Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 12
12 10. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR BJÖRGUNARSVEITARMENN ÆFA KÖFUN Björgunarsveitarmenn frá St.Pétursborg í Rússlandi gera tilraunir með nýjan köfun- arbúnað í stöðuvatni skammt fyrir utan borgina. Bændasamtök Íslands: Ný kynslóð bænda tekur við stjórn BÚNAÐARÞING Ný kynslóð bænda tók við formennsku Bændasam- taka Íslands er Haraldur Bene- diktsson, 38 ára kúabóndi af Vest- urlandi, tryggði sér sigur í kosn- ingum á Búnaðarþingi í gær. Hann tekur við af Ara Teitssyni sem gegnt hefur starfi formanns frá stofnun Bændasamtakanna 1995. Ari gaf ekki kost á sér í kjör- inu en mótframbjóðandi Haralds var Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands Kúabænda. Aðspurður um hverju hann þakkaði sigurinn sagði Haraldur að bændur og búnaðarþingsfull- trúar vildu líklega nýtt blóð í stjórn sambandsins. Hann sagði jafnframt að sitt fyrsta verk yrði að huga að landbúnaðinum sem einni heild með tilliti til þeirrar þróunar sem framundan væri. „Einnig þarf að takast á við mjólkursamninga og er mjög brýnt að það takist á réttum tíma,“ sagði Haraldur. Auk þess taldi hann nauðsynlegt að koma fastari grunn undir loðdýraræktina. Félagsmenn í Landssambandi Kúabænda höfðu íhugað að segja sig úr Bændasamtökunum ef for- maður þeirra, Þórólfur Sveinsson, næði ekki kjöri. Þegar úrslit lágu fyrir sagðist Þórólfur þó ekki eiga von á að af því verði.“ Hann segist ennfremur munu gefa kost á sér að nýju sem formaður LK á aðal- þingi sambandsins í apríl. ■ Bjarna Ólafsson AK tók niður á strandstað Skipstjórinn á Bjarna Ólafssyni AK segir að aðeins hafi munað hársbreidd að ná Baldvini á flot aftur. Brot kom á Bjarna á strandstað. Skipverji kastaðist utan í spil og slasaðist. STRAND Loðnuskipið Bjarni Ólafs- son AK var skammt frá strandstað þegar Baldvin Þorsteinsson EA missti afl og rak upp í fjöruna. Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna, segir að þegar komið hafi verið á strandstað hafi Baldvin verið með nótina flækta í skrúf- unni og því rekið stjórnlaust upp sandfjöruna. Baldvin reyndi að notast við hliðaskrúfur en þær héldu engu. Eftir að loðnuskipinu Bergi VE hafði mistekist að ná Baldvini á flot tók Bjarni Ólafsson AK við björgunaraðgerðum. „Það var strax farið í að reyna að koma taug á milli skipanna,“ segir Gísli. „Veðrið var leiðinlegt, haugasjór og sautján metra vindur en samt engin skítabræla. Miðað við aðstæður gekk ágætlega að koma tauginni yfir. Við þurftum hins vegar að fara svo langt upp í fjöru að það tók niður hjá okkur. Það var ekki góð tilfinning. Ég vil nú ekki segja að það hafi verið hætta á að við myndum fara sömu leið og Baldvin, en maður veit nátt- úrlega aldrei. Það er grunnt mjög langt út á þessum stað. Við vorum í grunnbrotinu uppi í fjörunni og okkur gekk í raun ágætlega að komast út aft- ur.“ Gísli segir að það hafi aðeins munað hárs- breidd að Bald- vini hefði verið náð aftur út áður en taugin slitnaði. „Ef við hefðum haft svona klukkutíma í viðbót hefði þetta gengið eftir. Við vorum með meira af vírum en eftir að taugin slitnaði var bara ekki hægt að komast aft- ur að Baldvini til að koma annarri taug yfir.“ Einn skipverji um borð í Bjarna slasaðist þegar skipið var að reyna að bjarga Baldvini. „Það kom brot á skipið þegar einn var úti á dekki,“ segir Gísli. „Hann hentist utan í spil og marð- ist illa á hendi en hann brotnaði ekki sem betur fer.“ Gísli hefur áður þurft að standa í björgunaraðgerðum en sú minnisstæðasta var í júní árið 1983 út af Hornbjargi. Þá kom eldur upp í skipinu Gunnjóni GK með þeim afleiðingum að þrír af tíu manna áhöfn skipsins brunnu inni. „Aðkoman þá var sú hörmuleg- asta sem ég hef upplifað,“ segir Gísli. „Við vorum á svipuðum slóð- um og Gunnjón og vorum fyrstir að skipinu. Þetta er allt annað núna. Það björguðust allir giftu- samlega og það er fyrir öllu. Hitt er hægt að bæta.“ trausti@frettabladid.is LANDSPÍTALINN Allir sjúklingar á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi verða hér eftir merktir sam- kvæmt sérstökum reglum. Landspítali - háskóla- sjúkrahús: Allir sjúk- lingar verða merktir HEILBRIGÐISMÁL Allir sjúklingar sem leita til Landspítala - háskóla- sjúkrahúss verða merktir. Er þetta gert í því skyni að auka öryggi þeirra, að því er segir á vefsíðu Landspítalans. Merkingin verður með þeim hætti, að sjúklingur verður merkt- ur strax við komu. Sett verður úln- liðsband á hægri úlnlið sjúklinga sem fara í skurðaðgerð og merkt aukaúlnliðsband á að fylgja sjúk- lingi á skurðstofu. Reynist af ein- hverjum ástæðum nauðsynlegt að fjarlægja úlnliðsband skal strax setja nýtt, annað hvort á úlnlið sjúklings eða ökkla. Sjúklingar á göngudeildum skulu merktir fari þeir í meðferð eða rannsóknir. Undanþegnir meginreglu um merkingar sjúklinga á Landspítalanum, verða sjúklingar er sækja þjónustu á göngudeild dvelji þeir þar skemur en 2 klukkustundir og fari ekki út af deild til rannsókna eða aðgerða. Þá gilda sérstakar reglur um merk- ingar sjúklinga á slysadeild, svo og um sjúklinga á öllum deildum geðsviðs. ■ HARALDUR BENEDIKTSSON Ný kynslóð bænda tók við formennsku Bændasamtakanna eftir kosningu á Búnaðarþingi í gær. Haraldur Benediktsson tók við af Ara Teitssyni. Haraldur segir fyrsta verk sitt að takast á við mjólkursamningana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R GÍSLI RUNÓLFSSON SKIPSTJÓRI Gísli segir að veðrið hafi verið leiðinlegt á strandstað. Haugasjór og sautján metra vindur á sekúndu en samt engin skíta- bræla. „Ef við hefðum svona klukku- tíma í viðbót hefði þetta gengið eftir.” Á STRANDSTAÐ VIÐ MEÐALLANDSSAND Baldvin Þorsteinsson EA er nú fastur upp í fjöru við Meðallandssand. Reynt var nokkrum sinnum að draga skipið af strandstað aðfaranótt þriðju- dags en björgunaraðgerðir tókust ekki þar sem dráttartaugar slitnuðu í sífellu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.