Fréttablaðið - 23.03.2004, Side 24
Neytendasamtökin:
Margvísleg
þjónusta
Neytendasamtökin bjóða upp áýmiss konar þjónustu fyrir
neytendur. Árgjaldið er 3.400
krónur og hægt er að sækja um
aðild á vefnum.
Meðal þess sem stendur félags-
mönnum til boða er Neytenda-
blaðið, sem kemur út fjórum til
fimm sinnum á ári, og aðgangur
að fyrri tölublöðum á vefnum.
Félagsmenn fá einnig fullan
aðgang að vef Neytendasamtak-
anna, en þar eru greinar, gæða-
og markaðskannanir sem aðeins
birtast á vefnum á læstum síðum.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa
aðgang að Netinu geta fengið
slíkt efni sent í pósti endur-
gjaldslaust.
Rit Neytendasamtakanna og
neytendasamtaka í nágrannalönd-
unum standa félagsmönnum til
boða á góðu verði.
Neytendasamtökin bjóða
einnig félagsmönnum aðstoð leið-
beininga- og kvörtunarþjónust-
unnar ef vandamál koma upp eft-
ir að kaup hafa farið fram. Félags-
menn NS geta fengið viðtal hjá
lögfræðingi samtakanna í Reykja-
vík eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar er að finna
á heimasíðu samtakanna,
www.ns.is ■
Sæll Vilhjálmur.
Ég svaraði spurningunni um 20%
vextina í blaðinu 24. febrúar síðastlið-
inn og læt það duga.
Áhrif verðtryggingar og verðbóta
á lán skal ég hins vegar útskýra nánar.
Það er rétt hjá þér að verð-
trygging er það sama og kaupmáttar-
trygging. Þar með er hins vegar ekki
nema hálf sagan sögð því verðbætur á
lán vinna nákvæmlega eins og vaxta-
vextir. Verðbætur reiknast sem hlut-
fallsleg hækkun á höfuðstóli og leggj-
ast á höfuðstól og svo
koll af kolli eins og
vaxtavextir. Tökum
dæmi: Vísitala láns
hefur hækkað úr 227,2
í 228,4 eða 1,2 stig
milli afborgana. Það
gerir 0,53% hækkun á
láninu ásamt áfölln-
um verðbótum. Þessi
hækkun leggst nær
óskipt á höfuðstólinn.
Næsta hlutfallslega
hækkun vísitölu
reiknast svo af lán-
inu ásamt þessum
0,53% verðbótum.
Því er, með öðrum
orðum, verið að
reikna vexti á vexti
en það heitir vaxtavextir. Þetta er
einnig skýringin á því hvers vegna
verðtryggð lán hækka að öllu jöfnu
fyrstu tvo þriðju af lánstímanum
þrátt fyrir reglulegar afborganir.
Verðtryggt lán verður því miður
dýrara en óverðtryggt lán vegna þess-
ara vaxtavaxta áhrifa verðbótanna.
Tökum dæmi af tveimur 8 milljóna
króna lánum til 40 ára sem greitt er af
mánaðarlega. Annað er verðtryggt
með 6,0% raunvexti, hitt er óverð-
tryggt með 8,65% nafnvexti sem gefa
sömu raunvexti, verðbólga er 2,5% út
lánstímann. Eftir 40 ár hefur verð-
tryggða 8 milljóna króna lánið kostað
36,1 milljón en það óverðtryggða 28,6
milljónir. Þessa útreikninga er hægt
að skoða betur í fréttadálknum á
h e i m a s í ð u n n i
www.fjarmalafrelsi.is.
Kveðja,
Ingólfur Hrafnkell
Sæll Ingólfur
Las pistil þinn í blaðinu og þótti hann nok
kuð skondinn. Nokkur atriði finnst mér þ
urfa
leiðréttingar eða áréttingar við.
Í fyrsta lagi eru nánast engar líkur á a
ð finna nokkurs staðar áreiðanlega 20%
árs-
ávöxtun fjármuna ...
Í öðru lagi eru verðbætur allt annað en v
axtavextir. Verðbætur tryggja einfaldleg
a að
lán sé greitt til baka í jafnverðmætum k
rónum og þær sem upphaflega voru lán
aðar ...
Vextir og vaxtavextir eru svo annað mál
og stærðfræðilega ótengt verðbótunum.
Í þriðja lagi er verðtrygging engan vegi
nn jafn slæm og margir halda. Allir lán
veit-
endur vilja verja fé sitt gagnvart verðb
ólgu. Sú vörn kemur annað hvort fram s
em sér-
stök verðtrygging lánsins eða með því a
ð innifela áætlaða verðbólgu í vaxtaprós
entunni
eins og tíðkast um óverðtryggð lán ... Ve
rðtryggð lán eru sem sagt að jafnaði ódý
rari, og
munar þar talsverðu þegar um er að ræð
a löng lán á borð við húsnæðislán.
Í fjórða og síðasta lagi stendur ekki til a
ð taka upp breytilega vexti þann 1. júlí þ
egar
Íbúðabréf koma í stað Húsbréfa ... Með kveðju,
Vilhjálmur Þorsteinsson
Verðbætur vinna eins og vaxtavextir
INGÓLFUR
HRAFNKELL
INGÓLFSSON
■ félagsfræðingur og
leiðbeinandi á nám-
skeiðum Fjármála
heimilanna svarar
hugleiðingum um
vexti og verðbætur.
Ég gerði þau á síðasta ári. Þákeypti ég íbúð norður á Akur-
eyri sem ég er mjög ánægður
með.
Anton Sölvason
Bestukaupin?
Vatn er hollasti drykkurinn og hér á
landi erum við svo heppin að vatn úr
krana er afar ljúffengt.
Með því að drekka alltaf vatn með
matnum og ekki keypta drykki sem eru
þar að auki óhollir eins og gos er til dæm-
is getum við sparað alveg heilan helling.
Hálfs lítra gosflaska kostar 150
krónur. Ef ein slík er drukkin á
degi hverjum eru það 54.750 á ári.
Margfaldað með fjórum verður
upphæðin 219.000, sem er ansi há
tala í heimilisbókhaldinu.
Ekki spillir að það er
miklu hollara að drekka
vatn en gos - þannig spar-
ar maður líklega tann-
læknakostnaðinn síðar
meir. Það er ekki ónýtt.
fjármál o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um f jármál heimilanna
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: fjarmal@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Skuldir heimilanna:
Vanskilin
fyrst
Fólk í greiðsluerfiðleikum er oftkomið í þrot með úrræði. Ráð-
gjafastofa heimilanna aðstoðar
fólk sem á í verulegum erfiðleik-
um. Á heimasíðu ráðgjafastofunn-
ar, www.rad.is, eru líka ýmsar
greinar, gagnlegar upplýsingar og
spurningar og svör.
Hvaða skuldir er skynsam-
legast að greiða niður fyrst?
Þær skuldir sem eru með mest-
um kostnaði fyrir þig. Á vanskil
leggjast dráttarvextir, sem eru
17% í dag, ásamt innheimtu- og
lögfræðikostnaði, ef skuldin er
komin í lögfræðiinnheimtu. Það
er því best að greiða vanskilin
fyrst niður og síðan veltukort og
yfirdrátt, þar sem þessar skuldir
bera yfirleitt hærri vexti en
skuldabréf.
Yfirdráttarheimild
breytt í lán
Þegar þú tekur lán borgar þú
lántökukostnað og stimpilgjöld,
einnig ert þú að borga innheimtu-
kostnað (seðilgjöld) við hverja
greiðslu. Gott er að fá upplýsing-
ar hjá fjármálastofnunum um
hvað lánið mun kosta og hvað
heimildin mun kosta ef þú greiðir
hana niður með reglulegum
greiðslum og meta út frá því
hvort það borgi sig að breyta yfir-
dráttarheimildinni í lán. ■
Hvernig sparar þú?
Aldrei farið
á „kortaflipp“
Dúfa Einarsdóttir söngkona er af„gamla skólanum“, alin upp við
að fara vel með peninga og segir
meginregluna að flýta sér ekki of
hratt að eignast alla hluti. „Það situr
í mér úr uppeldinu að fara vel með.
Heima hjá mér skorti aldrei neitt en
það var heldur ekkert bruðlað.
Þetta geta börn lært af foreldrum
sínum. Ég held að vandinn hjá unga
fólkinu sé að það vill hafa allt full-
komið þegar það byrjar að búa. Það
kaupir of mikið og safnar ekki,
heldur tekur á lánum.“
Eiginmaður Dúfu var í háskóla
þegar þau byrjuðu sinn búskap og
Dúfa vann allan daginn. „Við keypt-
um fyrstu íbúðina 27 ára og byrjuð-
um á að kaupa bara lítið, svo var
bætt við smám saman.“
Dúfa tók strax þann pól í hæðina
þegar kortin urðu almenn að brenna
sig ekki á þeim og nota þau varlega.
„Ég hef aldrei farið á „kortaflipp“,“
segir Dúfa hlæjandi. „Ég legg inn á
debetkortið mitt og skammta mér.
Oftast er ég þó með peninga þegar
ég versla inn. Maður verður meðvit-
aðri þegar maður borgar með bein-
hörðum peningum, það er meira
eins og verið sé að rífa úr manni
hjartað að borga með peningum en
korti,“ segir hún og hlær hjartan-
lega. „Annað sem ég spara á er að
kaupa sjaldan tilbúinn mat heldur
elda frekar sjálf. Mitt sparnaðarráð
til ungs fólk myndi vera að flýta sér
ekki of hratt. Börn þurfa til dæmis
ekki að eiga alla hluti og engum er
greiði gerður með að þau eigi her-
bergi full af dóti sem þau hafa litla
ánægju af.“ edda@frettabladid.is
DÚFA EINARSDÓTTIR
SÖNGKONA
Var alin upp við að fara
vel með peninga og flýta
sér hægt. Hún notar
peninga frekar en kort
við innkaupin og kaupir
sjaldan tilbúinn mat.
Tilboð:
GSM-
áfyllingar
Framt til 1. júní 2004 er tilboð áGSM-áfyllingum í KB Net-
banka og hraðbönkum. Ef fyllt er
á farsímainneign hjá Símanum
fyrir að minnsta kosti 2.000 kr.
fylgir 300 kr. SMS-inneign. Sú inn-
eign gildir innan kerfis Símans í 6
vikur. Þáttakendur geta líka unnið
ýmsa vinninga: GSM-myndavéla-
síma, miða fyrir tvo á Korn og
5.000 kr. inneignir á Frelsi. ■
DREKKTU VATN