Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 6
6 10. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70.4 -0.26% Sterlingspund 129.4 -1.13% Dönsk króna 11.69 -0.31% Evra 87.12 -0.25% Gengisvísitala krónu 120,2 -0,77% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 504 Velta 10.714 milljónir ICEX-15 2.480 -2,37% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 460.445 Pharmaco hf. 321.854 Landsbanki Íslands hf. 226.973 Mesta hækkun Þorbjörn Fiskanes hf. 5,56% Tryggingamiðstöðin hf. 4,71% Kögun hf. 3,08% Mesta lækkun Medcare Flaga -4,53% SÍF hf. -4,09% Pharmaco hf. -3,81% Erlendar vísitölur DJ* 10.469,2 -0,6% Nasdaq* 2.000,8 -0,4% FTSE 4.547,3 -0,1% DAX 4.087,6 -1,4% NK50 1.457,5 0,1% S&P* 1.144,4 -0,2% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Til hvaða norska liðs fer knattspyrnu-maðurinn Veigar Páll Gunnarsson? 2Hver er formaður Bandalags háskóla-manna? 3Hver er þjálfari kvennalandsliðsÍslands í knattspyrnu? Svörin eru á bls. 30 Sakborningarnir þrír í líkfundarmálinu í Norðfirði: Gæsluvarðhaldið staðfest GÆSLUVARÐHALD Hæstiréttur hefur staðfest úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að þeir Grétar Sig- urðarson og Jónas Ingi Ragnarsson sæti gæsluvarðhaldi til 24. mars vegna rannsóknar á líkfundi í Norð- fjarðarhöfn í febrúar. Þriðji sak- borningurinn, Tomas Malakauskas, kærði ekki úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald. Hæstiréttur vísar í sínum úr- skurði til forsendna úrskurða Hér- aðsdóms Reykjavíkur þar sem segir að telja verði að rökstuddur grunur sé fyrir því að mennirnir hafi átt hlut að brotum gegn nokkrum greinum almennra hegningarlaga. Greinarnar fjalla meðal annars um manndráp, um að koma ekki öðrum manni til hjálpar sem staddur er í lífsháska og um ósæmilega meðferð á líki. Í forsendum úrskurðanna segir einnig að hætta geti verið á því að sakborningar torveldi rannsókn málsins, sem enn er ólokið, svo sem með því að skjóta undan gögnum og hafa áhrif á vitni og eða samseka, ef þeir fá að fara frjálsir ferða sinna. ■ Stórfelld uppbygging íbúða og athafna Tillaga hefur verið kynnt borgaryfirvöldum um að byggja Mýrargötu-slippasvæðið í Reykjavík upp í áföngum. Markmiðið að gera svæðið líflegt og fýsilegt fyrir fólk og fyrirtæki og tengja það miðborginni og höfninni segir verkefnastjóri. SKIPULAGSMÁL Víðtækt kynningar- og samráðsferli á rammaskipu- lagi Mýrargötu-slippasvæðisins í Reykjavík er hafið og hefur um- ræðutillaga um verkefnið verið kynnt. Ráðgjafarhópi var falið að vinna rammaskipulag af svæðinu, að höfðu samráði við íbúa og aðra, í kjölfar forvals á vegum Reykja- víkurborgar. Lögð hefur verið áhersla á að samtvinna áfram- haldandi hafnarstarfsemi og vist- vænt og vandað borgarumhverfi, en hugmyndirnar verða kynntar á sérstökum kynningarfundi fyrir borgarbúa í BÚR-húsinu við Grandagarð í dag. Tillaga ráðgjafarhópsins gerir ráð fyrir um 40 þúsund fermetra uppbyggingu á Mýrargötu- slippasvæðinu, en leitast var við að finna einfalda, raunhæfa og sveigjanlega heildarlausn, sem auðvelt yrði að vinna úr með borgaryfirvöldum og hagsmuna- aðilum. Í þessu felst meðal annars að tryggja hafnaryfir- völdum og útgerð nægjanlegt at- hafnarými, en samfellt og fjöl- nota hafnarrými yrði myndað við Grandagarð. Þá er reynt að tryggja hæfilegan þéttleika byggðar og er gert ráð fyrir lágri byggð, með þriggja til fimm hæða húsum, sem í senn yrðu á móti sólarátt og að sjó. „Með þessari tillögu er mark- miðið að stuðla að mannlífi með blandaðri byggð íbúða og athafna- starfsemi og tengja nýja byggð að þeirri byggð sem fyrir er á svæð- inu. Þegar lokaskýrsla og við- brögð fólks liggja fyrir um málið í vor þá þarf að fara að vinna að skipulagi þess. Þá komum við með endanlega tillögu. Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um kostnað- inn við uppbygginguna, því í raun erum við á algerum byrjunar- reit,“ segir Richard Ó. Briem verkefnastjóri. Hugmyndir eru um að fram- lengja nokkrar núverandi götur niður að höfn til að binda eldri og nýja byggð saman. Til að tryggja umferðarflæði um og í gegnum svæðið er meðal ananrs gert ráð fyrir tveggja akreina stokki fyrir umferð sem ekki á erindi í hverf- ið og að fjögurra akreina breið- stræti hverfisins komi ofan á stokkinn. Einnig eru áform um að göngu- og hjólaleið úr Kvosinni út á Granda verði eftir breið- strætinu. „Með þessu móti erum við að reyna að tryggja að búsetukostir svæðisins nýtist til fulls. Þarna yrði mjög gott íbúðarhúsnæði í ró- legu borgarumhverfi með háu þjónustustigi. Tengslin við mið- borgina og útivistarsvæði við höfnina yrðu góð,“ segir Richard. bryndis@frettabladid.is Nýtt dótturfélag: Marel í Chile VIÐSKIPTI Marel hf. hefur stofnað dótturfélag í Chile og hefst starf- semin í vor. Með opnun Marel Chile SA er Marel samstæðan með rekstur á 15 dótturfélögum í fimm heimsálfum. Marel hefur í auknum mæli selt lausnir til fyrirtækja í Chile, sem er einn stærsti framleiðandi á eldislaxi í heiminum í dag. Er opnun skrifstofu liður í því að þjónusta viðskiptavini Marels enn betur en nú er. Sverrir Guðmundsson, sem starfað hefur hjá Marel í rúm 16 ár, mun veita dótturfélaginu forstöðu. ■ Uppstokkun í ríkisstjórninni: Nýr atvinnu- málaráðherra ÓSLÓ, AP Morten Andreas Meyer hefur tekið við embætti atvinnu- málaráðherra Noregs af Viktor Norman. Þetta er fyrsta breyting- in sem gerð er síðan ríkisstjórnin tók til starfa í október 2001. Meyer, sem er 44 ára, er flokksbróðir Normans í Hægri- flokknum. Að sögn forsætisráð- herrans, Kjell Magne Bondevik, bað Norman um að vera leystur frá störfum til að geta snúið sér aftur að rannsóknum við Verslun- arháskólann í Bergen. ■ LEIDDUR FYRIR DÓMARA Litháinn Tomas Malakauskas sést hér koma í fylgd lögreglumanna í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar gæsluvarðhaldsvist hans var framlnegd til 24. mars. Tomas undi úr- skurðinum en félagar hans, Grétar Sigurð- arson og Jónas Ingi Ragnarsson kærðu til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurðinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MANNLÍF VIÐ HÖFNINA Í tillögum sem liggja fyrir um skipulag á svæðinu er reynt að tryggja hæfilegan þéttleika byggðar og gera svæðið líflegt og fýsilegt. MÝRARGÖTU-SLIPPASVÆÐIÐ Ráðgjafarhópur hefur unnið rammaskipu- lag af svæðinu fyrir Reykjavíkurborg og samkvæmt því er lögð áhersla á að sam- tvinna áframhaldandi hafnarstarfsemi og vistvænt og vandað borgarumhverfi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.