Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 24 Sjónvarp 28 MIÐVIKUDAGUR ÚRVALSDEILDIN Í HANDBOLTA Heil umferð fer fram í úrvalsdeild RE/MAX í handbolta karla í kvöld. ÍR og Fram eigast við í Austurbergi, HK og Haukar leika í Digranesi, KA tekur á móti Stjörnunni í KA-heimilinu á Akureyri og loks mætast Grótta-KR og Valur á Sel- tjarnarnesi. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG LÆGIR SÍÐDEGIS Í BORGINNI en aðeins tímabundið því það hvessir aftur í nótt. Áfram skaplegra veður á Norðaust- urlandi. Hlýtt í veðri og vætusamt sunnan- og vestanlands. Sjá síðu 6. 10. mars 2004 – 69. tölublað – 4. árgangur ● hádegistónleikar í norræna húsinu Kristinn og Helga: ▲ SÍÐA 27 Spila á víólu og gítar ● mættur til leiks á dv Friðrik Þór Guðmundsson: ▲ SÍÐA 16 Gott að vera á umdeildu blaði ● notar tímann vel og spyr oft Jón Kr. Óskarsson: ▲ SÍÐA 30 Hress ellilífeyris- þegi á þingi ● nám fyrir starfsfólk fjármálafyrirtækja Guðrún Stella Gissurardóttir: ▲ SÍÐUR 18-19 Spennandi í fjarnámi RÁÐHERRATAL Bók um forsætisráð- herra Íslands verður gefin út á kostnað rík- isins á brottfarardegi Davíðs Oddssonar úr forsætisráðherrastóli. Kostnaðaráætlun hef- ur ekki verið gerð. Sjá síðu 2 OFFITUAÐGERÐIR Um 300 manns bíða nú eftir að komast í atferlismeðferð á Reykjalundi, til að geta gengist undir offitu- aðgerð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Eftirspurn hefur stigvaxið, enda þjóðin feit- ari en áður. Sjá síðu 4 SLIPPASVÆÐIÐ Tillaga hefur verið kynnt borgaryfirvöldum um að byggja Mýr- argötu-slippasvæðið í Reykjavík upp í áföngum. Svæðið á að verða líflegt og fýsi- legt fyrir fólk og fyrirtæki. Sjá síðu 6 ÍBÚÐALÁN Ríkisstjórnin samþykkti í gær að félagsmálaráðherra leggi fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lánakerfi Íbúða- lánasjóðs. Breytingarnar fela í sér að húsbréfakerfið verður aflagt 1. júlí í sumar en í stað þess komi bein lán til íbúðakaup- enda. „Í stað þess að Íbúðalánasjóð- ur gefi út tvær tegundir verð- bréfa eins og verið hefur, þ.e. húsbréf og húsnæðisbréf, gefur sjóðurinn einungis út eina teg- und verðbréfa, íbúðabréf eftir 1. júlí. Markmiðið er að tryggja hagkvæmari húsnæðislán. „Við breytum eðli og uppbyggingu bréfanna. Við lögum þau að því sem gerist á alþjóðlegum fjár- málamarkaði. Þar með ætti eft- irspurnin að aukast sem aftur ætti að þýða lægri vexti,“ sagði Árni Magnússon, félagsmálaráð- herra. Hagur lántakenda á með öðr- um orðum að vænkast, bæði með lægri fjármögnunarkostn- aði og minni áhættu í tengslum við fasteignaviðskipti. Eftir 1. júlí verða íbúðalán greidd út í peningum og áhrif affalla við sölu verðbréfa verða þar með úr sögunni. Íbúðabréfin verða verð- tryggð jafngreiðslubréf með fjór- um endurgreiðslum á ári og bera vexti í samræmi við ávöxtunar- kröfu hverju sinni. Eftir sem áður geta lántakendur íbúðabréfa dreift greiðslum jafnt á tólf mán- uði í gegnum greiðsluþjónustu viðskiptabankanna. „Vextir húsbréfa hafa verið gólfið í vöxtum hér innanlands þannig að ef vextir íbúðabréfanna lækka, er mjög sennilegt að það leiði til almennrar vaxtalækkunar í landinu,“ sagði Árni. ■ nám o.fl. STRAND Hætt var við að reyna að ná Baldvini Þorsteinssyni EA af strandstað í gærkvöld. Skipið strandaði við Meðallandssand um sex kílómetra norðaustur af Skarðsfjöruvita aðfaranótt þriðju- dags eftir að hafa fest nót í skrúfu og misst afl. TF-Líf, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, bjargaði sextán manna áhöfn skipsins laust fyrir klukk- an sjö í gærmorg- un. Þá hafði tveimur loðnu- skipum mistekist að draga Baldvin á flot, þar sem dráttartaug slitnaði. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sem á Bald- vin, sagði í gærkvöld að ef allt gengi að óskum yrði hafist handa við að bjarga skipinu strax fyrir hádegi. „Ég var í sambandi við áhöfnina og Landhelgisgæsluna þegar skip- ið var byrjað að reka upp í fjöru,“ sagði Þorsteinn. „Þetta var erfiður tími en það sem skiptir mestu máli er að áhöfnin komst heilu og höldnu um borð í þyrluna. Það var mikill léttir.“ Fréttablaðið náði tali af skip- brotsmönnum á strandstað. Þeir vildu lítið tjá sig og alls ekki undir nafni. „Þetta var óþægileg lífsreynsla en það er allt í lagi með okkur,“ sagði einn skipbrotsmannanna. „Það var mjög ónotalegt þegar skipið fór allt í einu að halla á hlið- ina og brugðið gat til beggja vona. Það var því mjög gott að komast um borð í þyrluna.“ Þorsteinn Már sagði að nú væri verkefnið að koma skipinu aftur á flot. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er mjög tvísýnt hvort það tekst að ná skipinu á flot í dag. Það mun þó skýrast betur þegar líða tekur á daginn. Varðskip Landhelgisgæsl- unnar er skammt utan við strand- staðinn, en þar sem grynningar ná töluvert langt út í sjó kemst skipið ekki nálægt Baldvini. Það þarf rúmlega tveggja kílómetra langa dráttartaug milli Baldvins og varð- skipsins. Um tíma í gærkvöldi var talið að panta þyrfti sérstaka drátt- artaug erlendis frá en ef svo hefði farið hefðu björgunaraðgerðir taf- ist um nokkra daga. Seint í gær- kvöldi sagði Þorsteinn Már að taug hefði fundist hérlendis og að reynt yrði að notast við hana í dag. Þegar reynt verður að ná skip- inu á flot mun þyrla Landhelgis- gæslunnar fara með taugina frá varðskipinu yfir í Baldvin því vegna fjarlægðar er ekki hægt að skjóta henni á milli eins og venju- lega er gert þegar skip strandar. Baldvin Þorsteinsson er gríðar- stórt skip. Um borð í því eru um 2000 tonn af loðnu og því vegur það nú samtals um 5.600 tonn. Mikið afl mun því þurfa til að koma skipinu af strandstað. Sjá nánar bls. 10 og 12. hrs@frettabladid.is trausti@frettabladid.is Breytingar á lánakerfi Íbúðalánasjóðs: Húsbréfakerfið lagt af 1. júlí Bandaríkin: Kerry með forskot KOSNINGAR John Kerry, forseta- frambjóðandi demókrata í Banda- ríkjunum, fengi 52% fylgi ef for- setakosningarnar færu fram núna samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir CNN og USA Today. Repúblikaninn og forsetinn George Bush nýtur 44% fylgis. Þveröfug niðurstaða fékkst í sams- konar könnun í janúar. Þá naut Bush fylgis 55% kjósenda en Kerry 43%. Öldungadeildarþingmaðurinn John Edwards nýtur mests fylgis sem varaforsetaefni demókrata. ■ Aðstæður til björgunar skipsins mjög erfiðar Landhelgisgæslan bjargaði sextán manna áhöfn Baldvins Þorsteinssonar EA í gærmorgun. Mikill léttir segir forstjóri Samherja. Skipbrotsmenn segja þetta hafa verið óþægilega lífsreynslu. ÞYRLA GÆSLUNNAR Á STRANDSTAÐ Baldvin Þorsteinsson EA situr fast við Meðal- landssand. Loðnuskipum tókst ekki ná skipinu á flot í gær. Varðskip Landhelgisgæslunnar mun líklega reyna að ná því á flot í dag. „Það var mjög ónota- legt þegar skipið fór allt í einu að halla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.