Fréttablaðið - 23.03.2004, Page 20

Fréttablaðið - 23.03.2004, Page 20
Ótrúlega lítið efni eða haldgóðarheimildir eru um raunverulega sögu íslensku þjóðarinnar frá lýð- veldisstofnuninni 1944. Þetta kemur sér illa vegna þess að svo lítil þjóð hefur ekki efni á þeirri andlegu stéttaskiptingu sem nú fer hraðvax- andi, en það lýsir sér i því meðal annars að fólk rökræðir ekki um stjórnmál en segir: Það er sami rassinn undir þeim öllum! Hvar eru sagnfræðingarnir? Eru þeir ekki búnir að skilgreina póli- tíska sögu lýðveldisins? Jú. Það er að segja Nei! Tökum Kalda stríðið. Sagnfræðingarnir tóku að narta í Kalda stríðið – þó lítið fyrr en eftir að Ameríkanarnir opnuðu söfnin. Var þetta allt? Hvar er sú saga Kalda stríðsins sem Íslendingar háðu innbyrðis? Hvar er sagan um framkomu ráðamanna við stóran hluta þjóðarinnar, meðbræður sína, atvinnukúgunina, mannréttinda- brotin og allt hitt? Þessi saga – grunnurinn að sam- skiptum heillar þjóðar fyrstu ára- tugina eftir nýfengið frelsi – er hvergi skráð. Af hverju? Hvar er saga fjórflokkakerfisins sem olli vissri efnahagslegri stýr- ingu þar sem annarsvegar stærsti stjórnmálaflokkurinn náði oftast að halda meginatvinnuvegunum og löggjafarvaldinu undir sér og hins vegar opnaði þetta sama kerfi leið fyrir „vinstri“ stjórnirnar sem þurrjusu ríkissjóð og skildu eftir sviðna jörð. Viðreisnarstjórnin var undantekning og líka Nýsköpunar- stjórnin – að vissu leyti. Hvar er sagnfræðin um stjórnmál þessa tímabils? Svo eru þeir sem segja að ævisögur forsætisráðherranna séu besta sagnfræðin. Nútíminn Og komum þá aftur að nútíman- um. Sá sem þetta skrifar er ‘33 mód- el og aldrei áður hefur mér þótt möguleikar homo sapiens jafn mikl- ir og nú. Oft finnst mér sagnfræð- ingar ekki vera nógu forvitnir. Oft finnst mér þeir vera slitnir úr tengslum við atburði nútímans. Og oft finnst mér þeir svara spurning- unni um hugsanlega breytingar í sagnfræðilegri þróun Íslendinga á þá leið að næstu kosningar gætu orðið spennandi eins og þeir svara gjarnan fyrir kosningar. Lítil efna- hagsleg og pólitísk yfirsýn. Þess vegna spyr ég nú þá sem lært hafa upp það að gramsa í gangi sögunnar, sagnfræðingana, hvort ekki sé kominn tími til að koma þeirri spurningu upp á yfirborðið hvort ekki eigi að reifa þann mögu- leika að tveir stærstu turnarnir – Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylk- ingin – hafi ekki sögulegt hlutverk við að takast á við þær risavöxnu nýju aðstæður sem liggur í augum uppi að eru fram undan. Nú þarf einstaklinga til að koma í leikinn. Það þarf raunar fleira. Það þarf sögulega hugsun sem fólk skilur, ef við eigum ekki að lenda í sama fjós- haugnum enn einu sinni. ■ Þessari spurningu er varpað tilþeirra valdhafa sem skortir þá framtíðarsýn að sjá ekki Reykjavík fyrir sér í framtíðinni sem mann- vænlega, skilvirka og lifandi höfuð- borg. Sú ákvörðun stjórnvalda og borgaryfirvalda að eyðileggja framtíðarbyggingarland höfuð- borgarinnar í Vatnsmýrinni með því að leggja sex akreina ofanjarðar stofnbraut er óskiljanleg. Hún er óskiljanleg í ljósi þess að vitað er að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni á eftir að fara hvort sem það verður á næstu 5 árum eða árið 2024. Reykja- vík á tækifæri sem fæstar höfuð- borgir eiga, þ.e. 330 hektara land sem, þegar flugvöllurinn fer, er nánast ósnortið land. Þetta land ætti að skipuleggja heildstætt miðað við byggðina umhverfis og tengsl við miðborgina. Með góðu eða illu Ekki alls fyrir löngu lýstu „fjár- sterkir aðilar“ yfir áhuga sínum á að byggja verslunarmiðstöð í mið- bænum. Hvað segja þeir um að 40- 50 þúsund íbúar framtíðarbyggðar í Vatnsmýrinni verða aðskildir frá herlegheitunum? Ef borgaryfirvöld og samgöngumálaráðherra fá vilja sínum framgengt verður byggð í Vatnsmýrinni eins og hvert annað úthverfi í Reykjavík þar sem íbúar verða að fara í bílinn sinn til að sinna erindum. Einu rök hins opinbera fyrir þessari svokölluðu „færslu Hringrautar“ eru að rýmka þurfi fyrir Landspítala - háskólasjúkra- húsi. Ef af verður þá verða framtíð- arbyggingar LSH byggðar á um- ferðareyju á milli gömlu Hring- brautar og þeirrar nýju. Notalegt og heilsusamlegt umhverfi fyrir sjúk- linga og starfsfólk! Um næstu mánaðamót munu borgaryfirvöld opna tilboð í lagn- ingu þessa malbiksmannvirkis sem á eftir að skilja framtíðarbygging- arsvæðið í Vatnsmýrinni frá nærliggjandi hverfum með þriggja metra háum hljóðmönum sitthvoru megin brautarinnar. Þessi fram- kvæmd er 30 ára gömul hugmynd og núna skal hún framkvæmd með góðu eða illu. Skammsýni Hvernig stendur á því að yfir- völd hér á landi fylgjast ekkert með því sem er að gerast varðandi þróun borga í þeim löndum sem við mið- um okkur oft við? Hvað veldur þeirri þröng- og skammsýni sem ræður varðandi þessa ákvörðun? Hvers vegna má ekki nota tímann til að gera heildarskipulag fyrir svæðið og kanna aðra möguleika eins og t.d. að leggja Hringbrautina í stokk fyrir gegnumumferð eða bíða þar til flugvöllurinn er farinn og leggja þá stofnbraut í útjaðri byggðarinnar? Hvað liggur á? Þriðjudaginn 30. mars kl. 17.00 gefst kjörnum fulltrúum okkar kjósenda tækifæri til að svara þess- um spurningum á opnum borgara- fundi sem stendur til að halda á veg- um Átakshóps höfuðborgarsamtak- anna og Samtakanna um betri byggð í Tjarnarsal Ráðhússins. Von- andi sjá sem flestir borgarbúar sér fært að mæta á fundinn. Skipulags- mál snerta líf allra. Þeim sem eru nettengdir er bent á að skoða slóðina http://jens.open- hand.net/hringbraut/ ■ Stór mynd af skjaldarmerki Al-þingishússins birtist á forsíðu Fréttablaðsins 5. mars og minnir okkur á að ýmislegt hefur gleymst í umróti liðins tíma. Það er nefni- lega vitlaust merki á þessu virðu- lega húsi. Þar getur ennþá að líta danska skjaldarmerkið með kór- ónu Kristjáns konungs 9. í stað ís- lenska merkisins með táknum landvættanna. Merkjaskiptin hafa nú dregist í tæp 60 ár. Þvílíkur trassaskapur. Þetta er þeim mun raunalegra sem skriður komst á málið árið 1990 og smíði nýs merkis var fyr- ir forgöngu Árna Gunnarssonar forseta neðri deildar langt komin þegar árar voru lagðar í bát og gefist upp við verkið. Um þetta má lesa í Morgunblaðinu laugar- daginn 28. febrúar síðastliðinn og fylgir greininni mynd á forsíðu af steypumóti nýja skjaldarmerkis- ins. Þar kemur einnig fram að ástæður fyrir þessum sinnaskipt- um voru tvær, annars vegar and- staða sumra þingmanna og á hinn bóginn neitun Húsfriðunarnefnd- ar. Þetta er þeim mun furðulegra sem afstaða beggja þessara hópa er gjörsamlega óverjandi eins og hér skal sýnt fram á með fáeinum orðum. Tákn danska konungsvaldsins Núverandi skjaldarmerki er tákn danska konungsvaldsins sem ríkti öldum saman yfir Íslandi allt til ársins 1944, en þá sleit þjóðin konungssambandi við Danmörku, stofnaði lýðveldi og varð sjálf- stætt ríki. Það er því bæði lágkúra og hin grófasta móðgun við lýðveldi okkar og alþjóðareglur að setja Alþingi og neyða þjóðkjörna fulltrúa til að gegna þingstörfum áfram undir danskri kórónu eins og ekkert hafi í skorist! Er hægt að búast við að almenningur virði og meti lýðræðið að verðleikum þegar stjórnvöldin sjálf láta sér í léttu rúmi liggja þótt siglt sé þannig undir fölsku flaggi? Og það gerum við einmitt á meðan danska skjaldarmerkið trónir á Alþingishúsinu. En jafnframt ruglum við ýmsa erlenda gesti á Austurvelli í ríminu sem sjá sér til undrunar að Ísland er konungsríki eftir því tákni að dæma sem prýð- ir þinghúsið. Þetta er fáránlegt og hneykslanlegt í senn hvernig sem á málið er litið. Þingmenn ættu því að krefjast þess að lokið verði við gerð skjaldarmerkisins sem fyrst og vera stoltir af að veita því verki stuðning sinn. Skjaldarmerkið á Þjóðminjasafni Það kemur á óvart að Húsfrið- unarnefnd skuli hafa sett sig á móti merkjaskiptunum. Sé það rétt virðist hún telja sig hafa meira vald og vera æðri stofnun en sjálft Alþingi! Neitun þýðir einfaldlega að Alþingi er húsnæðislaust því að skammlaust er ekki hægt að starf- rækja það undir danskri kórónu, það gengur engan veginn upp. Þá eru tveir kostir fyrir hendi: Annað hvort þarf að byggja nýtt Alþingis- hús eða Húsfriðunarnefnd hlýtur að draga neitun sína til baka. Þar sem nýlega er búið að reisa dýrar byggingar í tengslum við Alþingis- húsið væri óskynsamlegt að skipta á þessu stigi um Alþingishús. Og þó Húsfriðunarnefnd hafi gert marga góða hluti má minna á að Al- þingi er lifandi stofnun sem þarf svigrúm og tækifæri til nauðsyn- legra breytinga sem óviturlegt væri að hindra. Danska skjaldar- merkið ber þess vegna að taka ofan hið bráðasta og koma því fyr- ir á öndvegisstað í Þjóðminjasafni. Reisn og sjálfsvirðing þjóðarinnar Bæði Morgunblaðið og Frétta- blaðið eiga þakkir skildar fyrir að hafa hreyft við þessu máli og þannig minnt okkur á hverju er ólokið í þessum efnum. Því meir sem málið er skoðað kemur betur í ljós að það er stærra í sniðum en virðist við fyrstu sýn, því að það varðar reisn og sjálfsvirðingu ís- lensku þjóðarinnar sem seint verður metin til fjár. Alþingismenn! Látið nú hend- ur standa fram úr ermum og ljúk- ið skjaldarmerkjaskiptingunni með sameinuðu átaki, ykkur til sæmdar og landi og þjóð til heilla. ■ Bætiflákar Er hjakkaður niður „Við hverju er að búast þegar fjölmiðlar bjóða ekki upp á málefnalegar umræður? Ég hef beðið um eftirlitsmenn frá OECD til að fylgjast með kosningabaráttunni því fjöl- miðlarnir keppast við að hjakka niður framboð mitt á ómálefnalegum grundvelli.“ ––––––––––––––––––––––––––––– Fylgi Ástþórs Magnússonar mælist rétt rúmt prósent í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem spurt var: Hvern viltu sjá sem forseta á næsta kjörtíma- bili? 20 23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Af Netinu Hvað liggur á? Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3519 tjorvi@kraftvelar.is www.kraftvelar.is Vökvaknúnar rafstöðvar Fyrir gröfur, bíla og báta • Tengjanlegar við öll vökvakerfi • Nýtir þann vélbúnað sem fyrir er • Léttar og taka lítið pláss samanborið við ljósavélar • Sjálfvirk tíðni- og spennustilling • Fáanlegar frá 3,5-70 kVA • Ýmiss annar búnaður fyrir vökvakerfi fáanlegur Verð kr 428.663,- með vsk. Tími til að leysa frá skjóðunni? Umræðan TORFI GUÐBRANDSSON ■ skrifar um skjaldarmerki Alþingishússins. Umræðan HRAFN SÆMUNDSSON ■ skrifar um skort á sagnfræði. Umræðan DÓRA PÁLSDÓTTIR ■ skrifar um skipulagsmál. Skjaldarmerki Alþingishússins Of seint í rassinn gripið „Ég þekki nokkur kaldhæðin kvikyndi sem finnst gaman að dissa hitt og þetta. Gæti jafn- vel verið að ég sé einn þeirra. Það fyndnasta við svona lið er að það verður hreinlega brjál- að ef einhverjum dirfist að dissa það. Því var ég ekkert alltof hress þegar þetta barst í gær: Sæll Gunni ég hef sjaldan heyrt í eins lélegum söngvara eins og þú ert eg er búin að vera í músikk síðan 1967 þú mátt eiga það að slá allt út ég hlustaði á þig í gær í sjónvarp- inu, fyrirgefðu en ég varð að tjá mig. Sendandi var einhver Kolla út í bæ og ég svaraði auðvitað í hita augnabliksins og sagði að hún væri sjálf lé- leg. Það hefði auðvitað verið mun sniðugra að svara engu og gefa þannig í skin að bréfið hafi ekki skipt mig neinu, en þá aðferð nota margir þó það sé örugglega allt á suðupunkti innra með þeim. Einnig hefði verið upplagt að koma með eitthvað snappí eins og „Takk fyrir það, alltaf gaman að vita hvað geðveikum kellingum sem kunna ekki að nota punkta eða kommur finnst um mig“ (tók mig 12 tíma að finna þetta upp), en það er of seint.“ DR. GUNNI Á VEF SÍNUM THIS.IS/DRGUNNI.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.