Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 14
Tillaga nokkurra þingmanna Sjálf-stæðisflokksins um lausn á rekstr- arformi Ríkisútvarpsins er skrítin. Markmið hennar virðist vera að draga ríkisvaldið út úr rekstri fjölmiðla en viðhalda afskiptum þess af dagskrár- efni. Þingmennirnir virðast því telja aðra betur til þess fallna að reka fjöl- miðla en ríkið samt best til þess fallið að velja dagskrárefni fyrir fjölmiðl- ana. Þeir vilja selja Ríkisútvarpið en halda útvarpsráði! Ég efast um að nokkrir aðrir en stjórnmálamenn gætu komist að þeirri niðurstöðu að mestu verðmætin innan Ríkisútvarps- ins liggi í útvarpsráði. Það á alla vega ekki við um starfsmenn stofnunarinn- ar sem ég held að flestir séu þeirrar skoðunar að útvarpsráð hafi lítið gott til stofnunarinnar lagt hingað til. Annars varpar þessi tillaga þing- mannanna ljósi á hverskonar blind- götu umræðan – um einkavæðingu og minnkandi afskipti ríkisvaldsins af einstaklingum, fyrirtækjum og sam- félaginu í heild – hefur ratað í. Um- ræðan hefur svo til einskorðast við peningalegan rekstur. Menn stefna að einkavæðingu með það að augnamiði að auka hagræðingu. Menn vilja stefna að aukinni skilvirkni og betri meðferð fjármuna en tíðkast í opin- berum rekstri. En þótt hagræðing og sparnaður sé góðra gjalda verð þá er ástæðulaust að líta aðeins á minnk- andi afskipti ríkisvaldsins af athafna- semi einstaklinga og fyrirtækja út frá peningalegum sjónarmiðum. Það er ekki síður mikilvægt að virkja ein- staklinga og fyrirtæki til að leita lausna til að auka þjónustu og mæta betur þörfum, óskum og væntingum almennings en hægt er þegar ríkis- valdið hefur bundið allt niður í fyrir- fram tilgreinda staðla eða brenglað svo samkeppnisstöðu að þeir sem eru á markaði hneigist til að veita allir sömu þjónustu fyrir sambærilegt verð. Drifkraftur einkavæðingar á að vera fráhvarf frá þeirri trú að ríkis- valdið – og þeir sem stjórna því hverju sinni; stjórnmálamenn og for- ystumenn ríkisstofnana – viti allt best og séu hæfastir allra að finna réttar lausnir. Auðvitað er gott ef ein- hverjir fjármunir sparast í samfélag- inu en ávinningurinn af því eru smá- munir í samanburði við það ef sam- félagið losnaði undan misvitri forsjá ríkisvaldsins. Það mætti því snúa tillögu þing- mannanna við og spyrja hvort ekki fælist meiri bati í því fyrir Ríkis- útvarpið – starfsmenn og hlustendur – ef ríkið héldi stofnuninni en seldi útvarpsráð (ef einhver kaupandi finnst). Í takt við vaxandi áhuga á beinu lýðræði mætti sjá fyrir sér að stjórn stofnunarinnar og útvarps- stjóri yrðu kosin af landsmönnum öll- um í stað félaga stjórnmálaflokkanna á þingi. Með því að kljúfa á milli Alþingis og Ríkisútvarpsins má síðan búast við styrkara rekstrarlegu að- haldi frá þinginu þar sem það hefði ekki lengur annarlega hagsmuni af því að halda úti dagskrá. ■ Costas Karamanlis er yngstiforsætisráðherra í sögu Grikklands en hægri sinnaður flokkur hans, Nýtt lýðræði, vann þingkosningarnar þar í landi. Úr- slitin komu nokkuð á óvart því sósíalistar hafa átt öruggt vígi í Grikklandi árum saman og setið nær óslitið í ríkisstjórn síðan 1981. Nýtt lýðræði fékk 45,4 pró- sent atkvæða en sósíalistar 40,4. Karamanlis hefur aldrei áður starfað í ríkisstjórn. „Sú reynsla að hafa verið leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í átta ár nægir til að stjórna landinu,“ segir hann. Þekktur glaumgosi Costas Karamanlis er fæddur í Aþenu árið 1956. Hann lærði lög og hagfræði við háskóla í Aþenu og framhaldsnám í lögfræði stundaði hann við háskóla í Boston. Hann varð formaður Nýs lýðræðis árið 1997 og frá þeim tíma sem liðinn er hefur hann fært flokk sinn inn á miðjuna. Á yngri árum var Costas þekktur glaumgosi sem virtist una sér best á næturklúbbum. Árið 1998 kvæntist hann ritara sínum og eignuðust þau tvíbura fyrir ári. Karamanlis er frændi Konstantins Karamanlis, sem var forsætisráðherra Grikklands á ár- unum 1955–1963 og 1974–1980 og síðan forseti 1980–1985. Fyrir fjórum árum tapaði Karamanlis þingkosningum naumlega en sig- urinn nú var afgerandi. Í kosn- ingabaráttunni réðst hann ítrekað á ríkisstjórnina og sakaði hana um að ljúga að almenningi og gefa innihaldslaus kosningaloforð. Lítill munur var þó sjáanlegur á stefnu flokkanna í harðri baráttu þeirra um hylli kjósenda. Valið er fyrst og fremst talið hafa staðið milli persónu forystumanna flokkanna, en forystumaður sósíalista George Papandreou, sem á eins og Costas Karamanlis ættir að rekja til þekktra grískra stjórnmálamanna, er barnabarn og sonur fyrrum forsætisráð- herra, Georgios Papandreou og Andreas Papandreou. Lítil trú á stjórnmálum Á sigurstundu, eftir að úrslit voru ljós, hét Karamanlis því að ríkisstjórn hans myndi leggja rækt við menningu og menntun og halda veglega Ólympíuleika en margir hafa áhyggjur af því hversu framkvæmdir vegna leik- anna eru langt á eftir áætlun. „Það eru engir sigurvegarar og engir taparar. Grikkland eitt hefur unn- ið,“ sagði Karamanlis í sigurræðu sinni. Hann gæti þó lent í vand- ræðum fljótlega þvi vinstri sinn- uð verkalýðsfélög hafa hótað ýmis konar aðgerðum vegna óánægju sinnar með úrslit kosn- inganna. Ríkisstjórnar hans bíður það erfiða verkefni að takast á við vaxandi fátækt, glæpi og atvinnu- leysi sem er níu prósent í Grikk- landi. Ekki virðist heldur vanþörf á að auka trúverðugleika flokks- ins, þrátt fyrir sigurinn, en nýjar skoðanakannanir sýna að einungis 20 prósent Grikkja hafi trú á stjórnmálaflokkum. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um tillögur um lausn á vanda Ríkisútvarpsins. 14 10. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Enn er verið að bollaleggja umskattalækkanir. Enda var þeim lofað fyrir kosningar af valdhöfunum og stærsta stjórnar- andstöðuflokknum. En nú er orðið tímabært að hætta slíku tali. Ljúka sjónarspilinu og horfast í augu við veruleikann. Það vel- ferðarkerfi, sem meirihluti þjóð- arinnar hefur til þessa staðið vörð um, er í kreppu og að líkindum er almennur vilji til að losa rekstur á vegum ríkis og sveitarfélaga úr því ástandi. Ef að er gáð er enginn grundvöllur fyrir skattalækkanir og sennilega ekki almennur vilji til aðdraga úr samneyslunni með því að lækka skatta. Hvað blasir við? Sem betur fer er enn ekki byrj- að að lækka skatta en samt blasir þetta við: · Verið er að draga saman rekstur helstu sjúkra- húsanna. · Langir biðlistar eru eftir plássi á hjúkrunarheimilum · Óvíst er hvort framhaldsskól- ar og háskólar geta tekið við öllum sem sækja um skóla- vist í haust. Sumir háskólar leggja á óvinsæl skólagjöld og aðrir safna skuldum. · Mörg sveitarfélög eiga í erf- iðleikum með rekstur grunn- skólanna og safna skuldum. · Barnabætur og vaxtabætur hjálpa unga fólkinu, sem er að reyna að komast inn í samfélagið, verr en áður vegna tekjutengingar og nýlegrar skerðingar. Til að koma þessum grunn- rekstri velferðarkerfisins í þann farveg, sem óskir standa almennt til, þarf sennilega sex til átta milljarða króna á ári. Meira fé, ekki minna. Ennfremur er vert að hafa í huga fréttir af því að um 300 milljarða vanti til að ríkissjóð- ur eigi fyrir áföllnum lífeyris- skuldbindingum. Afstaða ábyrgra samtaka Lækkun skatta mundi vita- skuld grafa enn frekar undan þeirri samtryggingu og sam- neyslu sem góð sátt hefur verið um hingað til. Enda hafa helstu samtökin, sem gæta almanna- hagsmuna í landinu, Alþýðusam- bandið, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Neytendasamtök- in, ekki gert kröfu um skattalækk- anir. Þau hafa hins vegar unnið- rækilegar úttektir og gert mark- vissar samþykktir um margt sem betur má fara í rekstri velferðar- kerfisins og ekki horft fram hjá kostnaði sem fylgir framkvæmd þeirra tillagna. Í handritinu, sem málsvarar stjórnmálaflokka í örvæntingar- fullri baráttu um valdastóla fá í hendur frá auglýsingastofum og kosningaráðgjöfum, er hins vegar margtuggið að vænlegt sé að lofa kjósendum skattalækkunum. Það handrit er til þess ætlað að setja upp sjónarspil, skapa sýndarveru- leika þar sem kjósandinn á að halda að bæði sé hægt að auka sameiginleg gæði og senda honum peninga til aukinnar einkaneyslu; lækka skatta. Hver telur það ábyrga afstöðu? Hvað ber að gera? Gott velferðarþjóðfélag verður ekki byggt á útsmoginni ráðgjöf auglýsingastofa eða vanhugsaðri, tilfinningalegri skírskotun til kjósenda í aðdraganda alþingis- kosninga. Það verður að byggja á raunsæi og skírskotun til sam- kenndar fólksins. Nú reynir á þroska valdhafanna og stjórnar- andstöðunnar. Átta valdhafarnir sig á því að það er vottur um yfir- vegun, raunsæi og opinn hug að skipta um skoðun í þessu máli? Getur stjórnarandstaðan látið vera að stríða valdhöfunum með því að þeir séu að svíkja kosn- ingaloforð um skattalækkanir? Jákvætt svar við slíkum spurn- ingum getur varla talist raun- sætt. Hins vegar getum við gert okkur vonir um að valdhafarnir reyni að láta líta svo út að skattar séu að lækka um leið og þeir hækka. Nokkur reynsla er þegar fengin í þeirri kúnst. En þá verð- um við líka að láta sem ekkert sé. Með því sýnum við bæði stjórn- völdum og náunganum samúð og tillitssemi. ■ Nóg komið „Í leiðara Morgunblaðsins sl. föstudag er ítrekuð sú afstaða blaðsins að það telji opinberar umræður á Íslandi ekki fara fram með þeim málefnalega hætti sem hægt sé að krefjast af vel menntaðri og upplýstri þjóð. Morgunblaðið veltir upp þeirri spurningu hvort þau við- brögð Sigurðar Inga Jónssonar að segja sig úr Frjálslynda flokknum vegna óánægju með tjáningarform varaformanns flokksins og viðurkenningu for- ystu flokksins á því tjáningar- formi, séu vísbending um að hinum almenna borgara sé að verða nóg boðið. Þá kastar blaðið fram þeirri spurningu hvort tímabært sé að stjórn- málamenn, fjölmiðlar og aðrir sem taki þátt í opinberum um- ræðum, taki höndum saman um að bæta umgengnishætti sína hver við annan að þessu leyti. Ég verð að taka undir þessi sjónarmið Morgunblaðsins og hrósa Sigurði Inga fyrir að kjósa að sætta sig ekki við þessi vinnubrögð forystu flokks- ins. Ég sem áhugamaður um pólitíska umræðu nenni ekki lengur að láta bjóða mér að þurfa að lesa í gegnum eða hlusta á neikvæð gífuryrði og svívirðingar um nafngreinda einstaklinga áður en greinarhöf- undur/ræðumaður/nafnlaus höf- undur kemur sér að kjarna málsins, þ.e. ef það er þá einhver kjarni yfir höfuð.“ - UNNUR BRÁ KONRÁÐSDÓTTIR Á DEIGLAN.COM Um daginnog veginn HÖRÐUR BERGMANN ■ skrifar um skattalækkanir. Ekki lækka skatta – verndum velferðarkerfið ■ Af Netinu Seljið frekar útvarpsráð Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝ SENDING FRÁ TUZZI COSTAS KARAMANLIS Hinn nýi forsætisráðherra Grikkja lofar að leggja rækt við menningu og menntun og halda veglega Ólympíuleika. Maðurinn COSTAS KARAMANLIS ■ er yngsti forsætisráðherra í sögu Grikklands. Yngsti forsætis- ráðherra Grikkja SJÚKRAHÚS „Sem betur fer er enn ekki byrjað að lækka skatta,“ segir Hörður Bergmann meðal annars í grein sinni – „Langir biðlistar eru eftir plássi á hjúkrunarheimilum.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.