Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Stjörnurnar á himninum SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Draumar mannanna eru margir ogólíkir. Marga unga drengi dreym- ir um að verða lögga eða slökkviliðs- maður og stúlkur sumar dreymir um að verða flugfreyja eða að hjúkra veikum. Svo breytast þessir draumar þegar aldurinn færist yfir. Verða allt aðrir og oftast raunverulegri en þær myndir sem börnin sjá í huga sér. Auðvitað sér barn ekki starf löggunn- ar eða flugfreyjunnar í réttu ljósi. Hvernig ætti það svo sem að vera. VERRI ERU oft draumar þeirra eldri um framtíð þeirra yngri. Man eftir manni sem sagði mér, fyrir tutt- ugu og fimm árum, að nýfædd dóttir hans sem hann hélt í fangi sínu væri greind, greindari en önnur börn. Hvernig sá hann að átta daga gamalt barn væri afburðagreint? Hann sá það í augunum á henni. Pabbinn var strax búinn að vekja með sér drauma um að frumburður hans væri ekki bara barn, heldur sérstakt barn. Greint barn. Það hefur ræst ágætlega úr dótturinni. Hún er engin kjáni – alls ekki – hefur greind á við okkur hin. Pabbinn er eflaust stoltur af henni, enda má hann vera það. Samt er hún ekki afburðagreind. Bara í meðallagi. DRAUMUR PABBANS rættist ekki. Samt er hann ánægður. Meira að segja glaður. Orðinn afi og gengur stundum um með barnabarn á armin- um. Hefur samt engin orð um hvort barnabarnið sé greindara en önnur börn. Veit núna, aldarfjórðungi sein- na, að það skiptir ekki meginmáli. Á sér eflaust draum um hamingju barnsins en segir það engum, nema Guði þegar hann fer með bænirnar og þakkirnar til þess sem ofar okkur er. Hann lærði að meta það sem hann á. Og gerir það. ÞAÐ ER GOTT að eiga drauma. Það er aftur á móti vonlaust að ætlast til að þeir verði allir að veruleika. Þannig er ekki lífið. Flestir hafa ein- hvern tíma gengið of langt á eftir draumum sínum, réttast er að segja dagdraumum. Þegar það er gert er stutt í að draumur verði að martröð. Vís maður sagði að það sé um að gera að horfa upp til stjarnanna en þá verði að gæta þess að hafa báða fæt- ur á jörðinni. Framkvæma ekki allt sem virðist svo gott. Það gera börnin. Sá sem ætlaði að verða lögga varð allt annað og er sáttur við það. Þannig er gott að vera. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.