Fréttablaðið - 23.03.2004, Síða 21
ÞRIÐJUDAGUR 23. mars 2004
Já, ráðherra
ÁSuðurnesjum hefur ekki veriðráðherra frá stofnun lýðveld-
isins. Ég hef það á tilfinningunni
að ríkisvaldið sé orðið því vant að
lítið þurfi að þjóna þessu svæði.
Nú á síðustu árum hefur þetta
verið mjög áberandi og framkoma
nokkurra ráðherra tekið af öll tví-
mæli hvað þetta varðar.
Suðurnesin hunsuð
Við skulum hugsa okkur að
Stokksnesið, sem nú hefur verið
yfirgefið af Bandaríkjaher,
myndi tungu sem skipti miðjum
Hornafjarðarbæ. Utanríkisráð-
herra er búinn að taka við land-
inu og hagnast um hundruð
milljóna á þeim viðskiptum.
Ágætu Suðurnesjamenn, sjáið
þið það fyrir ykkur ef staðan
væri þessi að utanríkisráðherra
byði þetta land út til hæstbjóð-
anda? Ég þarf ekki að hugsa mig
lengi um, landið hefði verið af-
hent án gjaldtöku og greiddar
bætur fyrir, jafnvel hefði verið
þakkað fyrir afnotin. En af því
að nikkelsvæðið er á milli Kefla-
víkur og Njarðvíkur telur utan-
ríkisráðherra sjálfsagt að við
greiðum háar fjárhæðir fyrir
landið sem tekið var eignarnámi
og sáralítið greitt fyrir það á
sínum tíma. Ekki dugar að
benda á að fyrrverandi landeig-
endur hafi átt forkaupsrétt því
ráðherra, sem gat skipt landinu
upp í kvótasvæði norður og suð-
urhluta og haft Hornafjörð með
norðurhluta sem gaf 20% meiri
kvóta, ætti ekki að vera í vand-
ræðum með að semja við land-
eigendur um framreiknað verð
fyrir landið. Ríkisvaldið er orðið
svo vant að hunsa okkar lands-
hluta að engu tali tekur.
Stuðla þarf að jöfnuði
Nú nýverið taldi iðnaðar- og
viðskiptaráðherra nauðsynlegt
að jafna flutningsgjald á raf-
orku með því að skattleggja m.a.
Suðurnesin en varð að láta í
minni pokann vegna harðfylgis
HS og OR. Hvað er jöfnuður í
huga ráðherra? Nú nýverið var
úthlutað úr nýsköpunarsjóði 550
milljónum, þar af fóru 400 millj-
ónir í kjördæmi ráðherra og
ekki nóg með það, þetta kom
henni algerlega á óvart en ein-
hver kynni að halda því fram að
þetta séu innherjaviðskipti. Nú
vill hún fella niður flutnings-
gjald á sementi og get ég verið
því sammála í meginatriðum en
ég efast um að ráðherra beitti
sér í þessu máli ef sementsala
væri t.d. frá Húsavík í stað
Helguvíkur, hvað þá ef Sements-
verksmiðja ríkisins væri starf-
andi. Eitt er víst, að ekki verða
þessir ráðherrar vændir um að
vera hér á atkvæðaveiðum, ljóst
er að þeir leggja allt sitt traust á
gullfiskaminni kjósenda. Ef það
er vilji ráðherra að stuðla að
jöfnuði þá eru hæg heimatökin í
þeim efnum t.d. að jafna lífeyr-
isréttindi, jafna atkvæðisrétt,
jafna styrki og greiðslur á
landshluta svo fátt eitt sé nefnt.
Því miður blasir allt annar
veruleiki við flestum lands-
mönnum, því þingið sýndi hug
sinn í verki svo ekki verður um
villst í eftirlaunamálinu, fyrir-
hyggjan nær oft ekki út fyrir
eigin hagsmuni sem kemur vel í
ljós í þessu máli. Reykjavíkur-
borg líður fyrir Reykjavíkur-
flugvöll, hundruðum milljóna er
varið til endurbóta á flugvellin-
um jafnvel þó vélskóflukjaft-
arnir bíði á hliðarlínunni til að
moka honum í burtu en mörgum
þingmönnum finnst þetta hent-
ugt. Gaman væri að fá saman-
burðartölur á fjárveitingum og
styrkjum til dæmis á Eyjafjarð-
arsvæðinu og Suðurnesjum, þá
kemur sennilega í ljós hvað er
jöfnuður í hugum ráðamanna.
Það má margt læra af slíkum
samanburði og hver er að greiða
niður fyrir hvern. Ef til vill eru
þingmenn okkar fjórðungs-
drættingar þegar miðað er við
Eyjafjarðarsvæðið, en ástæðan
er einföld, við höfum aldrei átt
málsvara á ríkisstjórnarfundi,
til þess þarf ráðherra.
Ráðherra af Suðurnesjum
Nú á haustmánuðum verða
hrókeringar á ráðherrastólum
og gefur það ekki tilefni til
bjartsýni fyrir okkur Suður-
nesjamenn. Það væri mikil bót
fyrir kjósendur og lýðræðið ef
ráðherraefni væru tilgreind á
framboðslistum, landið gert að
einu kjördæmi og hagur heildar-
innar hafður að leiðarljósi en
eins og málum er nú komið er
ráðherra margra þingsæta
virði. Framganga Eyjafjarðar-
ráðherranna undirstrikar
græðgisvísitöluna og vanhæfni
þeirra til að vinna að hag heild-
arinnar. Hér gefst nú kjörið
tækifæri til að rétta af margra
áratuga slagsíðu og tilnefna ráð-
herra af Suðurnesjum. ■
Umræðan
STURLAUGUR ÓLAFSSON
■
skrifar um ráðherraleysi á Suðurnesjum.