Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 10. mars 2004 ReykjavíkurhöfnGranda garðu r Mýrargata Vesturgata Undirbúningur að rammaskipulagi Mýrargötu-slippasvæðis er nú að hefjast. Af því tilefni er efnt til kynningar- og samráðsfundar með öllum sem áhuga hafa í BÚR húsinu Grandagarði 8 í dag, miðvikudaginn 10. mars, kl. 17:00. Fundurinn er fyrsti liður í umfangsmiklu samráðsferli vegna skipulagsvinnunnar og verður það kynnt ítarlega á fundinum, ásamt fyrirliggjandi umræðutillögu um skipulag svæðisins þar sem lögð er áhersla á að samtvinna áframhaldandi hafnarstarfsemi annars vegar og vistvænt og vandað borgarumhverfi hins vegar. Ráðgjafarhópur, sem í eru VA arkitektar ehf., Hönnun hf., Landmótun ehf. og Björn Ólafs arkitekt, hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd Reykjavíkurborgar og verða talsmenn hópsins til svara á fundinum, ásamt fulltrúum skipulagsmála í borginni og Reykjavíkurhafnar. Áætluð fundarlok eru kl. 19:00. Rammaskipulag Mýrargötu-slippasvæðis Kynningar- og samráðsfundur VA arkitektar ehf. A T H Y G L I FÓTBOLTI Töluverðar líkur eru á því að Hrefna Jóhannesdóttir, landsliðskona úr KR, skrifi und- ir samning við norsku bikar- meistarana Medkila frá Nardvik. Hrefna fór utan á dögunum og spilaði tvo æfingaleiki með liðinu. Þótt leikirnir hafi tapast 3-0 og 4-1 og Hrefna ekki náð að skora, leist forráðamönnum liðs- ins vel á hana og ákváðu að bjóða henni samning. Gildir hann frá því í apríl fram í nóvember á þessu ári, en tímabilið í Noregi hefst um miðjan aprílmánuð. Hrefnu leist vel á aðstæður í Norður-Noregi þrátt fyrir mik- inn kulda og segir góðar líkur á að hún gangi til liðs við félagið. „Ef ég fer út þá fer ég líklega eftir tvær vikur. Þetta þarf að gerast svolítið hratt af því að þær fara á La Manga í æfinga- búðir í byrjun apríl,“ sagði Hrefna. „Ég þarf að skoða samn- inginn aðeins betur en þetta skýrist á næstu dögum. Þær eiga eftir að tala við KR og félaga- skiptin þurfa að fara fram fyrir 31. mars.“ Hrefna viðurkennir að tíma- bilið gæti orðið erfitt fyrir Med- kila sem komst upp í efstu deild í fyrra. „Þetta verður barátta fyrir þær í öllum leikjum. Þeirra markmið er bara að halda sér uppi.“ Ef Hrefna gengur til liðs við Medkila verður það mikil blóð- taka fyrir Íslandsmeistara KR, enda var hún markahæsti leik- maður deildarinnar síðasta sum- ar með 21 mark í aðeins fjórtán leikjum. ■ United úr leik í meistaradeildinni Fjórir leikir í síðari umferð 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu voru háðir í gær. Manchester United datt út úr keppninni eftir 1-1 jafntefli gegn Porto. FÓTBOLTI Með jafnteflinu datt Manchester United úr leik í 16- liða úrslitum meistaradeildar- innar í fyrsta sinn í átta ár. Sam- anlögð úrslit voru 3-2 fyrir Porto. Miðjumaðurinn snjalli, Paul Scholes, skoraði mark heima- manna eftir hálftíma leik með skallamarki af stuttu færi. Und- ir lok hálfleiksins var síðan lög- legt mark dæmt af Scholes þar sem aðstoðardómarinn taldi hann rangstæðan. Síðari hálf- leikur var tíðindalítill allt þar til Francisco Costinha jafnaði leik- inn á lokamínútum leiksins og kom Porto áfram í keppninni. Markið var klaufalegt fyrir Tim Howard, markvörð United, sem sló boltann beint til Costinha eftir aukaspyrnu af löngu færi. United lék án Roys Keane, sem var í leikbanni, og varnar- mannsins Mikaels Silvestre. Chelsea og Stuttgart gerðu markalaust jafntefli á Stamford Bridge. Úrslitin dugðu Chelsea því liðið vann útileikinn í Þýska- landi með einu marki gegn engu. Eiður Smári Guðjohnen hóf leikinn á varamannabekkn- um en Hernan Crespo byrjaði einn inn á í framlínunni. Deportivo vann Juventus með einu marki gegn engu á Ítalíu. Walter Pandiani skoraði sigurmark Deportivo í fyrri hálfleik og samanlagt vann spænska liðið 2-0 og er komið áfram. Lyon vann Real Sociedad 1-0 í Frakklandi og samanlagt 2-0. Pernambucano Juninho skoraði mark Lyon undir lok leiksins. Þar með er franska liðið komið í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins. ■ MARKADROTTNING Á FÖRUM Hrefna Jóhannesdóttir leikur að öllum líkindum ekki með KR í sumar. Markadrottning Landsbankadeildarinnar,Hrefna Jóhannesdóttir, á förum frá KR: Með samning í höndunum FÖGNUÐUR Costhina (fyrir neðan á myndinni) fagnar marki sínu gegn United á lokamínútum leiksins. ÚRSLIT: Chelsea-Stuttgart 0-0 (samanlagt 1-0) Juventus-Deportivo 0-1(samanlagt 0-2) Lyon-Real Sociedad 1-0 (samanlagt 2-0) Man.Utd-Porto 1-1 (samanlagt 2-3) AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.