Fréttablaðið - 23.03.2004, Síða 14
FORSETINN Stjórnarskráin kveður
meðal annars á um rétt forseta Ís-
lands til að neita að skrifa undir
lög. Frá stofnun lýðveldisins hafa
forsetar Íslands hins vegar aldrei
notað þennan stjórnarskrár-
bundna rétt sinn. Ef forseti neitar
að undirrita lög er viðkomandi
mál borið undir þjóðaratkvæða-
greiðslu en þar til niðurstaða
hennar er ljós gilda lögin þó að
forsetinn hafi ekki staðfest þau.
Mikil umræða hefur spunnist
um hlutverk forseta Íslands síð-
ustu mánuði, ekki hvað síst hinn
stjórnarskrárbundna rétt hans til
að neita því að staðfesta lög. Á
mánudaginn þegar Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, til-
kynnti að hann hygðist sækjast
eftir áframhaldandi setu á for-
setastóli, sagðist hann hafa hug-
leitt það nokkrum sinnum að vísa
málum til þjóðaratkvæðis. Í Sjón-
varpinu á fimmtudaginn nefndi
Ólafur Ragnar síðan tvö dæmi.
Hann sagði að leitað hefði verið til
hans í það minnsta tvisvar frá ár-
inu 1996 og hann beðinn að neita
því að staðfesta lög. Hann sagðist
hafa verið beðinn að undirrita
ekki lög sem heimiluðu virkjun
við Kárahnjúka árið 2002 og lög
sem Alþingi setti vegna öryrkja-
dóms Hæstaréttar árið 2001.
Hann sagði að í hvorugt skiptið
hefði hann talið ástæðu til að
verða við þessum óskum.
Vandséð hvenær forseti á
að neita
Vinstrihreyfingin – grænt
framboð var bæði mótfallin virkj-
un við Kárahnjúka og lögum á ör-
yrkja. Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna, segist
hins vegar ekki vilja svara því
hvort forsetinn hefði átt að neita
því að staðfesta lögin.
„Það er mjög umdeilt meðal
stjórnmálamanna og fræðimanna
hvort þessi réttur forsetans sé
raunverulega til staðar eða aðeins
að forminu til,“ segir Steingrímur
J. „Ég skildi nú ekki endilega for-
setann svo að hann hefði verið af
einhverri alvöru að velta því fyrir
sér að vísa þessum málum til
þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég skildi
hann frekar þannig að hann hefði
talið sér skylt að taka við áskorun-
um um slíkt frá almenningi og
fara yfir þær á þeim grundvelli.
Ég held að í hvorugu tilfellinu hafi
mótmælin verið jafn hávær og
þegar EES-samningurinn var
samþykktur. Vissulega hefðum
við viljað þjóðaratkvæðagreiðslu
um Kárahnjúka og við lögðum það
til en það var fellt og þar með
voru okkar úrræði tæmd sem
þingmanna.“
14 23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR
MÓTMÆLI Í PAKISTAN
Andstæðingar ríkisstjórnarinnar í Íslama-
bad söfnuðust saman í gær til þess að
mótmæla þáttöku Pakistans í leit að
Osama bin Laden og öðrum al Kaída-lið-
um sem dveljast við landamæri Pakistans
og Afganistans.
Þingmenn allra flokka nema VG:
Vilja þjóðfánann í þingsal
ALÞINGI „Hvernig má það vera að
innan veggja Alþingis, hvar rætt
er um eflingu, vegsemd og gildi
þingsins sjálfs, skuli þjóðfáni vor
ekki hafinn til vegs og virðingar?“
spyrja flutningsmenn þingsálykt-
unartillögu um þjóðfána Íslend-
inga í þingsal Alþingis.
Fyrsti flutningsmaður tillögunn-
ar, Guðmundur Hallvarðsson, Sjálf-
stæðisflokki, hefur ítrekað vakið
máls á því að þjóðfáninn ætti að
vera í þingsal. Flutningsmenn tillög-
unnar eru auk Guðmundar 12 þing-
menn úr öllum flokkum nema
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs sem vildu að sögn Guð-
mundar ekki eiga aðild að tillögunni.
Töluverðar umræður voru um
hvort þjóðfáninn skyldi vera í
þingsal, bæði árið 2001 og 2002.
Guðmundur Hallvarðsson flutti
tvívegis tillögur þar um en þær
fengust ekki afgreiddar. Nú segir
hann að líkur á að málið nái í gegn
hafi aukist.
Í greinargerð með tillögunni er
bent á að þjóðfánar annarra ríkja
séu mjög áberandi við forsæti eða
í ræðustól.
Flutningsmenn telja það mjög
við hæfi að þjóðfáni Íslendinga
skipi veglegan sess í þingsal Al-
þingis. Það yrði hinu háa Alþingi til
sóma, sem og þjóðfána vorum til
vegs og virðingar. ■
Umdeildur málskotsréttur
Forsetinn íhugaði að beita málskotsrétti þegar Alþingi heimilaði virkjun við Kárahnjúka og setti
lög á öryrkja. Formaður Vinstri grænna segir umdeilt hvort málskotsrétturinn sé raunverulegur.
Fyrrum heilbrigðisráðherra segir eðlilegt að forsetinn hugsi sig um áður en hann staðfesti lög.
SVONA MÁ SYNDA
Baksundið er bannað í Blackburn en
bringusundið leyfilegt.
Ensk sundlaug:
Bönnuðu
baksundið
BLACKBURN, AP Sundmenn í Daisy-
field-sundlauginni í Blackburn í
norðvesturhluta Englands mega
ekki lengur fara í baksund þegar
mikið er að gera í lauginni.
„Við takmörkum þá tíma þegar
leyfilegt er að fara í baksund til
að koma í veg fyrir hættulega
árekstra. Við hefðum talið að fólki
væri annt um öryggi sitt og ann-
arra og grípum því til fyrirbyggj-
andi aðgerða,“ sagði Kate Holl-
ern, starfsmaður borgarráðsins
sem bannaði baksundið á háanna-
tímum. Hún segir þó að þeir sem
brjóti gegn banninu verði ekki
lögsóttir. ■
Ríkisskattstjóri:
Skilafrestur
framlengdur
SKATTFRAMTÖL Tæplega 50 þúsund
framteljendur höfðu skilað skatt-
framtölum sínum vefrænt til Rík-
isskattstjóra á hádegi í gær og
rúmlega 44 þúsund höfðu sótt um
framlengdan frest til 2. apríl
næstkomandi. Tekin hefur verið
sú ákvörðun að lengja almennan
skilafrest sem renna átti út í gær-
kvöldi til miðvikudagsins 24.
mars til að jafna álag í lok frests-
ins og þar sem dreifing framtala
dróst lengur en áætlað var í upp-
hafi. ■
Dauði Díönu prinsessu:
Karl prins
yfirheyrður?
LONDON, AP Yfirmaður Scotland
Yard segist vera undir það búinn
að yfirheyra Karl Bretaprins
varðandi dauða Díönu prinsessu.
Verið er að rannsaka slysið, aðal-
lega ásakanir milljarðamærings-
ins Mohamed Al Fayed, sem telur
dauða Díönu og sonar síns Dodi
Fayed hafa verið morð. Fyrrver-
andi yfirlögregluþjónn hjá
Scotland Yard, John Stalker, hefur
sagt að Karl prins ætti að svara
fyrir ásakanir í bréfi Díönu þar
sem hún segir ítrekað að til standi
að myrða hana. Sir John segist
vilja ljúka þessari rannsókn fyrir
árslok. ■
HEIÐURSVÖRÐUR
Lögreglumenn standa heiðursvörð og bera
þjóðfánann við setningu Alþingis. Fánann
er hins vegar hvergi að sjá inni í þingsaln-
um sjálfum, hvorki við setningu Alþingis
né á þingfundum..
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA