Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 19
19ÞRIÐJUDAGUR 9. mars 2004 Ég luma á mjög góðu sparnað-artrixi, sem er að koma sem minnst nálægt fjármálunum og treysta konuna í staðinn 100 prósent,“ segir Þorsteinn Guð- mundsson leikari. Þannig er það í mínu lífi, konan er peningahöfuð fjölskyldunnar og millifærir af reikningnum mínum. Ef ég ætla að eyða einhverjum peningum verð ég fyrst að spyrja hana hvort ég eigi fyrir því og ef hún segir nei, þýðir það nei.“ Annars segir Þorsteinn að þau hjón reyni að spara og versla ódýrt, því þau eru með þrjú börn á heimilinu. „Það gengur hrikalega að ná endum saman og það háir okkur auðvitað hvað ég er með óreglu- legar tekjur. Það gerir okkur erfitt fyrir að skipuleggja fram í tímann. En þetta hefur slampast hingað til undir öruggri stjórn Elísabetar Önnu.“ ■ Sparnaðartrix: Konan sjái um fjármálin FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M ÞORSTEINN GUÐ- MUNDSSON LEIKARI Lýtur öruggri stjórn eig- inkonunnar þegar kem- ur að fjármálunum. Frábær sími með myndavél og endalausum möguleikum. Góður enn betri 5.980 Léttkaupsútborgun Sony Ericsson T630 og 2.000 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 29.980 kr. Sony Ericsson T630 • Innbyggð myndavél. • Þriggjabanda. – 900/1800/1900 GSM • 92,5 gr. • GPRS. • 65000 lita TFT skjár -128 x 160 punktar. • MMS. • Pólý tónar. • 2MB af geymslurými. • Bluetooth og innrautt tengi. • Leikir. • Reiknivél, vekjaraklukka, skeiðklukka og niðurteljari. Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 5 7 6 8Í BANKA Greiðsluþjónusta fækkar bankaferðum til muna. Greiðsluþjónusta: Minni áhyggjur Allir bankar og sparisjóðirbjóða viðskiptavinum sínum upp á greiðsluþjónustu. Í henni felst að ársútgjöldunum er dreift jafnt á alla mánuði ársins. Þannig verða ekki sumir mánuð- ir þungir og aðrir léttir í heimil- isbókhaldinu. Viðskiptavinurinn greiðir sömu upphæð í hverjum mánuði inn á reikning og bank- inn sér um að greiða reikning- ana. Allir reikningar eru þá greiddir á réttum tíma þannig að dráttarvextir ættu að heyra sögunni til. Til þess að skrá sig í greiðslu- þjónustu þarf að koma með alla reikninga sem eiga að vera í þjónustunni til þjónustufulltrúa í viðskiptabankann. Á reikningunum er greiðsluáætl- unin byggð sem liggur svo til grundvallar upphæð sem milli- færð er mánaðarlega af launa- reikningnum. ■ Nokkuð virðist skilaréttur ávörum vera á reiki og ekki ríkir samræmi milli verslana um þessi mál. Í lögum nr. 50/2000 um lausa- fjárkaup er meginregla kaupréttar- ins sú að almennur skilaréttur er ekki fyrir hendi við kaup á vöru. Margar verslanir hafa þó veitt við- skiptavinum sínum meiri rétt til þess að skila vörum. Þess vegna hefur iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið gert verklagsreglur um skilarétt, gjafabréf og inneign- arnótur í verslunum. Meginatriði verklagsreglnanna eru að réttur til að skila ógallaðri vöru sé að minnsta kosti 14 dagar frá afhendingu, að vörur sem merktar eru með gjafamerki geri kassakvittun óþarfa við skil, að inn- eignarnótur skuli miðast við upp- haflegt verð vöru, að gjafabréf og i n n e i g n a r - nótur gildi í allt að fjögur ár frá útgáfu- degi og að s k i l a r é t t u r taki ekki til út- söluvöru. Á heima- síðu Neyt- endasamtak- anna, neyt- endasamtok- in.is, er að finna lista yfir verslanir sem hafa tilkynnt samtökunum að þær noti skilaréttarreglurnar. Skilafrestur í sumum þeirra versl- ana er 30 dagar. ■ Skilaréttur á vörum: Sums staðar 30 dagar LAUGAVEGUR Mismunandi venjur eru í gildi um skilarétt á vörum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.