Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 10
10 10. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR QUREIA Í ÓSLÓ Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu- manna, ræðir við norska fréttamenn. Qureia átti fund með Jan Petersen, utan- ríkisráðherra Noregs, í Ósló í gær. Breytingar á reglugerð um dagforeldra: Frestað til hausts DAGFORELDRAR „Ég hitti fulltrúa dagforeldra og við fórum yfir mál- ið. Þá hef ég hlerað sjónarmið sveit- arstjórnarmanna og mín niðurstaða er sú að setja á fót starfshóp þar sem fulltrúar þessara aðila munu eiga sæti,“ sagði Árni Magnússon, félagsmálaráðherra. Dagforeldrar hafa gagnrýnt harkalega fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um daggæslu í heima- húsum, einkum fyrirhugaða fækk- un barna á hvert dagforeldri úr fimm í fjögur og hertar kröfur um húsnæði dagforeldra. Blásið var til fjölmenns fundar dagforeldra í síð- ustu viku og rætt um breytingarnar. Félög dagforeldra telja að reglu- gerðin feli í sér mikla kjaraskerð- ingu og geri fjölda dagforeldra í reynd ókleift að starfa. Undirskrift- ir um 300 dagforeldra af landinu öllu, ásamt athugasemdum við reglugerðardrögin voru afhent ráð- herra. „Nú munum við gefa okkur tíma til þess að fara yfir málið og þær breytingar sem eru í drögum að nýrri reglugerð um dagforeldra og ég reikna með að gefa út nýja reglu- gerð í haust,“ sagði Árni. ■ Herferð gegn umskurði: Konur mótmæla SÓMALÍA, AP Hundruð sómalískra kvenna gengu um götur höfuð- borgarinnar Mogadishu til að mót- mæla umskurði kvenna. Hjálpar- samtök hafa hrint af stað herferð í Sómalíu sem gengur út á það að upplýsa landsmenn um skelfilegar afleiðingar umskurðar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að 98 prósent sómalískra kvenna hafi verið umskorin. Umskurður kvenna á sér djúpar rætur í múslimaríkjum Afríku en sómalísk hjálparsamtök vilja vekja athygli á því að hvergi sé minnst á þennan skelfilega sið í kennisetningum trúarinnar. ■ Nemendur læra hvernig tölva er samsett, framkvæma bilanagreiningu og uppsetningar á Win XP og Win 2003. Náminu lýkur með alþjóðlegu Microsoft Certified Professional prófi sem er innifalið í verði. Vélbúnaður Uppsetning stýrikerfa Netkerfi Rekstur tölvukerfa Windows 2003 Server Námsgreinar - Lengd: 108 stundir - Stgr. verð: 145.000 - Tími: Kvöldnámskeið hefst 24. mars. STRAND Auðunn Kristinsson, stýrimaður og sigmaður í þyrlu landhelgisgæslunnar, sagði þjálfun skipverja hafa skipt sköpum um það hversu vel björgunin hefði tekist. Þeir hefðu staðið sig eins og hetjur. Þyrlan kom á strandstað klukkan 6.10 og klukkan 6.50 var búið að ná öllum skipverjum um borð í hana. „Þegar við komum á strand- stað voru aðstæður ágætar,“ sagði Auðunn. „Við ákváðum því að láta skipverjana sjá um þetta sjálfa en það gerum við ekki nema aðstæður séu ágætar. Við gátum því sent tvær línur niður í skipið og híft tvo upp í einu í stað þess að ég hefði farið niður og tekið einn og einn með mér upp.“ Auðunn sagði alveg ljóst að góð þjálfun skipverjanna í Sjó- mannaskólanum hefði skilað sér, þeir hefðu nákvæmlega vitað hvernig þeir ættu að snúa sér og alveg verið lausir við allt fum og fát. ■ STRAND „Ég er fyrst og fremst ánægður með að allir skyldu komast heilir um borð,“ sagði Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri á TF-Líf, skömmu eftir að þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan rúmlega tvö í gærdag. Á sjöunda tímanum í gær- morgun bjargaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sextán skipverjum Baldvins Þorsteins- sonar EA eftir að skipið strand- aði skammt frá Skarðsfjöruvita. Þegar þyrlan kom til Reykja- víkur til að skipta um áhöfn tók Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, á móti áhöfninni og þakkaði henni vel unnin störf. Hafsteinn Heiðarsson flug- maður sagði aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar á strandstað en björgunin hefði þó gengið afar vel. „Skipið er í sandfjöru og það gerði þetta allt miklu auðveld- ara,“ sagði Hafsteinn flugmaður. „Ef skipið hefði verið við kletta- fjöru hefðu aðstæður verið allt aðrar. Þegar við komum á stað- inn var skyggnið frekar slæmt og aðeins smá birta frá tunglinu. Við notuðum því nætursjón- aukann og það breytti öllu við þessar aðstæður.“ ■ Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri á TF-Líf: Nætursjónaukinn skipti sköpum FLUGSTJÓRAR RÆÐA MÁLIN Hafsteinn Heiðarsson flugstjóri og Benóný Ásgrímsson yfirflugstjóri ræða saman við áhafnaskiptin í flugskýli Landhelgis- gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. SIGMAÐURINN Auðunn Kristinsson sagði að þar sem aðstæður hefðu verið ágætar hefðu skip- verjarnir verið hífðir upp tveir í einu. ,Auðunn Kristinsson sigmaður á TF-Líf: Skipverjarnir stóðu sig eins og hetjur Giftusamleg björgun Sextán mönnum var bjargað um borð í TF-Líf þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að Baldvin Þorsteinsson EA strandaði. Björgunarmenn þakka nætursjónauka og góðri þjálfun skipbrotsmanna árangurinn. Atburðarásin aðfaranótt þriðjudags 03.12 Baldvin Þorsteinsson EA tilkynnir Landhelgisgæslunni að skipið sé með nót í skrúfunni 03.28 Þyrluáhöfn Gæslunnar kölluð út. Bergur VE kemur taug yfir í Baldvin 03.46 Tilkynnt að taug milli Bergs og Baldvins hafi slitnað. Bjarni Ólafsson AK kominn á staðinn. Björgunarsveitir Landsbjargar ræstar út 04.26 Baldvin tekur niður. TF-Líf þyrla Gæslunnar fer í loftið 04.35 Taugin milli Baldvins og Bjarna slitnar. Skipið gefur Gæslunni og Tilkynningaskyldunni upp nákvæma staðsetningu 05.00 Baldvin lætur akkeri falla. Skipið komið inn fyrir ytri brimgarðinn 05.13 Baldvin strandar 05.39 Varðskipið Týr tilkynnir að þyrlan sé hjá Skógum 06.00 Fyrstu björgunarsveitirnar komnar á strandstað 06.10 TF-Líf kominn á strandstað. Björgunaraðgerðir hefjast 07.00 Allir sextán skipverjar Baldvins komnir um borð í þyrluna HEILL Á GEÐI Geðlæknar segja að Mijailo Mijailovic hafi ekki verið haldinn alvarlegum geðsjúk- dómi þegar hann réðst á Önnu Lindh Morðingi Önnu Lindh: Er ekki geðveikur STOKKHÓLMUR Mijailo Mijailovic, sem hefur játað að hafa banað sænska utanríkisráðherranum Önnu Lindh, þjáðist ekki af alvar- legum geðsjúkdómi þegar verkn- aðurinn var framinn. Þetta er nið- urstaða geðrannsóknar sem fram- kvæmd var að beiðni dómara. Lindh var stungin til bana í verslunarmiðstöð í Stokkhólmi 10. september. Mijailovic hélt því fram fyrir rétti að raddir í höfð- inu hefðu skipað honum að ráðast á hana. Dómkvaddir geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið með réttu ráði þegar morðið var framið og því engin ástæða til að vista hann á réttargeðdeild í stað fangelsis. Dómur í málinu verður kveð- inn upp í lok mars. ■ ANDSPYRNUHREYFINGAR SEMJI Palestínskar andspyrnuhreyfingar ættu að reyna að komast að sam- komulagi um það hver eigi að fara með völdin á Gaza-strönd- inni ef ísraelsk- ar hersveitir hverfa þaðan á braut, segir Sheik Ahmed Yassin, andleg- ur leiðtogi Ham- as-samtakanna. Yassin telur að með þessum hætti væri hægt að koma í veg fyrir glundroða. ■ Ísrael ÞINGAÐI MEÐ DAGFORELDRUM Árni Magnússon ákvað að setja á laggirnar nefnd til að undirbúa nýja reglugerð um daggæslu í heimahúsum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.