Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2004, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 10.03.2004, Qupperneq 8
8 10. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Asía Ég er sko vinur þinn „Látið er að því liggja að þeir kjósi samstarf við okkur á ein- hverjum óljósum sviðum en af þeirri reynslu sem við höfum af samstarfi við forsvarsmenn Landsbankans tel ég heppilegast að við vinnum að okkar markmið- um án tengsla við þá.“ Kristján Ragnarsson, fráfarandi formaður bankaráðs Íslandsbanka, Morgunblaðið 9. mars Best klæddu frummennirnir „Ég hef leyft mér að kalla Guðlaug Þór Þórðarson og hans líka í borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, fornaldarmenn í jakkafötum sem berjast gegn hvers konar framförum á sviði fjarskiptamála á vegum Orku- veitu Reykajvíkur.“ Alfreð Þorsteinsson, stjórnarf. OR, Fréttablaðið 9. mars Minn tími er kominn „Ég vil ekki lengur fá brauðraspið frá ykkur í RÚV, þið hafið oft reynt að niðurleggja mig og mína tónlist. Nú er minn tími kominn.“ Leoncie vegna ummæla Jóns Ólafssonar tónlistarmanns, DV 9. mars Orðrétt Pharmaco af athugunarlista: Viðræður fóru út um þúfur VIÐSKIPTI Pharmaco tilkynnti í gær að viðræðum um kaup á ónefndu fyrir- tæki hefði verið slitið. Snörp hækkun bréfa félagsins varð til þess að Kaup- höll Íslands stöðvaði viðskipti með félagið vegna grunns um að viðskipti hefðu farið fram á grundvelli inn- herjaupplýsinga. Í framhaldi af því sendi Pharmaco frá sér tilkynningu um að viðræður um kaup á fyrirtæki væru á frumstigi. Opnað var fyrir viðskipti með bréf Pharmaco, en Kauphöllin setti bréfin á athugunar- lista vegna þeirrar áhættu að fjár- festar sætu ekki við sama borð. Í framhaldi af tilkynningu um slit við- ræðna tók Kauphöllin Pharmaco af athugunarlista. Pharmaco leggur áherslu á að kaup fyrirtækja séu hluti af reglulegri starfsemi fyrir- tækisins. Það að fyrirtækið eigi í við- ræðum um kaup ættu að öllu jöfnu ekki að koma á óvart. Tilkynning um viðræðurnar voru sendar Kauphöll- inni í ljósi skyndilegrar hækkunar bréfa Pharmaco. Bréf Pharmaco lækkuðu snöggt við fréttirnar og er verð þeirra svipað og áður en orðrómurinn fór af stað. ■ Sérstakur rekstraraðili í endurhæfingu fatlaðra Starfshópur þriggja ráðuneyta og Landspítala vinnur nú að tillögum um endurhæfingar- þjónustu fatlaðra í Kópavogi. Samkvæmt hugmyndum hópsins verður stofnaður sérstakur rekstur um þjónustu við fatlaða. Þar kemur starfsfólk meðal annarra til greina sem rekstraraðili. HEILBRIGÐISMÁL Hugmyndir starfs- hóps þriggja ráðuneyta og Landspítala - háskólasjúkrahúss miða að því að efla göngudeild end- urhæfingarþjónustu fjölfatlaðra í Kópavogi og jafnframt að sérstakur rekstraraðili verði fenginn til að reka hana. Starfs- fólk endurhæf- ingarinnar er ásamt fleirum inni í myndinni sem rekstrar- aðili. Eitt af sparn- a ð a r á f o r m u m f r a m k v æ m d a - stjórnar Land- spítala fyrr í vet- ur var að loka endurhæfingardeild- inni í Kópavogi. Stjórnarnefnd spít- alans lagðist gegn því. Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra lýsti vilja sínum til að umrædd þjónusta yrði veitt áfram. Heilbrigðisráðherra skipaði í kjölfarið starfshóp til að fara yfir og fjalla um þá starfsemi og þá skjólstæðinga sem nú vistast í húsnæði Landspítala á lóð þess í Kópavogi og Arnarholti. Þá skal starfshópurinn skoða mögulega framtíðaruppbyggingu á þessum stöðum. Skal þá bæði horft til hugsanlegrar þjónustu á sviði heilbrigðismála og félagsmála, svo sem nýtingu lóðanna og mannvirkja til annarrar heil- brigðisþjónustu, til dæmis fyrir barnageðdeild í Kópavogi og lok- aða geðdeild í Arnarholti. Við skipun hópsins setti ráðherra málefni endurhæfingar fatlaðra í Kópavogi í forgang. Starfshópurinn bretti þegar upp ermar og samkvæmt upplýsingum blaðsins standa nú yfir viðræður við aðila um að búa til rekstrareiningu í kringum endurhæfinguna í Kópa- vogi. Í þeim efnum er meðal annars litið til starfsfólksins eða Landspít- ala - háskólasjúkrahúss. Hvað varð- ar Landspítala gæti komið til tíma- bundinn þjónustusamningur við spítalann. Hugmyndir eru uppi um að auka starfsemi endurhæfingar- deildarinnar, sem ekki þykir nægi- lega nýtt um þessar mundir. Í þeim efnum er rætt um að beina þeim fjölfötluðu einstaklingum, sem búa vítt og breitt á höfuðborgarsvæðinu og sækja endurhæfingu annars stað- ar, á Kópavogsstöðina. Aðstaðan þar er mjög góð, mjög hæft starfsfólk og góður húsakostur, auk þess sem góð sundlaug er á staðnum. Um 33 fatlaðir einstaklingar fá nú göngudeildarþjónustu í Kópa- vogi. Þá dvelja þar nú 24 fatlaðir vistmenn. Sex þeirra gætu farið á sambýli, en þau eru ekki fyrir hendi enn sem komið er. Hinir 18 verða áfram í Kópavogi á vegum Landspítala - háskólasjúkrahúss. Gert er ráð fyrir að tillögur starfshópsins liggi í megindráttum fyrir í lok þessa mánaðar eða byrj- un þess næsta. jss@frettabladid.is Unglingsstúlkur fundnar: Gáfu sig fram við lögreglu LÖGREGLUMÁL Tvær unglings- stúlkur frá Höfn í Hornafirði og Egilsstöðum sem saknað var frá því á sunnudagskvöld komu í leitirnar um hádegisbilið í gær, heilar á húfi. Stúlkurnar, sem eru 15 og 16 ára, höfðu síðast verið á ferð á Egilsstöðum, en eftir að auglýst var eftir þeim, náði lögreglan á Egilsstöðum loks sambandi við þær. Stúlk- urnar voru staddar í Reykjavík og gáfu þær sig fram við lög- regluna þar. ■ TILRAUN MEÐ LANGDRÆGA ELDFLAUG Pakistanar gerðu í gær tilraunir með langdræga Shaheen II eldflaug sem getur borið kjarnaodda. Flaugin dreg- ur 2000 kílómetra. Pervez Mus- harraf forseti hefur heitið því að halda kjarnorkuáætlun landsins til streitu þrátt fyrir að árangur náist í friðarvið- ræðum við Indverja. ÓGIFT PÖR SEKTUÐ Yfirvöld á Batam-eyju í Indónesíu ætla að sekta ógift pör sem búa saman um sem svarar um 42.000 ís- lenskum krónum og neyða þau til að ganga í hjónaband. Gerð verður skyndileit á einkaheimil- um til að koma upp um ógift pör í sambúð. MÚSLIMAKLERK SLEPPT ÚR HALDI Indónesíska múslimaklerknum Abu Bakar Bashir verður sleppt úr fang- elsi 4. apríl. Bashir var handtekinn skömmu eftir sprengjuárás- ina á Balí í október 2002 vegna ásakan- na um að hann væri leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Jemaah Islamiyah. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hvetja til uppreisnar en hæstiréttur í Indónesíu stytti fangelsisdóminn um átján mán- uði. AcoTæknival sýknað: Brutu gegn trúnaðar- skyldum DÓMSMÁL AcoTæknival var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur sýknað í tveimur málum fyrrverandi starfsmanna félagsins, forritara og sölustjóra Apple-tölva, en þeir höfðuðu mál sökum meintra van- efnda á greiðslum samkvæmt starfslokasamningum sem rift var af hálfu AcoTæknivals. Dómurinn tók undir þau rök lögmanns AcoTæknivals að starfsmennirnir hefðu báðir á starfstíma sínum hjá félaginu unnið að stofnun fyrirtækis í samkeppni við AcoTæknival. Með þeirri samningsgerð hafi mennirnir brotið trúnaðarskyld- ur sínar gagnvart félaginu og stjórnendur AcoTæknivals því haft nægilegt tilefni til að rifta starfslokasamningi sem gerður hafði verið. ■               ! "              ! ""    # $ %  &'(! &  % )*  *+,   ,   * *                                                ! "  # $   %   #   &       &    ! '     %           %  % &    %  (( ) *+   , *-   %  ((( ) ./   , *0   '     & $  &   1      ,         2 $ ./   3    $ 4 &    &    */566,*0566            AFTUR JAFNRÆÐI Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, taldi ójafnræði í viðskiptum með bréf Pharmaco. Kauphöllin telur að jafn- ræði sé aftur komið á eftir að Pharmco til- kynnti um að viðræður um kaup á ónefn- du fyrirtæki hefðu ekki borið árangur. ENDURHÆFINGIN Í KÓPAVOGI Endurhæfingin í Kópavogi hefur á að skipa færu starfsfólki. Þar er góður húsakostur, sem ekki er fullnýttur og góð aðstaða að öllu leyti. Sundlaug er á staðnum. Myndin er af tveimur starfsmönnum þar að vinna með skjólstæðing. „Starfsfólk endurhæfing- arinnar er, ásamt fleir- um, inni í myndinni sem rekstraraðili.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.