Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 17
17ÞRIÐJUDAGUR 9. mars 2004 Það var nokkuð um óvænt úrslití fyrstu umferð Reykjavíkur- skákmótsins, sem lauk í Ráðhúsi Reykjavíkur, seint á sunnudags- kvöld. Þannig gerði Sigurður Páll Steindórsson, sem er með 2.218 ELO-stig, sér lítið fyrir og sigraði þýska stórmeistarann Roland Schmaltz, sem er með 2.527 stig. Jón Garðar Viðarsson (2.333) gerði jafntefli við pólska stór- meistarann Michal Krasenkow (2.609) og norska undrabarnið, Magnus Carlsen (2.484), sem er aðeins 13 ára, sigraði Halldór Brynjar Halldórsson (2.159). Önnur úrslit voru meira í takt við stigafjölda skákmanna en þannig sigraði Regina Pokorna (2.390) Jóhann Helga Sigurðsson (2.002), Ian Rogers ( 2.582) lagði Róbert Harðarson (2.307), Jan H Timman (2.578) sigraði Ingvar Þór Jóhannesson (2.302) og Jan Votava (2.505) sigraði Júlíus Friðjónsson ( 2.176). Helgi Ólafsson (2.504) hafði betur gegn Kjartani Maack (2.176), Luis Galego (2.479) sigr- aði Erling Þorsteinsson (2.138), Þröstur Þórhallsson (2.459) hafði betur gegn Hörpu Ingólfs- dóttur (2.051) og Hannes Hlífar Stefánsson (2.572) og Sigurður Sigfússon (2.285) skyldu jafnir. Sex skákmenn, sem hafa yfir 2.600 skákstig, taka þátt í mótinu. Stigahæstur er Rússinn Alexeí Dreev sem er með 2.682 stig. ■ Skák REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ ■ hófst á sunnudaginn og fyrstu umferð lauk með nokkrum óvæntum úrslitum. MICKEY SPILLANE Þessi harðsoðni rithöfundur og skapari einkaspæjarans Mike Hammer fæddist á þessum degi árið 1918. Biblían er án efa merkasta bók allra tíma. Hún varð til á u.þ.b. 1500 árum og er til á flestum heimilum. Hún hefur orðið þúsundum til mikillar blessunar. Í þetta sinn munum við leita svara hennar á framvindu sögu Evrópu, Bandaríkjanna, samkirkjuhreyfingar- innar og endurkomu Jesú Krists. Einnig mun leitað svara hennar við ótrúlegum atburðum líðandi stundar og framtíðarinnar. 5 fyrirlestrar verða haldnir um þessi efni á miðvikudögum kl. 20:00 í Loftsalnum að Hólshrauni 3 (við Fjarðarkaup) HAFNARFIRÐI. Fyrsti fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 10. mars og sá síðasti miðvikudaginn 7. apríl. Björgvin Snorrason, guðfræðingur og kirkjusagnfræðingur flytur fyrirlestrana. Námskeiðin er öllum opið og ókeypis. Biblíunámskeið Tími endurkomu Jesú Krists er í nánd REGINA POKORNA Er einn fjölmargra skákmanna sem taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu í Ráðhúsinu. Hún sigraði í sinni fyrstu skák á mótinu. Óvænt úrslit í Ráðhúsi 9. mars Miðasala á sýningu dansarans ogkvennagullsins Joaquin Cortés í Laugardalshöll hefst í dag. Sýn- ingin ber nafnið Live og hefur gengið vel víðs vegar um heim und- anfarin ár. Með Cortés mætir hing- að 35 manna fylgdarlið söngvara og hljóðfæraleikara og þarf að smíða nýtt svið undir sýninguna í Laugar- dalshöll. Cortés segir sýningu sína vera 24 ára dansferill hans í hnotskurn og hefur hún verið sýnd 300 sinnum um heim allan. Cortés er krossfari Flamenco-dansins og hefur sett sér það takmark að færa dansinn inn í 21. öldina. Miðasala fer fram á vefnum midi.is, í verslunum Og Vodafone í Kringlunni og Smáralind. Salan hefst klukkan 10 og kosta miðarnir 4.900 krónur á bekkjum, 6.900 í stúku og 9.900 á gólfi. Eingöngu er selt í sæti og eru miðar númeraðir. ■ JOAQUIN CORTÉS Er þekktur fyrir að nota hendurnar mikið í dansi. Fyrrum ástkonur hans Naomi Campbell, Madonna og Mira Sorvino vita svo hvernig hann notar hendurnar heima hjá sér. Miðasala á Cortés hafin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.