Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 9. mars 2004 Fréttiraf fólki Tryggvabraut 22. 600 Akureyri. Sími 461 4970 E-mail einurd@strik.is Opnunartími: Mán.- fös. kl. 13-18 1. Laugardag hvers mánaðar kl. 10-14 EINURÐ NOTAÐ OG NÝTT. Það er lífstíll að kaupa notað!!B rad Shorten, 33 ára verkamaður í Ástralíu, mun líklegast vera varkárari með naglabyssur í fram- tíðinni. Ástæðan er sú að hann skaut sig óvart í hausinn með naglabyssu á dögunum. Naglinn var 3,2 sentí- metrar á lengd og skaust inn í heila hans eftir að hann tók í gikkinn. „Ég og félagar mínir vorum að tala um vinnuslys og að rústa á sér augunum með naglabyssu,“ sagði Shorten í blaðaviðtali. „Í heimsku minni setti ég byssuna upp að gagn- auganu og tók í gikkinn.“ Búið var að slökkva á þrýstitanknum en nægilega mikill þrýstingur var þó eftir til þess að skjóta síðasta naglanum út úr byss- unni og inn í höfuðkúpu hans. Það tók lækna fjórar klukku- stundir að ná naglanum úr höfði Shorten. Ótrúlegt en satt þá búast læknarnir við því að hann nái full- um bata. ■ Skaut nagla í heilann á sér Bílstjóri limósíu DustinsHoffman keyrði niður 56 ára vegfaranda í Róm þegar hann var að flytja leikarann á hót- el eftir að hann hafði verið gest- ur á tónleika- hátíð. Hoffman komst í fréttirn- ar og var auð- vitað gerður að sögumiðju atviksins. Vegfarandinn meiddist aðeins lítillega og er málið nú í rannsókn lögreglu. Rokkarinn David Crosby varhandtekinn á sunnudaginn eftir að maríjúana, ólöglegt skot- vopn og hnífar fundust í tösku hans. Tónlistar- maðurinn, sem stofnaði hljóm- sveitirnar The Byrds og Crosby, Still, Nash & Young, gleymdi tösku sinni í and- dyri hótelsins sem hann gisti á. Afgreiðslumaður á staðnum neyddist til þess að opna töskuna í von um að komast að því hver eigandi hennar væri. Það kom í ljós, auk innihaldsins ólöglega. Crosby hefur áður verið dæmdur fyrir að eiga eiturlyf og sat hann inni í eitt ár árið 1985. Nú gæti hann endað í sjö ár bak við lás og slá, aðallega vegna byssunnar sem fannst í töskunni. Stöllurnar Sarah Jessica Parkerog Kim Cattrall eru víst búnar að heimta svo há laun fyrir að endurtaka hlutverk sitt í kvik- mynd eftir þáttunum Sex and the City að óttast er um framtíð myndarinnar. Þær vilja fá rúm- lega 14 milljónir dollara hvor sem þykir aðeins of mikið. Kvik- myndaverið vill víst borga þeim níu milljónum dollara minna á haus þannig að verkefnið er í bið, eins og er. THE OSBOURNE Hér sést Jack Osbourne slappa af undir pálmatrjám og bláum himni á Kahala strönd á Havaí. Hann er staddur þar ásamt fjölskyldu sinni í fríi en tökulið MTV fylgdi fjölskyldunni við upptökur á nýrri þáttaröð The Osbournes. Skrýtnafréttin ■ Ástralskur maður rétt lifði af eftir að hafa skotið sjálfan sig með naglabyssu í hausinn. NAGLABYSSA Negli þig næst?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.