Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 18
Fyrstu nemendur úr fjarnámi ínáms- og starfsráðgjöf út- skrifuðust frá Háskóla Íslands 28. febrúar síðastliðinn en námið hófst haustið 2001. „Aðdragand- inn var sá að við höfðum orðið áþreifanlega vör við áhuga víða um land á þessu námi og greini- lega mikla þörf. Námið var fjár- magnað af Vinnumálastofnun annars vegar og hins vegar menntamálaráðuneytinu, en okk- ur er einungis kunnugt um að boð- ið hafi verið upp á hliðstætt nám í tveimur löndum áður, Finnlandi og Kanada,“ segir Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, lektor í náms- og starfsráðgjöf við HÍ. Guðbjörg segir verkefnið hafa heppnast ákaflega vel og af 17 sem hófu námið útskrifuðust 15 í lok febrúar og hinir tveir ljúka námi síðar á árinu. „Við erum sér- lega ánægð með hvernig til tókst því brottfall er einmitt oft vanda- mál í fjarnámi. Þá kom líka í ljós að það að mennta námsráðgjafa og starfsráðgjafa í einu og sama náminu var mjög vel heppnað og nemendur fengu tilfinningu fyrir því hvað viðfangsefni í náms- og starfsráðgjöf eru lík þótt aldur skjólstæðinga sé mismunandi. Það að móta sér stefnu á náms- og starfsferlinum kallar á að leysa úr verkefnum sem tengjast mark- miðssetningu og ákvarðanatöku. Hver einstaklingur stendur frammi fyrir slíkum verkefnum frá ungum aldri og ævina út. Náms- og starfsráðgjafar fá þjálf- un í að grípa inn í slíkt ferli og að- stoða skjólstæðinga við lausn vandamála sem eru hindranir á þessum ferli,“ segir Guðbjörg. „Þá var samheldnin mikil í hópn- um, sem hittist hér fyrir sunnan tvisvar á ári, en hópandinn er að sjálfsögðu mjög mikilvægur.“ ■ nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Víngerðarlist! Áman stendur fyrir námskeiði í heimavíngerð þann 26. mars n.k. kl. 19:00. Farið verður yfir ferilinn við víngerðina og gefin góð ráð. Leiðbeinendur eru starfsmenn Ámunnar. Lengd u.þ.b. 2 klukkustundir. Verð kr. 2.000- og innifalið er byrjunarsett. Þátttakendum býðst 20% afsláttur af öllum vörum Ámunnar Skeifunni á námskeiðskvöldinu. Skráning og nánari upplýsingar í síma: 533 1020 og á aman.is BYRJENDUR Í HEIMAVÍNGERÐ! NÁMSKEIÐ Náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands: Vel heppnað fjarnám FYRSTU ÚTSKRIFTARNEMARNIR Fjarnámsnemendur voru 17, þar af útskrif- uðust fimmtán í febrúar en tveir ljúka námi síðar á árinu. GUÐBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR Segir að sérlega vel hafi hentað að mennta námsráðgjafa og starfsráðgjafa í einu og sama náminu. GRUNNSKÓLAR Á þessu skólaári starfa 187 grunnskólar á landinu. Nemendur í þessum skólum eru 44.809 34 skólar bjóða eingöngu nám í fyrstu sjö bekkjunum 6 skólar bjóða eingöngu nám á unglingastigi 8 einkaskólar starfa á landinu 4 skólar bjóða nám í fimm ára bekk Vallaskóli Selfossi er fjölmennasti grunnskóli landsins með 914 nemendur Auk hans hafa 5 skólar fleiri en 700 nemendur 5 skólar á landinu hafa færri en 10 nemendur Fámennasti grunnskóli landsins er Grunnskóli Mjóafjarðar með 5 nemendur Fjarnám í starfsráðgjöf: Spennandi og skemmtilegt framtak Guðrún Stella Gissurardóttir erein þeirra nemenda sem út- skrifaðist úr fjarnámi við Háskóla Íslands í starfs- og námsráðgjöf í febrúar síðastliðnum. Guðrún vinnur á Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða á Ísafirði, en þar voru engir starfsráðgjafar starfandi, enda engir starfsráðgjafar starf- andi í landinu yfirleitt. „Það hafði verið boðið upp á nám í námsráðgjöf, en þetta var í fyrsta skipti sem boðið var upp á nám í þessu fagi. Ég fór í þetta nám með það fyrir augum að bjóða okkar viðskiptavinum upp á faglegri ráðgjöf. Námið var af- skaplega áhugavert og praktískt.“ Námið fólst í fjarnámi sem samanstóð af staðbundum lotum, fjarnámi í gegnum tölvur og fjar- fundabúnað. Námið er hægt að stunda með vinnu því námið fer fram utan vinnutíma og stað- bundnu loturnar eru um helgar, en nemendur hittust tvisvar á önn fyrir sunnan. „Námið tek- ur fimm annir en það var sér- staklega vel að þessu staðið og hópurinn hristur saman strax í byrjun, sem skipti miklu máli,“ segir Guðrún. Guðrún segir fjarnámið leið fyrir fólk í hinum dreifðu byggðum til að sækja sér mennt- un, og leið til að samræma nám og vinnu og nám og heimili. „Þetta býður upp á þann s v e i g j a n l e i k a sem fólk þarf á að halda. Og ég verð að hrósa Háskólanum og Vinnumálastofnun fyrir þetta framtak, sem var afar gott og vel að því staðið. Þarna voru farnar margar leiðir sem mér fannst bæði spenn- andi og gefast vel, og ég vona að þarna verði framhald á.“ ■ GUÐRÚN STELLA GISSURARDÓTTIR Lætur vel af fjarnáminu sem býður upp á ótal möguleika.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.