Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.03.2004, Blaðsíða 12
12 9. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR ÓEIRÐIR Í KARACHI Pakistanskur drengur kastar hylki með táragasi aftur í lögregluna í óeirðum í borginni Karachi. Fjöldi manns safnaðist saman á götum Karachi til að fordæma morðið á þingmanninum Abdullah Murad sem skotinn var til bana 6.mars. Greiningardeildir um samninga: Launahækkanir umfram framleiðniaukningu KJARASAMNINGAR Greiningardeildir bankanna telja að launahækkanir sem samið hefur verið um í kjara- samningunum séu hærri en gerist í nágrannalöndunum. Greiningar- deild Íslandsbanka segir að launa- hækkunin feli í sér hækkun sem sé töluvert umfram það sem framleiðnivöxtur í innlendu efna- hagslífi bjóði upp á, á næstu miss- erum. KB banki segir að með undir- skrift hafi Samtök atvinnulífsins „játast undir sterka kröfu um hag- ræðingu á næstu 4 árum, en allar launahækkanir umfram fram- leiðniaukningu munu vitaskuld koma fram í verðlagi.“ Landsbankinn telur ólíklegt að launaskrið umfram umsamdar hækkanir verði jafnmikið á samn- ingstímabilinu eins og verið hafi á síðasta samningstímabili og nefn- ir vaxandi hlutdeild erlends vinnuafls sem ástæðu þess. Greiningardeildirnar nefna all- ar hættu á verðbólgu í kjölfar samninganna en aðgerðum í líf- eyrismálum er veittur sérstakur gaumur og segja KB banki og Landsbankinn þetta muni hafa í för með sér aukinn þjóðhagslegan sparnað. Þetta segir KB banki geta skapað þrýsting til lækkunar vaxta. ■ Landsbankinn stöðvaði kjölfestusölu í SH Búið var að ganga frá samkomulagi um kaup fjárfesta undir forystu Róberts Guðfinnssonar um kaup á þriðjungshlut í SH. Landsbankinn vildi lengri tíma. Íslandsbanki missti þolinmæðina og seldi sinn hlut í SH til SÍF. VIÐSKIPTI Íslandsbanki missti þol- inmæðina og seldi 23 prósenta hlut sinn í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna til SÍF eftir að Landsbankinn stöðvaði sam- komulag sem búið var að gera við fjárfesta um kaup á þriðj- ungshlut í SH. Stærstu hluthaf- ar SH voru auk Ís landsbanka, Straumur fjár- festingarbanki, Landsbankinn og Burðarás. Á f i m m t u d a g s - kvöld var gengið frá samkomulagi um aðkomu nokkurra fjár- festa að félaginu undir forystu Róberts Guð- f i n n s s o n a r , s t j ó r n a r f o r - manns SH. Á laugardag bakk- aði Landsbank- inn út úr sam- komulaginu. Ís- landsbanki tók þá ákvörðun um að selja bréfin til SÍF. Aðrir sem komu að fjárfest- ingunni ásamt Róbert voru sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins; Sindri Sindrason, Gunnlaugur Sævar Jónsson og Baldur Guðna- son, allt stjórnarmenn í Eimskipa- félaginu og Burðarási. Banka- ráðsmenn undir forystu Björgólfs Guðmundssonar höfðu efasemdir um þessa ráðstöfun og vildu ekki staðfesta samkomulagið á laugar- dag. Róbert Guðfinnsson segir að þegar ljóst var að ekki tækist að koma saman hópi langtímafjár- festa fyrir aðalfund hafi hann til- kynnt Íslandsbanka og Straumi að hann myndi snúa sér að öðrum verkefnum. Samkvæmt heimildum taldi Björgólfur og Landsbankinn að hugmyndir fjórmenninganna færu ekki saman við framtíðar- sýn bankans um fyrirtækin. Sam- kvæmt heimildum er talið að nýir eigendur SH hafi haft hugmyndir um að selja SH í bútum. Vilji eig- enda Landsbankans mun beinast að sameiningu við erlend félög á grundvelli styrks íslensku fyrir- tækjanna. Lengi hefur verið rætt um möguleika á sameiningu félag- anna, en þreifingar farið út um þúfur. Ólafur Ólafsson, stjórnar- formaður SÍF, tók harða afstöðu gegn sameiningu í haust þegar Ís- landsbanki og Landsbanki vildu sameina félögin. „Ég var ósam- mála aðferðinni, en yfirlýst stefna okkar hefur alltaf verið um sam- vinnu félaganna.“ segir Ólafur. Hann segir kaupin fyrst og fremst lúta að möguleikum á að nýta bet- ur fjárbindingu félaganna á er- lendum mörkuðum. Eftir kaupin er SÍF í sterkari stöðu en áður við hugsanlega sam- einingu. Afkoma SH hefur verið mun betri en SÍF undanfarin ár. Vilji stærstu hluthafa SH er að sameina félögin og eyða óvissu um framtíðarskipulag þeirra. Í framhaldinu hefur Landsbankinn áhuga á að stýra frekari útrás með sameiningu við erlend sölu- samtök. haflidi@frettabladid.is Mikil þátttaka: Átta í úrslit TÓNLIST Nokkuð á annað hundrað áhugasamar og efnilegar söngkonur mættu í gær á Hótel Nordica í áheyrnarpróf og sungu fyrir dóm- nefnd fagfólks í tónlist, sem starfar á vegum tónleikafyrirtækisins Concert ehf. Síðdegis voru línur mjög farnar að skýrast; aðeins átta stúlkur voru eftir og komnar í úrslit. Bíður dómnefndar nú það erfiða hlutverk að sía enn frekar úr þeim hópi, þar sem afar hæfileikaríkar söngkonur er að finna. Aðeins þrjár til fjórar þeirra komast áfram og verða þær þátttakendur í ýmsum tónlistarverkefnum sem Concert ehf. stendur að á næstu mánuðum. Má þar nefna útgáfu á geisladiski, dansleiki og tónleikahald ýmiskon- ar. ■ Stækkun Evrópusam- bandsins: Hert eftirlit á landamærum BRUSSEL, AP Áttatíu prósent Evr- ópubúa vilja að eftirlit á landa- mærum verði hert samfara stækkun Evrópusambandsins, ef marka má nýja könnun. Mikill meirihluti aðspurðra sagðist vilja að gripið yrði til að- gerða til að koma í veg fyrir straum ólöglegra innflytjenda inn í Evrópusambandslöndin. Tölu- verður munur var á milli ein- stakra landa. Í Grikklandi og Ítal- íu voru 89% aðspurðra fylgjandi því að eftirlit yrði aukið við landa- mærin en í Svíþjóð var hlutfallið aðeins 65%. Þrátt fyrir þessar nið- urstöður er meirihluti Evrópubúa hlynntur því að fá erlent vinnuafl inn í álfuna. ■ Frændur Grétars Sigurðarsonar: Hittu Jónas og Tomas fyrir tilviljun LÍKFUNDUR „Okkur fannst þetta sérkennileg tilviljun en eftir að hafa rannsakað það og skoðað þá er það enginn vafi í okkar huga að þetta var bara tilviljun og að þeir komi hvergi nálægt þessu máli,“ segir Arnar Jensson, hjá ríkislög- reglustjóra, um tvo frændur Grét- ars Sigurðarsonar sem höfðu ver- ið í einhverju samfloti með þeim Jónasi Inga Ragnarssyni og Tom- as Malakauskas auk þess sem þeir voru veðurtepptir á sama stað í tvo sólarhringa. Arnar segir að tilviljunin, hafi því miður, haft í för með sér óþægindi fyrir frændur Grétars og fjölskyldur þeirra. Arnar segir það rétt að Grétar hafi sent beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hann óskaði eftir að fá að skipta um lögmann og fá Brynjar Níelsson í stað Ólafs Ragnarssonar. „Hann dró beiðnina til baka og hætti við að skipta um lögmann,“ segir Arnar. Hann segir að hann geti ekki svar- að til um hvers vegna Grétar hafi skipt um skoðun, Grétar verði að svara því sjálfur. ■ Gjaldþrot Ferskra afurða: Kröfur nema 325 milljónum VIÐSKIPTI Alls hefur kröfum upp á ríflega 325 milljónir króna verið lýst í þrotabú Ferskra af- urða ehf. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabúið rann út á sunnudaginn. Félagið var lýst gjaldþrota í Héraðsdómi Norð- urlands vestra 18. nóvember síðastliðinn. Ekki er talið líklegt að nokk- uð fáist upp á almennar kröfur sem nema ríflega 176 milljónum króna. Skiptafundur verður 15. mars. KPMG endurskoðun hf. mun innan skamms ljúka rannsókn á bókhaldi og rekstri félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá skiptastjóra. Tilgangur rannsóknarinnar er að ganga úr skugga um hvort og hversu mik- ið af kjötafurðum var selt fram hjá afurðalánum KB banka. ■ ARISTIDE Landflótta forseti Haítí situr við hlið eigin- konu sinnar Mildred á blaðamannafundi í Bangui. Jean-Bertrand Aristide: Segist enn vera forseti Haítí MIÐ-AFRÍKULÝÐVELDIÐ, AP Jean- Bertrand Aristide segist enn vera forseti Haítí og hvetur landa sína til að halda upp frið- samlegu andófi gegn uppreisn- armönnum. Aristide hélt blaðamanna- fund í Mið-Afríkulýðveldinu í gær, í fyrsta sinn síðan hann flúði frá Haítí 28.febrúar. „Ég er lýðræðislega kjörinn forseti og verð það áfram,“ sagði Aristide. Hann hélt því fram að land sitt hefði verið hernumið og kallaði uppreisnarmennina „eiturlyfja- sala og hryðjuverkamenn“. Aristide heldur til í íbúð í for- setahöllinni í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins, en óvíst er hvort hann ætlar sér að setj- ast að í landinu. ■ ÓTTAST OF MIKLAR HÆKKANIR Greiningardeildir bankanna segja kostnað- araukningu atvinnurekenda vera meiri en í nágrannalöndunum vegna kjarasamning- anna. Þetta muni valda auknu atvinnuleysi eða verðbólgu. GRÉTAR SIGURÐARSON Frændur Grétars eru ekki grunaðir um aðild að málinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI RÓBERT GUÐ- FINNSSON Vildi fá langtíma- fjárfesta að félaginu og móta framtíð þess. ÓLAFUR ÓLAFS- SON Sá sér leik á borði í að styrkja stöðu SÍF gagnvart SH. BANKARÁÐ VILDI BÍÐA Búið var að ganga frá samkomulagi um sölu á kjölfestuhlut í SH þegar forysta Landsbankans stöðvaði framvinduna. Björgólfur vildi bíða. Íslandsbanki seldi sín bréf til SÍF. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.