Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 4
4 10. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR Hvernig líst þér á nýgerða kjara- samninga á almennum markaði? Spurning dagsins í dag: Ertu sátt(ur) við að húsbréfakerfið var lagt niður 1. júlí? Niðurstöður gærdagsins á frett.is 48,3% 51,7% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Bandaríkin Um 300 manns bíða eftir offituaðgerðum Rétt um 300 manns bíða nú eftir að komast í atferlismeðferð á Reykjalundi til að geta gengist undir offituaðgerð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Spítalinn hefur vel undan en eftirspurn hefur farið stigvaxandi. HEILBRIGÐISMÁL „Það er geysileg þörf fyrir offituaðgerðir og ásóknin hefur aukist mjög,“ sagði Hjörtur Gíslason, annar tveggja lækna á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sem fram- kvæmir slíkar aðgerðir. Hjörtur sagði, að nýrri að- gerðatækni hefði verið beitt frá síðari hluta árs 2000 á Landspítala og hefði hún gefið afar góða raun. Hún fælist í stór- um dráttum í því að notuð væri speglunartæki, þannig að hægt væri að gera stórar aðgerðir í gegnum lítil göt. Meltingarveg- inum væri umbreytt með því að tengja fram hjá 90 prósent af maganum, þannig að sjúklingur- inn borðar miklu minna. „Svo tengjum við fram hjá tæplega efri helmingi mjógirnis- ins, þannig að meltingarsafarnir koma miklu neðar niður í görn- ina. Ef fólk er að borða mjög orkuríkan mat, fituríkan og kol- vetnaríkan, þá nær viðkomandi ekki að nýta fæðuna að fullu. Ef það er að borða rangt þá fær það fituskitu. Þriðji þátturinn er sá að þegar um 90 prósent magans eru gerð óvirk, þá minnkar framleiðsla sultarhormónsins ghrelins, en hún fer fram í mag- anum. Þessi hungurtilfinning er ekki til staðar.“ „Það eru eingöngu gerðar að- gerðir á fólki sem er með sjúk- lega offitu og sjúkdóma tengda henni. Um getur verið að ræða ýmis geðræn vandamál, svo sem kvíða, þunglyndi, og þjóðfélags- lega einangrun, stoðkerfis- vandamál, til dæmis verki í mjó- baki og hnjám, hár blóðþrýsting- ur, háar blóðfitur, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, kæfisvefn, vélindabakflæði, gallsteinar og þvagleki. Veruleg- ur hluti sjúklinga eru með eitt eða fleiri þessara vandamála. Þessar aðgerðir eru stórar kvið- arholsaðgerðir, gerðar til að minnka líkamsþyngdina. Þá læknast þessi vandamál oft. Hjörtur sagði að búið væri að byggja upp ítarlega atferlismeð- ferð, sem tryggði að sjúklingar væru vel meðvitaðir og byrjaðir að taka á sínum lífsstílsvanda. Sú meðferð færi fram á göngu- deild á Reykjalundi. Þar væru nú um 300 manns á biðlista í slíka meðferð, þannig að þörfin væri gríðarleg. Þar væri starf- andi þverfaglegt teymi starfs- manna, sem sæi um undirbún- ingsmeðferðina. „Flöskuhálsin hefur verið á Reykjalundi, þar sem fjárveit- ingar til undirbúningsmeðferð- arinnar þar hafi verið af skorn- um skammti. Við teljum offituaðgerðirnar mjög mikilvægar,“ sagði Hjört- ur. „Þær hafa mjög mikil áhrif á líf þessara sjúklinga. Margir þeirra eru ófærir til vinnu, jafn- vel orðnir öryrkjar. Þessar að- gerðir gefa bestan árangur gegn offitu á heildina litið, þegar til lengri tíma er litið.“ jss@frettabladid.is Fyrirtækjakaup í Bretlandi: Íslandsbanki með ráðgjöf VIÐSKIPTI Gengið hefur verið frá kaupum franska matvælafyrir- tækisins Groupe Labeyrie á laxa- vinnslufyrirtækinu Farne Salmon and Trout í Skotlandi. Seljandi er Albert Abela Group, en samnings- fjárhæð er ekki gefin upp. Útibú Íslandsbanka í London var ráð- gjafi seljanda í viðskiptunum. Farne Salmon and Trout í Duns í Skotlandi er stærsta vinnsla Bretlands á reyktum laxi og skyldum matvælum. Árleg velta nemur um 25 milljónum punda eða 3,3 milljörðum króna. ■ ÖRTRÖÐ VIÐ INNGANGINN Langar biðraðir mynduðust fyrir utan verslanirnar í stærstu verslunarmiðstöð Norðurlanda. Ný verslunarmiðstöð: Sú stærsta á Norður- löndum DANMÖRK, AP Tugir þúsunda voru viðstaddar þegar stærsta verslun- armiðstöð á Norðurlöndum var opn- uð rétt fyrir utan Kaupamannahöfn. Jens Kramer Mikkelsen, borgar- stjóri Kaupmannahafnar, klippti á borðann. Um hádegisbilið í gær höfðu um 50.000 manns stigið fæti inn í verslunarmiðstöðina. Húsið er 115.000 fermetrar að flatarmáli og eru í því 92 verslanir. Heildarkostnaður við bygginguna er sem nemur um 35 milljörðum ís- lenskra króna. Rekstraraðilar versl- unarmiðstöðvarinnar segjast reikna með viðskiptum upp á 29 milljarða íslenskra króna á ári. ■ Rússar fá nýja ríkisstjórn: Ráðherrum fækkað RÚSSLAND Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Rússlandi. Vladimir Pútín forseti skipaði Sergey Lavrov, sendiherra Rússlands hjá Samein- uðu þjóðunum, í embætti utanríkis- ráðherra og fækkaði ráðherrum úr þrjátíu í sautján. Mikhail Fradkov, sendiherra Rússlands hjá Evrópusambandinu, var í síðustu viku skipaður forsæt- isráðherra í stað Mikhails Kasya- novvar en flestir hinna ráðherranna koma úr gömlu ríkisstjórninni sem Pútín leysti upp fyrir tveimur vik- um. Igor Ivanov, fyrrum utanríkis- ráðherra, verður yfirmaður rúss- neska öryggisráðsins. Forsetakosningar fara fram í Rússlandi á sunnudag. ■     Verslunarútrás Haga: Debenhams í Danaveldi VIÐSKIPTI Hagar, dótturfélag Baugs Group,opnuðu í gær nýja Debenhamsverslun í Kaup- mannahöfn. Debenhams er fyrs- ta breska verslunarkeðjan sem opnar verslun í Danmörku. Fyr- ir reka Hagar Debenhamsversl- anir í Smáralind og í Stokk- hólmi. Nýja verslunin er í verslun- armiðstöðinni Fields sem er á Amager, steinsnar frá Eyra- sundsbrúnni sem tengir Malmö og Kaupmannahöfn. Mikil upp- bygging hefur verið á svæðinu og er Fields stærsta verslunar- miðstöðin á Norðurlöndum. Nýja Debenhamsverslunin er sjö þúsund fermetrar að stærð. „Það er spennandi að opna Debenhams í Danmörku, bæði vegna staðsetningar verslunar- innar, sem er að mínu viti afar sterk, og svo út af góður vöru- úrvali og þjónustu Debenhams sem virðist höfða sterkt til Norðurlandabúa.“ Hagar eru með umboð fyrir Debenhams á Norðurlöndum. Debenhamsverslanir eru víða um heim og er nýja verslunin í Kaupmannahöfn 116. verslun keðjunnar. ■ Eldur í íbúðablokk: Fimm fluttir á sjúkrahús KAUPMANNAHÖFN Fimm voru flutt- ir á sjúkrahús með brunasár og reykeitrun þegar mikill eldur braust út í íbúðablokk á Amager í Kaupmannahöfn á mánudag. Eldurinn kviknaði á efstu hæð- um hússins rétt fyrir klukkan fjögur að staðartíma. Um fimmtíu slökkviliðsmenn komu á staðinn og um klukkan fimm hafði þeim tekist að hefta útbreiðslu eldsins. Eldsupptök eru ókunn. Í fyrstu fréttum sem bárust af brunanum var því haldið fram að kviknað hefði í stúdentagarðinum Öresundskollegiet, en svo reynd- ist ekki vera. ■ SAMKYNHNEIGÐUR BISKUP hefur formlega tekið við embætti biskups í New Hampshire í Bandaríkjunum. Gene Robinson er fyrsti samkyn- hneigði biskupinn í sögu banda- rísku biskupakirkjunnar. Fjöldi biskupa um heim allan hafa for- dæmt skipun Robinsons og hótað því að slíta öll tengsl við banda- rísku biskupakirkjuna. LÍKAMSHLUTUM STOLIÐ Tveir menn hafa verið handteknir grun- aðir um að hafa stolið líkamshlut- um frá háskólanum í Kaliforníu, UCLA, í ágóðaskyni. Annar mann- anna er forstöðumaður stofnunar- innar sem varðveitir líkamshlutana en hinn er talinn hafa haft milli- göngu um sölu til rannsóknarstofn- ana. Báðir mennirnir hafa verið látnir lausir gegn tryggingu. OFFITUAÐGERÐ Læknar og annað starfsfólk Landspítala - háskólasjúkrahúss voru að framkvæma offituaðgerð þegar þessi mynd var tekin í gær. Aðgerð á borð við þessa tekur að meðaltali um eina og hálfa klukkustund, að sögn Hjartar Gíslasonar læknis. FJÖLDI OFFITUAÐGERÐA 2001: 56 2002: 65 2003: 85 Guðlaugur Þór Þórðarson: Þörf á eftirlitsstofnunum TETRA ÍSLANDS „Þetta staðfestir það sem komið hefur fram áður að þessum manni er algjörlega fyrir- munað að ræða mál Orkuveitunnar á málefnalegum grundvelli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann vísar þar til ummæla Alfreðs Þor- steinssonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, í Fréttablaðinu í gær þar sem Alfreð segir nær að rannsaka tengsl Guðlaugs Þórs við Símann en að skoða stöðu Tetra Ís- lands. „Þessar barnalegu samsæris- kenningar og fúkyrði í minn garð minna meira á aprílgabb en það að þarna sé stjórnarformaður eins stærsta fyrirtækis landsins að ræða málefni þess,“ segir Guð- laugur. „Þetta er ekki svaravert og efnistök standa enn,“ segir hann. Um framhald málsins segir hann það snúið því skortur sé á eft- irlitsstofnunum sem leita megi til. „Um 20 þúsund milljónir hafa far- ið í að fegra stöðu borgarsjóðs, Línu.Net-ævintýrið og í ýmislegt fleira ótengt hefðbundinni starf- semi Orkuveitunnar á síðustu tíu árum,“ segir Guðlaugur. „Því er ljóst að setja þarf laga- ramma þar sem skilgreint er í hverju orkufyrirtæki, sem eru í raun í einokunarfyrirtæki, mega starfa.“ ■ GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Segir ummæli stjórnarformanns Orku- veitunnar í sinn garð barnaleg og minna meira á fyrsta aprílgabb. SERGEI LAVROV Sendiherra Rúss- lands hjá Samein- uðu þjóðunum hefur verið skipað- ur í embætti utan- ríkisráðherra Rúss- lands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.