Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 2
2 10. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR „Var ég ekki á honum?“ Haraldur Benediktsson, kúabóndi og formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands, var kjörinn formað- ur Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára á Búnaðarþingi í gær. Spurningdagsins Haraldur, ertu þá kominn á spenann? ■ Evrópa Ráðherratal á frá- farardegi Davíðs Bók um forsætisráðherra Íslands verður gefin út á kostnað ríkisins á brottfarardegi Davíðs Oddssonar úr forsætisráðherrastóli, 15. september. Kostnaðaráætlun hefur ekki verið gerð en tilefni verksins er 100 ára afmæli heimastjórnar. FORSÆTISRÁÐHERRAR Gefin verður út á kostnað ríkisins bók um alla forsætisráðherra Íslands, á síð- asta degi Davíðs Oddssonar í forsætisráðherrastóli 15. sept- ember. Bókin mun fjalla um for- sætisráðherra landsins frá upp- hafi og er gefin út í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar, sem var 1. febrúar. Ekki hefur verið gerð kostnaðaráætlun vegna verksins, en að sögn Júlíusar Hafstein, formanns ritnefndar, verður það ekki gert fyrr en búið verður að semja um skrif og ljósmyndir. Afráðið er að gefa bókina út á f r á f a r a r d e g i Davíðs en að sögn Júlíusar lýkur þá síðasti f o r s æ t i s r á ð - herra tímabils- ins störfum. Aðspurður um hvers vegna bókin hafi ekki ver- ið gefin út á afmælisdeginum sjálfum segir Júlíus að ekki hafi gefist nægilegur tími til þess. Kostnaðaráætlun vegna verksins hefur ekki enn verið birt þótt búið sé að semja við hluta höfunda. Ólafur Teitur Guðnason hefur verið ráðinn rit- stjóri verksins og segir hann að unnið sé að því að semja við þá sem leitað hafi verið til. Forsætisráðherrarnir eru 24 talsins og verður hverjum og einum tileinkaður sérstakur kafli. Hver höfundur skrifar einn kafla sem áætlað er að verði á bilinu 8-16 síður, eftir því hve viðkomandi var lengi í emb- ætti. Meðal kaflahöfunda verða Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sem skrifar um Davíð Oddsson, Björn Bjarnason skrifar um Jón Þorláksson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson um Ólaf Jóhannesson. Auk þeirra hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verið nefnd til sög- unnar en ekki fékkst staðfest um hvern hún skrifar. Ritnefndin hefur starfað í mánuð en í henni starfa auk Júl- íusar, Sigurður Líndal, Haraldur Ólafsson, Ingólfur Margeirsson og Jakob F. Ásgeirsson. Tveir þeir síðastnefndu skrifa sinn kaflann hvor. Ekkert hefur verið ákveðið um útgefanda en ekki er útilokað að ríkisstjórnin muni gefa bókina út. Júlíus segir að kostnaður rits- ins verði tekinn úr sjóði sem ætl- að er að standa straum af kostn- aði vegna 100 ára afmælishátíð- ar heimastjórnarinnar. „Við Íslendingar höfum verið ansi slappir að skrifa um okkar forustumenn og finnst mér merkilegt að um suma forsætis- ráðherra landsins er ekkert til,“ sagði Júlíus. Bókin verður að svo komnu eingöngu gefin út á ís- lensku. sda@frettabladid.is Söluhagnaður af Straumi: Á að nýta til frekari sóknar VIÐSKIPTI Íslandsbanki hyggst efla fjárfestingarbankastarfsemi sína í kjölfar sölu á eign sinni í Straumi. Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka, sagði á aðal- fundi bankans að unnið væri að útvíkkun fjárfestingarbanka- starfseminnar. Söluverð hluta- bréfa í Straumi var sjö milljarðar og söluhagnaður bankans var 3,5 milljarðar af viðskiptunum. „Í kjölfar þessarar sölu er rök- rétt að við leggjum aukna áherslu á uppbyggingu, innan samstæðu Íslandsbanka, á starfsemi sam- bærilegri við þá sem Straumur sinnir,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði mikilvægt fyrir bankann að halda áfram að vaxa og nýta sem best þekkingu sína á helstu fagsviðum, svo sem í fisk- iðnaði víða um heim. Hann sagði bankann þurfa að huga að öðrum tækifærum sem í ákveðnum til- vikum kunni að þýða meiri áhættu, en að sama skapi meiri möguleika á ávinningi. „Með öðr- um orðum, það er ekki nóg að hafa sterka stöðu, það þarf að nýta hana til frekari sóknar.“ ■ Frumvarp um framboð og kjör forseta Íslands: Kjörskrá miðuð við þrjár vikur STJÓRNMÁL Björn Bjarnason dóms- málaráðherra kynnti frumvarp um breytingu á lögum um framboð og kjör forseta Íslands á ríkisstjórnar- fundi í gær. Samkvæmt því verður kjörskrá miðuð við þrjár vikur í stað fimm vikna eins og nú er, en fram- boðsfrestur rennur út fimm vikum fyrir kjördag. Með breytingunni gefst þannig betri tími til að útbúa kjörskrárnar og sparast ennfremur kostnaður ef ekki er efnt til kosn- inga. ■ Leyniskyttan John Allen: Dæmdur til dauða VIRGINÍA, AP John Allen Muhammad hefur verið dæmdur til dauða fyrir þátttöku sína í leyniskyttuárásun- um í Washington og nágrenni í októ- ber 2002. Tíu manns létust í árásunum. Muhammad var fundinn sekur um morð af yfirlögðu ráði í nóvember síðastliðnum og mælti kviðdómur- inn með því að hann yrði dæmdur til dauða. Dóm- arinn LeRoy F. Millette Jr. neitaði að verða við beiðni verjenda Muhammads um að þyrma lífi skjólstæðingsins og úrskurðaði að hann skyldi tekinn af lífi 14.október. Aftökunni verður þó að öllum lík- indum frestað til að gefa verjendun- um færi á að áfrýja. Vitorðsmaður Muhammads, Lee Boyd Malvo, hlaut lífstíðardóm. ■ BRESKIR FANGAR SNÚA HEIM Fimm breskir ríkisborgarar, sem höfðu verið í haldi í Guantanamo- herstöðinni á Kúbu, voru framseld- ir í hendur breskra yfirvalda í gær. Mennirnir voru væntanlegir til Bretlands í gærkvöldi. Þeir verða yfirheyrðir af bresku lögreglunni á næstu dögum. Að minnsta kosti fjórir Bretar eru enn í haldi banda- rískra stjórnvalda í Guantanamo og verða þeir að líkindum dregnir fyrir rétt í Bandaríkjunum. LAGT HALD Á 170 KÍLÓ AF HERÓÍNI Tyrkneska lögreglan lagði hald á 170 kílógrömm af heróíni sem flytja átti á markað í Evrópu. Efnið var falið í kælirými flutningabíls sem var stöðvaður skammt frá landamærum Tyrklands og Búlgaríu. Ökumaður bílsins, sem var á leið með grænmeti til Hollands, var handtekinn. Áætlað söluverðmæti heróínsins er um 420 milljónir íslenskra króna. Fjórar hafnir við Faxaflóa sameinaðar um næstu áramót: Flýtir framkvæmdum við Sundabraut HAFNASAMLAG Reykjavíkurhöfn, Akraneshöfn, Grundartangahöfn og Borgarneshöfn verða samein- aðar í eitt fyrirtæki frá og með 1. janúar 2005. Fulltrúar 10 sveitar- félaga skrifuðu í gær undir vilja- yfirlýsingu þessa efnis. Yfirlýs- ingin var gerð í samráði við sam- gönguráðherra, sem lýsir stuðn- ingi við markmið hennar. Reykjavíkurhöfn mun eiga 75% í sameinuðu fyrirtæki, Grundar- tangahöfn 22% og Akraneshöfn 3%. Ætlunin er að efla Grundar- tangahöfn þannig að hún geti tekið við starfsemi sem fyrirhuguð var í Geldinganesi í Reykjavík. Þau áform hafa verið lögð til hliðar. Reykjavíkurhöfn verður þróuð áfram sem fjölbreytt inn- og út- flutningshöfn. Unnið verður að því að bæta aðstöðu og auka viðskipti vegna skemmtiferðaskipa í Reykjavík. Þá verður Akraneshöfn efld sem fiskihöfn. Hafnirnar fjór- ar verða reknar til loka árs 2004 í samræmi við gildandi fjárhagsá- ætlanir. Sveitarfélögin 10 við Faxaflóa sem aðild eiga að nýju hafnasam- lagi ætla ennfremur að stuðla að því að hraðað verði undirbúningi framkvæmda við Sundabraut og vinna að framgangi þess verkefn- is. ■ BJARNI ÁRMANNSSON Forstjóri Íslandsbanka vill efla fjárfestingar- bankastarfsemi bankans eftir söluna á Straumi. Bankinn bókfærir 3,5 milljarða hagnað af sölunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR AL D U R JÓ N AS SO N JOHN ALLEN MUHAMMAD Dæmdur til dauða. GRUNDARTANGAHÖFN Höfnin verður efld svo hún geti tekið við starfsemi sem fyrirhuguð var í Geldinganesi. Hafnarframkvæmdir í Geldinganesi hafa verið lagðar á hilluna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI RÁÐHERRAR ÍSLANDS 1904-2004 OG KAFLAHÖFUNDAR. 1. Hannes Hafstein (1904-1909, 1912-1914) - Ekki vitað 2. Björn Jónsson (1909-1911) - Guðjón Friðriksson 3. Kristján Jónsson (1911-1912) - Ekki vitað 4. Sigurður Eggerz (1914-1915, 1922-1924) - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 5. Einar Arnórsson (1915-1917) - Ekki vitað 6. Jón Magnússon (1917-1922, 1924-1926) - Sigurður Líndal 7. Jón Þorláksson (1926-1927) - Björn Bjarnason 8. Tryggvi Þórhallsson (1927-1932) - Ekki vitað 9 .Ásgeir Ásgeirsson (1932-1934) - Ekki vitað 10. Hermann Jónasson (1934-1942, 1956-1958) - Tryggvi Gíslason 11. Ólafur Thors (1942, 1944-1947, 1949-1950, 1953-1956, 1959-1963) - Jakob F. Ásgeirsson 12. Björn Þórðarson (1942-1944) - Ekki vitað 13. Stefán Jóhann Stefánsson (1947-1949) - Ingólfur Margeirsson 14. Steingrímur Steinþórsson (1950-1953) - Gerður Steinþórsdóttir 15. Emil Jónsson (1958-1959) - Ekki vitað 16. Bjarni Benediktsson (1963-1970) - Guðni Th. Jóhannesson 17. Jóhann Hafstein (1970-1971) - Ekki vitað 18. Ólafur Jóhannesson (1971-1974, 1978-1979) - Hannes Hólmsteinn Gissurarson 19. Geir Hallgrímsson (1974-1978) - Jónína Mikaelsdóttir 20. Benedikt Gröndal (1979-1980) - Ekki vitað 21. Gunnar Thoroddsen (1980-1983) - Ekki vitað 22. Steingrímur Hermannsson(1983-1987, 1988-1991) - Ekki vitað 23. Þorsteinn Pálsson (1987-1988) - Ekki vitað 24. Davíð Oddsson (1991-2004) - Styrmir Gunnarsson „Við Íslend- ingar höfum verið ansi slappir að skrifa um okkar forustu- menn“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.