Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 4
4 9. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Hefurðu farið í leikhús í vetur? Spurning dagsins í dag: Hvernig líst þér á nýgerða kjarasamninga á almennum markaði? Niðurstöður gærdagsins á frett.is 61,8% 38,2% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Guðjón A. Kristjánsson: Ekkert um skattalækkanir ALÞINGI Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagðist á Alþingi í gær fagna kjara- samningi Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins við Samtök at- vinnulífsins til næstu fjögurra ára. „Það eru miklar líkur til þess að þetta frumkvæði launþega hafi enn og aftur tryggt stöðugleika í land- inu,“ sagði Guðjón og bætti við að sérstök hækkun lágmarkslauna í 100 þúsund krónur væri áfangi á réttri leið. „Það lyftir undir betri afkomu þeirra sem verst eru settir. Sömu- leiðis eru auknar eingreiðslur í líf- eyrissjóðina merkur áfangi í því að bæta afkomu fólks á efri árum.“ Guðjón Arnar sagði Frjálslynda flokkinn fagna því að ríkisstjórnin kæmi að málum eins og raun ber vitni og taldi mikla ábyrgð því sam- fara að tryggja hér vinnufrið til fjögurra ára. „Ég verð hins vegar að segja að ég sakna þess að ekki skuli vikið að lækkandi raungildi persónuafslátt- arins. Það er í raun og veru ekkert vikið að skattamálunum sem slík- um í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og við höfum eingöngu orð forsæt- isráðherra um það að öll áform rík- isstjórnarflokkanna um skatta- lækkanir muni koma til fram- kvæmda. Við eigum eftir að sjá út- færsluna á þessu,“ sagði Guðjón. ■ Skapa skilyrði til skattalækkunar Útgjöld ríkisins vegna nýrra kjarasamninga á almennum markaði nema um þremur milljörðum á ári. Verði samningarnir mótandi fyrir aðra samninga skapast skilyrði til skattalækkunar segir forsætisráðherra. ALÞINGI „Ríkisstjórnin lítur svo á að þegar allir þeir þættir sem hún lof- ar að beita sér fyrir í tengslum við gerð kjarasamninga eru komnir til framkvæmda, þá verði útgjöld rík- isins á ári hverju milli 2,7 og 2,8 milljarðar króna. Ríkisstjórnin tel- ur verjanlegt að láta slíkar fjárhæð- ir úr ríkissjóði vegna þess að mjög mikilvægt er að samningar séu gerðir til jafn langs tíma eins og nú er gert. Það tryggir áframhaldandi stöðugleika í landinu og kaupmátt- araukningu,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra á Alþingi í gær, þegar hann gerði grein fyrir yfir- lýsingu sem ríkisstjórnin sam- þykkti vegna kjarasamninga. Davíð ræddi ennfremur um þær skattalækkanir sem fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það er mat ríkisstjórnarinnar að með þessum kjarasamningum, ef þeir verða mótandi fyrir aðra kjara- samninga, þá skapist skilyrði til þess að öll áform um skattalækkan- ir nái fram að ganga. Ljóst er að þær muni enn auka við þann kaup- mátt sem þessir kjarasamningar leggja grundvöll fyrir með því að skapa umgjörð stöðugleika og sátta í þjóðfélaginu,“ sagði Davíð. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að hún er reiðubúin að taka upp viðræður við sérstaka líf- eyrisnefnd sem Samtök atvinnulífs- ins og Alþýðusamband Íslands hyggjast koma á fót, um hugsanlega aðkomu stjórnvalda að tilteknum þáttum, sem sú nefnd mun taka til meðferðar, meðal annars að því er varðar verkaskiptingu milli lífeyr- issjóða og almannatrygginga. Til að greiða fyrir kjarasamningum á al- mennum vinnumarkaði mun ríkis- stjórnin einnig beita sér fyrir því að fyrirkomulag varðandi fjármögnun starfsmenntasjóða verkafólks, sem gilt hefur frá árinu 2000, verði framlengt til ársloka 2007. Það þýð- ir að á tímabilinu komi greiðslur frá Atvinnuleysistryggingasjóði til starfsmenntasjóða, í samræmi við fyrirliggjandi tillögur Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasam- bands Íslands og Flóabandalagsins. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að atvinnuleysisbætur verði frá 1. mars 2004 88.767 krónur, hækki um 3% 1. janúar 2005, 2,5% 1. janú- ar 2006 og um 2,25% 1. janúar 2007. Almennt tryggingagjald lækkar um 0,45% frá 1. janúar 2007, gegn því að Samtök atvinnulífsins samþykki að iðgjald atvinnurekenda til sam- eignarlífeyrissjóða verði 8% frá þeim degi. bryndis@frettabladid.is Egilsstaðir: Tveggja stúlkna leitað LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Egilsstöð- um leitaði í gær tveggja stúlkna, fimmtán og sextán ára, sem hurfu aðfaranótt mánudags. Önnur stúlk- an mun hafa látið sig hverfa áður en ekki hin. Lögregla mun meta það síðar hvort óska eigi eftir aðstoð al- mennings við leitina að stúlkunum. Leit lögreglu miðaði að því að skoða þær leiðir sem færar eru úr bænum, það er upp að Kára- hnjúkum, norður í land og út á firði. Lögreglan sagði að ekki væri sér- staklega gert ráð fyrir að þær hefðu farið upp að Kárahnjúkum en sá möguleiki væri skoðaður líkt og aðr- ir. ■ Í Héraðsdómi Reykjavíkur: Fékk hrossið bætt DÓMSMÁL Eigandi ökutækis, sem ekið var á hest árið 2002, og Vá- tryggingafélag Íslands, voru dæmd til að greiða eiganda hests 800 þúsund krónur, auk málsvarn- arlauna. Ekið var á hestinn þegar verið var að reka hross aftur í girðingu eftir að þeim hafði verið sleppt út af mannavöldum. Tveir bílar voru notaðir við reksturinn og voru báðir með viðvörunarljós. Þegar þriðji bíllinn nálgaðist án þess að hægja ferðina hófu ökumenn bíl- anna, sem stóðu að því að reka hestana, að blikka aðalljósunum til að fá ökumann þriðja bílsins til að draga úr hraðanum en án árangurs. Ekið var á eitt hross- anna sem drapst af áverkum. Dómnum þótti ekkert hafa komið fram í málinu sem sýnir að þeir sem ráku hrossin hafi verið með- valdir að tjóninu hvorki af gáleysi né ásetningi. ■ ÍFréttablaðinu í gær birtist röngmynd í umfjöllun um siglinga- vernd. Birt var mynd af Óskari Inga Sigmundssyni, verkefnis- stjóra hjá Siglingastofnun Ís- lands, þar sem átti að birtast mynd af Sigurði Áss Grétarssyni, forstöðumanni hjá stofnuninni. Beðist er velvirðingar á þessu. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri grænna segir það fagnað- arefni að náðst hafi kjarasamningar á almennum markaði, en hann segir sumt í samningunum á hógværum nótum. Steingrímur J. Sigfússon: Hlutur ríkisins rýr ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir það ánægjuefni að náðst hafi kjarasamningar á almennum markaði og að ríkið hafi framlengt þátttöku sína í starfsmenntasjóð- um í gegnum atvinnuleysistrygg- ingasjóð. „Ég fagna sérstaklega styrk- ingu á lífeyrissjóðakerfinu, í formi aukinna iðgjaldagreiðslna inn í sjóðina í áföngum á næstu árum,“ sagði Steingrímur. Hann sagði hækkun atvinnu- leysisbóta sjálfsagða og löngu tímabæra. „Það vekur að vísu athygli að hlutur ríkisins í pakkanum þegar upp er staðið er minni en menn reiknuðu með og það er augljóst mál að verkalýðshreyfingin hefur gefið verulega eftir í þeim efnum.“ Steingrímur gagnrýndi að ekki skyldi hafa verið minnst á skatta- lækkunaráform ríkisstjórnarinnar öðruvísi en í framhjáhlaupi. Hann benti einnig á að hugmyndir hefðu verið uppi um mun meiri þátttöku hins opinbera um að styrkja lífeyr- issjóðina og létta til dæmis af bein- greiðslu örorkulífeyris. „Hér er verið að semja á mjög hógværum nótum, í trausti þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans haldi næstu fjögur árin og að verð- lag hreyfist nánast ekkert,“ sagði Steingrímur. ■ S24 er sjálfstæð rekstrareining innan Sparisjóðs Hafnarfjarðar Viltu minnka greiðslub yrðina? Sæktu um... WWW.s24.is Sími 533 2424 – Kringlan E in n t v e ir o g þ r ír 3 12 .0 16 Lán til al lt að 15 á ra • Betri vex tir • Lægra lá ntökugjald • Allt að 8 0% veðhlu tfall Össur Skarphéðinsson: Fagnar samningum en gagnrýnir atvinnuleysi ALÞINGI Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að flokkurinn styddi þá yfir- lýsingu sem ríkisstjórnin hefði gefið aðilum vinnumarkaðarins og að stjórnin hefði gert rétt í því að liðka til með þessum hætti, svo hægt yrði að ljúka gerð kjara- samninga farsællega. „Samfylkingin mun fyrir sitt leyti greiða fyrir því að þær breytingar, sem þurfa að fara í gegnum þingið, gangi hratt fyrir sig. Við höfum lýst því yfir að það skipti miklu máli að ná kjara- samningum til langs tíma. Kjara- samningar eru forsenda stöðug- leika, stöðugleiki er forsenda vaxtar og við þurfum á vexti að halda,“ sagði Össur. Hann sagði það gleðiefni að þeir sem hefðu lægstu launin fengju mesta hækkun og hækk- uðu strax upp í 100 þúsund krón- ur, en hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir að bæta ekki atvinnustigið í landinu. Atvinnuleysi væri að aukast fremur en hitt. „Við teljum hækkun atvinnu- leysisbóta upp í tæplega 89 þús- und krónur alltof lága. Það getur enginn dregið fram lífið með þeirri upphæð með mannsæm- andi hætti. Það er nauðsynlegt að berjast fyrir því að þessi upphæð hækki,“ sagði Össur. ■ GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Á Alþingi í gær sagðist formaður Frjáls- lynda flokksins fagna aðkomu ríkisstjórnar- innar að nýgerðum kjarasamningum. Hann gagnrýnir hins vegar að ekkert skuli vikið að skattalækkunum sem slíkum í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar vegna samninganna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ Leiðrétting ■ Lögreglufréttir ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Formaður Samfylkingarinnar sagði það gleðiefni að þeir sem hefðu lægstu launin fengju mesta hækkun, en hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir að bæta ekki atvinnustigið í landinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA DAVÍÐ ODDSSON Forsætisráðherra segir að útgjöld ríkisins vegna kjarasamninganna verði á milli 2,7 og 2,8 milljarðar króna á ári. FISKIKER FAUK Háseti slasaðist minniháttar þegar tómt fiskiker tókst á loft í roki og fauk á hann. Hásetinn var við vinnu í netabát í höfninni í Grundafirði þegar stæða með tómum fiskikerum fauk í sterkri vindhviðu. Sauma þurfti manninn nokkur spor í höf- uðið en hann fékk að fara heim að því loknu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.