Fréttablaðið - 23.03.2004, Page 38

Fréttablaðið - 23.03.2004, Page 38
23. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR Rocky ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Tjaldur. Grétar Hallur Þórisson. Joseph-Guy Ropartz. Úrval af sængurfatnaði til fermingargjafa og annarra tækifærisgjafa Skólavörðustíg 21,Reykjavík Sími 551 4050 SKULDBINDING VIÐ EFNUM LOFORÐ OKKAR s. 564 2910 • www.sos.is Bókmennta- tryllar seljast vel Þetta gengur svona líka stórkost-lega,“ segir Snæbjörn Arn- grímsson um sölu á Da Vinci lyklin- um í Danmörku, en Bjartur hefur útgáfuréttinn þar. „Við vorum reyndar að detta úr öðru sæti í það fjórða á einum metsölulistanum en bókin heldur annars staðar öðru sætinu og hefur verið þar síðan í nóvember. Við erum líka búnir að selja hana í bókaklúbb í Danmörku þar sem hún fer í 30.000 eintökum í júlí, þannig að við getum ekki verið ánægðari.“ Bjartsmenn ætla að halda áfram á svipuðum slóðum því þeir hafa tryggt sér útgáfuréttinn á Íslandi, Noregi og í Danmörku á bókinni Klúbbur Dantes eftir Matthew Pearl, og mun hún koma út í þessum þremur löndum í haust. „Þetta er bókmenntatryllir sem hefur verið á metsölulistum þar sem hann hefur verið gefinn út. Þetta er bók kannski í svipuðum dúr og DaVinci, en mun meira bókmenntaverk.“ Líkt og aðrir í útgáfubransanum eru Bjartsmenn nýkomnir frá mik- illi bókamessu í Bretlandi og vill Snæbjörn lítið segja að svo stöddu um það hvort Bjartur hafi nælt sér í áhugaverða titla þar. Hvað sem úr því verður sóttu forsvarsmenn for- lagsins Faber & Faber hart að Bjartsmönnum að þeir kæmu út í haust til að taka einn fótboltaleik á milli bókaforlaganna og það er aldrei að vita hvað gæti komið út úr þeim leik. ■ Þessi pastaréttur þarna er sannur viðbjóður! Ég hef séð uppþornaðar grænar rækjur sem voru meira freistandi! Og maður þarf að vera þokkalega þreyttur á lífinu til að prófa þessa gráu pizzu þarna! Þetta er eins og fornmaðurinn sem var grafinn úr ísnum í Ölpunum! Og hvað má bjóða ykkur? Bækur DA VINCI LYKILLINN OG KLÚBBUR DANTES ■ Bækur sem seljast vel SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON Stefnir á fótboltaleik Bjarts gegn bókaforlaginu Faber & Faber í haust. Það hlýtur að verða leikur dvergsins við risann. Miðasala fyrir tónleika Pixieshefst ekki fyrr en á morgun en samt er um helmingur þeirra miða sem í boði eru þegar seldur. Þannig er mál með vexti að miða- sala á tónleika þýsku tölvupopp- aranna í Kraftwerk hófst í gær en þar býðst æstum Pixies aðdáend- um að kaupa sér miða á Pixies um leið og þeir kaupa miða á Kraftwerk-tónleikana. Það er ljóst að flestir þeirra sem hyggjast sjá Kraftwerk á sviði í Kaplakrika hafa notfært sér þennan möguleika en síðdegis í gær höfðu 1.500 miðar selst á Kraftwerk-tónleikana og 1.200 miðar á Pixies. Alls eru 2.500 miðar í boði á tónleika Pixies og þar sem einnig verður hægt að kaupa Pixies-miða með Kraftwerk-miðum í dag má reikna með að lítið verði eftir þeg- ar miðasalan hefst formlega á miðvikudaginn. ■ Pixies-miðarnir rjúka út PIXIES Miðar á tónleika sveitarinnar voru í gær seldir með miðum á tónleika Kraftwerk og flestir sem keyptu miða á Kraftwerk tóku miða á Pixies í leiðinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.