Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 10. mars 2004 27 HUNTED MANSION kl. 6 BJÖRN BRÓÐIR kl. 6 Með íslensku taliIGBY GOES DOWN kl. 10 B. i. 14 ára TWISTED kl. 8 BIG FISH kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 5.45, 8 og 10.20 SÝND kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 6 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B. i. 16 ára YFIR Í EDEN kl. 8 HREIN OG BEIN kl. 10 JÁ SYSTIR, NEI SYSTIR kl. 6 SÝND kl. 6, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5. 45, 8 og 10.15 B. i. 16 ára Mögnuð spennumynd með Denzel Washington SÝND kl. 8 og 10 B.i. 14 Jack Black fer á kostum í geggj- aðri grínmynd sem rokkar!Frá framleiðendum Fast and the Furious og XXX Jack Black fer á kostum í geggjaðri grínmynd sem rokkar! LOST IN TRANSLATION kl. 8 og 10.20FORSÝNING Ég vona að Kristinn verði ekk-ert feiminn þegar ég segi þetta, en ég heyrði hann spila svo fallega og hugsaði þá með mér að víóla og gítar passi örugglega mjög vel saman,“ segir Helga Þór- arinsdóttir víóluleikari. Í hádeginu í dag ætla þau Kristinn H. Árnason gítarleikari að spila verk eftir Telemann, Mar- in Marais og Manuel de Falla á há- degistónleikum í Norræna húsinu. „Víólan er í miðju tónsviðinu og frekar kannski mjúkt hljóð- færi og dökkt, þannig að hún pass- ar mjög vel saman við gítarinn finnst mér,“ útskýrir Helga. „Nót- ur fékk ég hjá Arnaldi Arnarsyni, sem er með gítarbúð úti í Barcelona. Svo völdum við eitt- hvað úr þessu.“ „Það er sagt að fólk veljist svo- lítið í hljóðfæri eftir karakter, hvort sem eitthvað er hæft í því. En það er einhver sérstakur húmor ríkjandi í víóluleikurum held ég. Af öllum strengjahljóð- færunum er langmest til af víólu- bröndurum. Þetta eru allt saman aulabrandarar auðvitað, og það eru víóluleikararnir sjálfir sem segja mest af þessum bröndur- um.“ Til dæmis segir hún að í gamla daga hafi verið sagt að þeir sem gætu ekkert á fiðlu færu að læra á víólu, því þá myndu þeir örugg- lega fá eitthvað að gera. „Víólan hefur í gegnum aldirn- ar fallið algerlega í skuggann fyr- ir bæði fiðlunni og sellóinu,“ segir Helga, „en hún er öll að koma til núna. Það eru bæði komnir fram margir góðir víóluleikarar og það er mikið samið fyrir víólu.“ Víóla er líka stundum kölluð lágfiðla, en Helga er ekki par hrif- in af því orði. „Mér finnst þetta ljótt orð og allir víóluleikarar hér heima eru frekar á móti þessu orði. Ætli það sé ekki bara einhver lág- kúra í því. Einhver stakk upp á að kalla þetta hljóðfæri fjólu, sem væri ágætlega íslenskt og fallegt orð. Fiðla og fjóla hljóm- ar vel saman, og þá værum við Kristinn að spila á fjólu og gítar.“ ■  20.00 Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, Garðar Thór Cortes tenór og Davíð Ólafsson bassi syngja Brahms ásamt píanóleikurunum Daníel Þor- steinssyni og Valgerði Andrésdóttur á tónleikum í Salnum, Kópavogi.  20.00 Kirkjukór Fella- og Hóla- kirkju syngur á kvöldstund í kirkjunni með tónlist og passíulestri. Flutt verð- ur norræn tónlist frá 20. öld. Ein- söngvarar úr röðum kórsins eru Lovísa Sigfúsdóttir sópran og Mar- grét Einarsdóttir sópran og Sólveg Samúelsdóttir alt. Jón Símon Gunn- arsson leikari les Passíusálm eftir Hallgrím Pétursson.  20.00 Dixielandband Grundar- fjarðar heldur tónleika í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi í Reykjavík. Stjórn- andi sveitarinnar er Friðrik Vignir Stef- ánsson tónlistarskólastjóri.  21.00 Hljómsveitin Blúsbyltan flyt- ur popp á Bar 11, Laugavegi 11.  Tónleikar á Gauknum með hljóm- sveitunum, ÉG, Hölt hóra og Kanis. ■ ■ FYRIRLESTRAR  16.30 Hermann Ingólfsson verk- fræðingur flytur fyrirlestur um þróun- arsamvinnu á Félagsvísindatorgi Há- skólans á Akureyri, Þingvallastræti 23, stofu 25. DMX frelsast Rapparinn DMX lýsti því yfir ífyrra að hann ætlaði sér að hætta að gefa út plötur þegar næsta plata hans væri komin út. Ástæðan sem hann gaf fyrir þessu var að hann ætlaði að ein- beita sér meira að tengslum sín- um við Guð auk þess sem hann langar til þess að leika í fleiri kvikmyndum. Síðasta plata hans, Grand Champ, kom svo út seint á síðasta ári... það er að segja ef kappinn stendur við orð sín. Ef DMX lætur hér við sitja verður hann að sætta sig við það að hafa klárað á miðlungsplötu. Platan er nokkuð erfið áheyrnar í fyrstu en er ein þeirra sem vex við endurtekningu. DMX virðist hafa tekið út tölu- verðan þroska, eins og heyrist hér og þar í textum eins og The Rain og Don’t Gotta Go Home, en hann er þó enn samur við sig annars staðar. Maður kennir víst ekki gömlum hundi að sitja... svo auð- veldlega. Hver hefur sinn djöful að draga og mér heyrist DMX þekkja sína nokkuð vel. Lagið Thank You er svo lofsöngur sem ætti vel heima á Omega. DMX hljómar á nýju plötunni eins og hann sé að reyna gera upp fortíð sína. Það hefur greinilega sitthvað legið á sálu hans og texta- lega er DMX einlægur sem fyrr. Eini gallinn er að meiri vinnu hefði mátt leggja í takta og grúv... það hefði svo sem ekki skemmt að hafa þau meira grípandi hér og þar. Hann heldur þó höfði. Ef þetta er í rauninni svana- söngur DMX þá á hiphopið örugg- lega eftir að sakna hása harð- jaxlsins, þó að hann sé orðinn svo- lítið mjúkur. Birgir Örn Steinarsson UmfjöllunTónlist DMX: Grand Champ Mel Gibson er að vonumánægður með viðtökurnar sem mynd hans The Passion Of The Christ hefur fengið. Hann er einnig himinlifandi með að ungt kristið fólk sæki myndina en biður foreldra vinsamlegast um að fylgja börnum sín- um á hana. Í Banda- ríkjunum er mynd- in bönnuð börnum innan sautján ára. Sumir vilja meina börnum að sjá myndina. Ég myndi hins vegar segja að þau mega sjá myndina í fylgd með fullorðnum,“ sagði Gibson sem viðurkennir fúslega að ofbeldi sé mikið í hinni umdeildu mynd. Gwen Stefani, söngkonan úrsænsku sveitinni No Doubt, hefur verið í leiklistartímum hjá Leonardo DiCaprio. Stefani á að fara með stórt hlutverk í The Aviator, nýjustu mynd Martin Scorsese, og var svo taugaveikluð gagnvart hlutverkinu að hún ákvað að leita ráða hjá reyndari manni. DiCaprio, sem fer með hlutverk Howards Hughes í myndinni, var himinlifandi yfir því að Stefani leitaði til hans. Fréttiraf fólki KRISTINN OG HELGA Spila á gítar og fiðlu á háskólatónleikum í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Vill frekar spila á víólu en lágfiðlu ■ TÓNLEIKAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.