Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 12
23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Stjórnarformaður SÍF: Vill síður sameina á Íslandi VIÐSKIPT „SÍF hefur ekki aðhyllst fullkomlega skoðanir annarra um heildarsameiningu félaganna en við bentum hins vegar á það þeg- ar í september að mikil sóknar- færi fælust í sameiningu á sviði fullvinnslu,“ sagði Ólafur Ólafs- son, stjórnarformaður SÍF, á aðal- fundi félagsins. SÍF keypti á dög- unum 23% hlut í samkeppnisfyr- irtækinu SH af Íslandsbanka. Ólafur segir það orka tvímælis að sameina sölukerfi á Íslandi og þær skrifstofur félaganna sem nær eingöngu versli með íslensk- an fisk. „Það er hætta á því að við það finnist íslensku framleiðend- unum valkostum þeirra hafa fækkað um of og samkeppni ekki nægjanlega virk. Við höfum því ekki lagt á það áherslu að félögin verði sameinuð sem slík,“ sagði Ólafur. Ólafur benti á að stórir hluthaf- ar innan Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hefðu lengi sýnt áhuga á að selja hlutabréf sín í félaginu. Með kaupunum í SH vildi stjórn SÍF leggja áherslu á áhuga og væntingar um að hlut- hafar félaganna taki höndum sam- an um að efla stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja enn frek- ar á erlendri grundu. ■ PALESTÍNA Á þriðja hundrað þúsund Palestínumenn fylgdu Ahmed Yass- in, stofnanda og trúarlegum leið- toga Hamas-samtakanna, til grafar eftir að Ísraelsher réð hann af dög- um í flugskeytaárás þar sem hann var að koma frá bænastund í mosku í Gaza-borg í gærmorgun. Yassin og sjö aðrir létu lífið í árásinni, sem samtök Palestínumanna hafa heitið að hefna grimmilega. Hamas-sam- tökin vöruðu í fyrsta skipti við því að þau kynnu að ráðast gegn Banda- ríkjunum, nokkuð sem þau hafa lát- ið ógert hingað til. Auk þeirra sem fylgdu Yassin til grafar efndu tugþúsundir til mót- mæla á Vesturbakkanum og Palest- ínustjórn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg. Fjórir Palestínumenn til viðbót- ar létust í átökum við Ísraela og einn að auki þegar sprengja sem hann var með sprakk í höndum hans. Arabi lagði til þriggja Ísraela með hnífi í strætisvagni í Tel Aviv en óvíst er hvort það tengist dauða Yassins. Óttast að átök harðni Óttast er að víg Yassins verði til þess að átök Ísraela og Palestínu- manna harðni enn. Palestínumenn hafa hótað hefndum og sagði einn leiðtoga Hamas að fjöldi manns hefði boðið sig fram til sjálfs- morðsárása gegn Ísraelum. Þeir yrðu sendir af stað með tíð og tíma. Ísraelar lokuðu landamærunum að hernumdu svæðunum af ótta við hefndarverk. Hermönnum var fjölgað á Gaza-svæðinu og viðbún- aður öryggissveita aukinn í Ísrael. flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.099kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.000kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.099 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 24.-30. mars VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.400kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og GRÍMSEYJAR 6.400 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 40 83 03 /2 00 4 Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÓLAFUR ÓLAFSSON Stjórnarformaður SÍF telur vera hættu á því að sameiningar sölufyrirtækja innanlands fari illa í framleiðendur. Hann vill meiri samvinnu í fullvinnslu á erlendum mörk- uðum. LÍK YASSINS BORIÐ TIL GRAFAR Rúmlega 200.000 Palestínumenn eru taldir hafa fylgt andlegum leiðtoga Hamas-samtakanna til grafar. LEIFARNAR SKOÐAÐAR Yassin var í hjólastól sínum á leið frá bænastund þegar flugskeyti hæfði hann. Hér virða vegfarendur leifar hjólastólsins fyrir sér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Víg Hamasleiðtoga vekur ótta um óöld Ísraelar réðu Ahmed Yassin, trúarlegan leiðtoga Hamas-samtakanna, af dögum. Forystumenn samtakanna hóta hefndum og segja fjölda manns hafa boðið sig fram til sjálfsmorðsárása til að hefna vígsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.