstrarleigu- bílum fá þriggja launaflokka hækkun. Allir starfsmennirnir eiga kost á að fara yfir í það kerfi. Einnig eiga þeir þess kost að aka samkvæmt akstursbók. Starfsmenn sem hætt höfðu starfi í heimahjúkrun komu sam- an til fundar síðdegis í gær, þar sem þeim var kynnt samkomulag- ið. Var það samþykkt með lófa- taki. „Þarna er ekki verið að semja um kjarabætur heldur aðra dreif- ingu kjaranna og koma í veg fyrir að kerfisbreytingar í heimahjúkr- uninni hafi kjaraskerðingu í för með sér,“ sagði Ögmundur Jónas- son formaður BSRB. „Ég held að ég mæli fyrir munn allra sem komið hafa að þessu þegar ég segi að það er mjög mikill léttir að þessu skuli lokið enda er þetta afar viðkvæm þjónusta sem mað- ur getur ekki hugsað til að verði í nokkru skert. Þess vegna var allt kapp lagt á að ná samkomulagi hið fyrsta. Ég verð að segja að nú hef ég sannfærst betur um það en nokkru sinni fyrr hvílíkt kjarna- fólk það er sem vinnur við heima- hjúkrunina og hve mikilvægt er að halda því í störfum.“ „Breytingin mun ekki fela í sér beinan sparnað, það er ljóst,“ sagði Guðmundur Einarsson for- stjóri Heilsugæslunnar í gær- kvöld. „Við gerum okkur hins veg- ar vonir um talsverða hagræðingu í starfseminni í framhaldinu, þannig að þetta er þess virði. Ég er ánægður með að ná samkomu- lagi. Ég hefði gjarnan viljað gera það á lægri nótum en þetta er al- veg viðunandi.“ jss@frettabladid.is WASHINGTON, AP Bandaríkjamenn hafa sent 50 manns til Íraks til að undirbúa málsókn gegn Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, sem grunaður er um stríðs- glæpi. Hópurinn samanstendur af saksóknurum og rannsóknarliði og mun fara í gegnum þúsundir blaðsíðna af sönnunargögnum sem fram hafa verið lagðar gegn forsetanum fyrrverandi. Starfið er ætlað í því skyni að auðvelda Írökum starf sitt þegar Saddam og samstarfsaðilar hans verða leiddir fyrir dómstóla. Bandaríkjamenn leggja ríka áherslu á að málsóknin sé alfarið í höndum Íraka en ekki þeirra sjálfra eða annarra þjóða og vilja að það sé öllum ljóst. Hvorki hefur verið greint frá því hvenær réttarhöldin yfir Saddam muni eiga sér stað, en hann náðist 14. desember, né held- ur hver ákæruatriðin verði. Haft hefur verið eftir einum helsta lög- fræðingi Íraka í stríðsglæpamál- um að réttarhöldin muni jafnvel ekki hefjast fyrr en undir lok árs- ins og að Saddam verði jafnframt ekki sá fyrsti sem sóttur verður til saka. ■ Bretland: MI5 velur lágvaxna LONDON Breska leyniþjónstan MI5 hefur ákveðið að hætta að ráða karlmenn sem eru yfir 180 senti- metrar á hæð til að gegna störfum á vettvangi. Talið er að hærri menn dragi að sér of mikla at- hygli. Konur sem eru hærri en 173 sentimetrar fá heldur ekki inn- göngu í MI5. Hávaxnir geta þó enn fengið störf hjá MI6 sem sér um leyni- þjónustustörf Breta utan heima- landsins. James Bond, sem sam- kvæmt forskrift höfundar skal vera 190 sentimetra hár, þarf því ekki að örvænta enda starfar hann hjá MI6. ■ Flugleiðir: Sjálfkjörið í stjórnina VIÐSKIPTI Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs í Flugleiðum rann út fyrir helgi en aðalfundur félagsins verður á fimmtudaginn. Sjö hafa gefið kost á sér til setu í stjórninni en þeir eru Jón Helgi Guðmunds- son og Hannes Smárason, eigend- ur Oddaflugs, stærsta hluthafans. Aðrir nýir í stjórninni verða Hreggviður Jónsson og Ragnhild- ur Geirsdóttir. Þeir Benedikt Sveinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Har- aldsson hafa einnig gefið kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. ■ ARNAR JENSSON Þremenningarnir voru í yfirheyrslum um helgina. Neskaupstaðarmálið: Frekari gagna aflað LÖGREGLUMÁL „Það hefur verið aflað frekari gagna eftir að hníf- urinn fannst í höfninni á Nes- kaupstað, en það er ekkert sem við getum gefið upp,“ sagði Arn- ar Jensson hjá embætti ríkislög- reglustjóra um gang rannsókn- arinnar varðandi líkfundinn á Neskaupstað. Arnar sagði að verið væri að vinna í gögnum og sýnum sem tekin hefðu verið á þeim stöðum þar sem hefði verið leitað. Sýni vegna hnífsins sem fannst í Nes- kaupstaðarhöfn hefðu ekki ver- ið greind enn sem komið er. Hann sagði enn fremur að lög- reglan útilokaði ekki enn að fleiri gætu verið viðriðnir málið en þeir þrír sem nú sitja í gæslu- varðhaldi. Hann sagði að rætt hefði verið við þá um helgina, en kvaðst ekki tjá sig efnislega um yfirheyrslurnar né það sem þar kæmi fram. ■ Breytingar á styrkjum til landbúnaðar: Grænar greiðslur framtíðin BÚNAÐARÞING Boðað var til breyt- inga á styrkjum til íslensks land- búnaðar við setningu Búnaðarþings í gær. „Styrkjum til íslensks landbún- aðar verður smám saman að beina á aðra sporbraut,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er hann boðaði svokallaða grænbók landbúnaðarins, sem hann sagði stefnumótunarbók um almenna þróun starfsumhverfis landbúnað- arins og opinbers stuðnings næstu 15-20 árin. „Á alþjóðavísu er verið að fara fram á að stuðningur við landbún- aðinn verði meira í grænum greiðslum þar sem hugað er að dýravelferð, hollustu matvælanna og meðferð á móður jörð, náttúr- unni,“ segir Guðni. „Grænbók land- búnaðarins myndi varpa ljósi á það hvernig ríkisvaldið, landbúnaður- inn, ráðgjöfin og skólarnir koma að þessari nýju sýn til þess að efla og styrkja tækifæri þessa lands.“ Hann sagði að fleira væri land- búnaður en ær og kýr og opinber stuðningur gæti fallið til fleiri þátta en nú tíðkast. „Sjálfsagt fækkar þeim sem búa með ær og kýr en það er svo margt nýtt sem við höfum verið að koma á fót, hvort sem það er landgræðsla, skógrækt eða ferðaþjónusta. Sjá má dæmi um þessa þróun á hesta- og hrossabúgörðum sem hafa á ör- fáum árum þróast í að verða at- vinnuvegur.“ Hann benti á að nú þegar væru komnar fram margar nýjar greinar sem gætu orðið að atvinnuvegi ef nauðsynlegur stuðningur veittist, bæði hvað varðar ráðgjöf og menntun og jafnvel einnig stuðning frá hinu opinbera. ■ FRÁ SETNINGU BÚNAÐARÞINGS Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra boðaði breytingu á styrkjum til íslensks landbún- aðar í takt við það sem gerast mun í Evrópu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BIÐIN Á ENDA Starfsfólk í heimahjúkruninni klappaði fyrir nýgerðum samningi stéttarfélaga sinna og Heilsugæslunnar í húsakynnum BSRB í gær. „Breytingin mun ekki fela í sér beinan sparnað, það er ljóst. GUÐMUNDUR EINARSSON Segist sáttur við nýtt samkomulag. SADDAM HUSSEIN Bandaríkjamenn hafa sent 50 manns til Íraks til aðstoðar við undirbúning málsókn- ar gegn Saddam Hussein sem grunaður er um stríðsglæpi. Stríðsglæpir í Írak: Undirbúa mál gegn Saddam Kjötmarkaður að ná sér: Erfitt ár að baki LANDBÚNAÐUR Síðasta ár var mjög erfitt ár fyrir íslenskan landbúnað að sögn Ara Teitssonar, fráfarandi formanns Bændasamtaka Íslands, á Búnaðarþingi í gær. „Erfiðleikarnir stöfuðu fyrst og fremst af því hve alvarlegt fall var á kjötmarkaði,“ sagði Ari. „Verð til framleiðenda náði lágmarki í byrj- un síðasta árs og er rétt að komast í jafnvægi að nýju nú rúmu ári síð- ar.“ Hann segir að líkur séu á að kjötmarkaðurinn haldist stöðugur á þessu ári. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.