Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 16
16 10. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Afmæli Fyrsti dagurinn leggst vel ímig. Hér er feikilega öflug ritstjórn og blaðið er lifandi og umdeilt, það er gott. Það fékk á sig smá brotsjó í upphafi en er nú að ná hylli æ fleiri lesanda sýnist mér,“ segir blaðamaður- inn gamalreyndi Friðrik Þór Guðmundsson sem hóf störf á DV í gær. Friðrik hefur dvalið erlendis undanfarið en hann tók sér frí vorið 2001. Hann hefur stundað blaðamennsku frá árinu 1982 og hefur skipað sér í röð vöskustu rannsóknarblaðamanna lands- ins. Hann tekur nú upp þráðinn á síðum DV. Friðrik hefur gífurlega reynslu og hefur starfað á mörg- um vígstöðum. Þar sem líftími íslenskra blaða hefur hingað til verið mislangur og sameining verið rekstrarlausn litlu blað- anna hefur Friðrik komið víða við líkt og flestir kollegar hans. Hann hóf feril sinn á Alþýðu- blaðinu en fór svo á milli blaða, kom við á Helgapóstinum, Pressunni og Vikublaðinu en þar varð hann ritstjóri. Loks var hann á Degi-Tímanum sem seinna hét Dagur en þegar það blað sameinaðist DV tók Friðrik sér pásu. Hann snýr nú endur- nærður til baka og er sannfærð- ur um góða framtíð DV. „Þessi pása var fín og eitthvað sem ég þurfti á að halda en nú tekur við stritið fyrir brauðinu. Draumur- inn um að verða hippi og spila á gítar og semja ljóð í guðs grænni náttúrunni er úti,“ segir Friðrik og hlær. ■ Magnús Sigurjónsson, Hvammi, Vestur- Eyjafjöllum er 90 ára. Eggert Magnússon, málari og verka- maður, er 89 ára í dag. Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona er 38 ára í dag. Söngvarinn Andy Gibb var lagð-ur inn, til rannsókna, á John Raddcliffe sjúkrahúsið í Oxford mánudaginn 9. mars árið 1988. Hann hafði kvartað yfir kvið- verkjum en veikindi hans voru öllu alvarlegri en einkennin bentu til og daginn eftir lést hann af völdum veirusýkingar í hjarta. Andy var 30 ára þegar hann lést. Andy var litli bróðir hinna vin- sælu Gibb-bræðra, Barry, Robin og Maurice, og það var almennt talið að hann myndi ganga til liðs við bræðurna í hljómsveitinni Bee Gees. Hann sló þó í gegn á eigin forsendum og kom lagi í efstu sæti vinsældalista og var orðin alvöru poppstjarna þegar hann var 19 ára. Stormasamt samband Andys og Victoriu Principal, sem lék Pamelu í Dallas, varð slúðurblöð- um bitastætt en eftir sár sam- bandsslit þeirra leitaði Andy huggunar í fíkniefnum og var í framhaldinu lagður inn á stofnun Betty Ford vegna kókaínneyslu sinnar. Hann lagði fram gjald- þrotabeiðni árið 1987 en þá átti hann eignir að verðmæti 55.000 dollara en skuldaði rúma milljón. Hann tók sig saman í andlitinu og árið 1988 leit út fyrir að hann myndi endurreisa feril sinn. Hann gerði plötusamning við Island Records og átti að hefja upptökur um vorið. Honum entist þó ekki ævin til þess að koma frá sér nýrri plötu. ■ Poppstjarna deyr Tíundi mars hefur sérstakamerkingu í huga Tíbeta um heim allan því þennan dag árið 1959 tóku Tíbetar sig saman og mótmæltu ólögmætu hernámi Kín- verja í Tíbet,“ segir Tsewang Namgyal, ungur Tíbeti, sem búið hefur hér á landi í hálft annað ár. Þúsundir Tíbeta féllu þegar Kínverjar börðu þessa uppreisn niður harðri hendi. Síðan þá hafa Tíbetar minnst þessa dags með því að efna til ýmiss konar viðburða og vekja um leið athygli á mannrétt- indabrotum í Tíbet. „Hingað til hefur ekkert slíkt verið gert hér á landi,“ segir Tsewang. „Þess vegna langar mig til að vekja að minnsta kosti athygli Íslendinga á þessum degi.“ Hann segir ofríki Kínverja í Tíbet birtist með ýmsum hætti. Fjölmargir Kínverjar hafa flutt til Tíbet og þeir eru jafnan skipaðir í allar ráðastöður í landinu. Tíbet- búar hafa því lítið að segja um eig- in mál í sínu landi. „Mér finnst ég bera ábyrgð gagnvart Tíbetum og verði að gera eitthvað til að vekja athygli á mannréttindabrotum í Tíbet. Tíbetar eiga að hafa réttindi eins og annað fólk hér á jörð. Þeir eiga það skilið eins og aðrir.“ Þótt Tsewang sé Tíbeti hefur hann aldrei séð Tíbet. Það á hann sameiginlegt með stórum hluta Tíbeta, sem áratugum saman hafa verið í útlegð frá eigin landi. Flest- ir eru í Nepal, á Indlandi, í Sviss, Kanada og Bandaríkjunum. Foreldar hans flúðu þaðan árið 1959 undan ofríki Kínverja eins og fjölmargir aðrir Tíbetar. „Þau flúðu til Indlands. Þar kynntust þau og þar fæddist ég.“ Tsewang kom hingað fyrst til þess að stunda nám í Háskólanum. Að því búnu fékk hann sér vinnu og hefur ekki ákveðið hversu lengi hann ætlar að dvelja hér. „Kannski verð ég eitt eða tvö ár í viðbót. Kannski lengur. Ég veit það ekki.“ Hann segist hafa komið hingað fyrst til þess að sjá landið, kannski vegna þess að Ísland minni með einhverjum hætti á Tíbet. „Ég hafði heyrt að hér væri friðsælt og að Ísland væri öðru vísi en önnur Evrópulönd. Hér væri líka bæði landslag og veður- far svipað og í Tíbet. Ég hef líka komist að því að íslensku hestarn- ir eru alveg eins og hestarnir í Tíbet.“ ■ Mannréttindi ÞJÓÐARUPPREISN Í TÍBET ■ Þann 10. mars ár hvert minnast Tíbet- ar um heim allan þess þegar almenning- ur í Tíbet gerði uppreisn gegn kínverska hernámsliðinu árið 1959. Hér á landi býr ungur Tíbeti, sem gjarnan vill vekja at- hygli Íslendinga á málstað þjóðar sinnar. 10. mars ■ Þetta gerðist FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Tók sér frí frá blaðamennsku þegar Dagur sameinaðist gamla DV en mætir nú ferskur til leiks. 1876 Alexander Graham Bell, sem fann upp talsímann, á sitt fyrsta símtal þegar hann hringir í aðstoðar- mann sinn í næsta herbergi og segir þessi sögufrægu orð: „Komið hingað, herra Watson, ég þarf á yður að halda“. 1880 Hjálpræðisherinn hefur starfsemi sína í New York. 1935 Adolf Hitler fyrirskipar herkvaðn- ingu í Þýskalandi. 1965 Leikritið The Odd Couple, eftir Neil Simon, er frumsýnt í Plymouth leikhúsinu í New York. Walter Matthau og Art Carney fóru með aðalhlutverkin en Matthau endur- tók síðan rullu sína í samnefndir kvikmynd. 1969 James Earl Ray játar á sig morðið á Martin Luther King. 1971 Bandaríkjaþing samþykkir að veita þeim sem eru orðnir 18 ára og eldri kosningarétt. 1980 Dr. Herman Tarnower, höfundur Scarsdale-megrunarkúrsins, er skotinn til bana. 1985 Sovétleiðtoginn Konstantin Chernenko deyr 73 ára að aldri. 1998 Leikarinn Lloyd Bridges deyr í Los Angeles á 85. aldursári. Anna Katrín Guðmundsdóttir lést föstudaginn 5. mars. Elín Sigríður Sveinsdóttir, Jörundarholti 1a, lést laugardaginn 6. mars. Eggert Sigurmundsson skipstjóri, lést föstudaginn 5. mars. Guðrún Tryggvadóttir frá Þursstöðum, Borgarhreppi, lést föstudaginn 27. febrú- ar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Halla Valgerður Pálsdóttir, Sogavegi 133, Reykjavík, lést föstudaginn 5. mars. Haukur Tryggvason, Sæbóli, Dalvík, lést laugardaginn 6. mars. Jón Jónasson, lést fimmtudaginn 4. mars. Kári Ólfjörð Nývarðsson kennari, Hlíð- arvegi 58, Ólafsfirði, lést laugardaginn 6. mars. Kolbeinn Kristófersson læknir, Garða- torgi 7, Garðabæ, lést laugardaginn 6. mars. Ragnar Halldórsson, Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 22. febrú- ar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. ANDY GIBB ■ litli bróðir hinna vinsælu Bee Gees deyr af völdum sýkingar í hjarta. Hann var 30 ára. 10. mars 1988 ANDY GIBB Var fastagestur á síðum slúðurblaða á meðan hann var á föstu með leikkonunni Victoriu Principal. Þegar sambandið lognaðist út af sökkti hann sér í eiturlyf. MINNT Á MANNRÉTTINDABROT Ungir útlagar frá Tíbet á Indlandi vekja athygli á mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet með því að ganga með þjóðfána sinn. Þau lögðu af stað frá Dharamsala 11. febrúar og voru komin til Nýju Delhi í gær. Í útlegð á Íslandi Tímamót FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON ■ Þessi reyndi blaðamaður er kominn heim eftir dvöl erlendis og er byrjaður aftur í blaðamennskunni, nú á DV. SHARON STONE Þessi ákveðna leikkona er 46 ára í dag. ■ Andlát 13.30 Helga Ágústsdóttir, Lönguhlíð 3, verður jarðsungin frá Áskirkju. 13.30 Júlíana Árnadóttir, hjúkrunar- heimilinu Sóltúni, áður til heimilis á Kleppsvegi 76, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju. 13.30 Tryggvi Jónsson matreiðslumeist- ari, Sóltúni, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Árbæjarkirkju. 14.00 Magga Alda Árnadóttir frá Núpskoti, verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju. ■ Jarðarfarir Gott að vinna á umdeildu blaði Í fyrra... ... sýndi ég Sveinsstykki í Loftkastalan- um. Núna... ... er ég að fara að leika verkið í Gamla bíói. Segir Arnar Jónsson leikari sem frum- sýndi Sveinsstyki í desember í tilefni af 40 ára leikafmæli sínu. Breyttirtímar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.