Fréttablaðið - 23.03.2004, Page 39

Fréttablaðið - 23.03.2004, Page 39
ÞRIÐJUDAGUR 23. mars 2004 39 Kynnir íslenskan veruleika erlendis Ég samdi tilkynningu og sögu-bút og sendi þeim á News- shopper. Þeim leist svo vel á þetta að þeir ætla að gera mig að þeirra eina erlenda pistlahöf- undi,“ segir Ólafur Þór Eiríksson, sem heldur úti heimasíðunni Net- saga.is þar sem hann birtir hug- leiðingar og sögur eftir sjálfan sig. Aðspurður um hvað hann muni skrifa á hinum erlenda vef segist hann eiga fullt af efni á Netsögu. „Svo ætla ég að taka skemmtileg viðtöl við hina og þessa. Þetta verður kjörið tæki- færi til að auglýsa íslensk fyrir- tæki, svona óbeint. Þetta er tæki- færi sem maður fær bara einu sinni á ævinni.“ Fyrsti pistill Ólafs mun birtast á næstu dögum. „Þeir eru að undir- búa kynningu á mér og gera þetta flott. Mig vantar svo ljósmyndara sem á fullt af myndum, til að kynna íslenskan veruleika. Þetta er ólaun- að starf eins og er en gæti breyst síðar meir. Á móti munu þeir leyfa mér að kynna netsögu út um allt, þar sem ég skrifa bæði á íslensku og ensku.“ ■ Lárétt: 1hamlar, 6ára,7uú,8tt,9ugg,10ill, 12ljá,14kol,15ós,16ár, 17ást,18knýr. Lóðrétt: 1hatt,2art, 3ma,4augljós,5rúg,9 ull,11forn,13ásta,14kák,17ár. Lárétt: 1 kemur í veg fyrir, 6 geislabaugur, 7 í röð, 8 tveir eins, 9 hræðslu, 10 slæm, 12 amboð, 14 eldsneyti, 15 ármynni, 16 tímabil, 17 heit tilfinning, 18 þrýstir á. Lóðrétt: 1 höfuðfat, 2 gott eðli, 3 skóli, 4 sýnilegur, 5 matjurt, 9 reyfi, 11 gamall, 13 konunafn, 14 fálm, 17 tímabil. Lausn: 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5Lee Hall eldar með Elvis á Akureyri Leikskáldið Lee Hall, höfundurEldað með Elvis og Billy Elliot, hefur þegið boð Halls Helgasonar, framleiðanda sýningarinnar Eldað með Elvis, um að sækja Ísland heim. „Ég sendi nú boð um það leyti sem við vorum að frumsýna en svarið var að berast núna,“ segir Hallur. „Sýningin hefur fengið góða dóma og mælst vel fyrir hérna og það gerir það kannski meira spenn- andi fyrir höfundinn að kíkja en hann verður viðstaddur hátíðarsýn- ingu á Eldað með Elvis í Samkomu- húsinu á Akureyri þann 7. apríl.“ Hallur segir að Hall sé væntan- legur til landsins 2. apríl og ætli sér nokkra daga til að skoða sig um en með honum í för verða eiginkona hans, Beeban Kidron, og tvö börn þeirra. Kidron er þekktur kvik- myndaleikstjóri og er um þessar mundir að leggja lokahönd á aðra myndina um Bridget Jones. „Mér skilst að hann hafi eytt einu sumri hérna, á Mývatni, þegar hann var krakki en veit annars ekk- ert hvað hann var að gera.“ ■ Netið ÓLAFUR ÞÓR EIRÍKSSON ■ Gerist gestapistlahöfundur á breska vefmiðlinum newsshopper.co.uk ÓLAFUR ÞÓR EIRÍKSSON Heldur úti netsaga.is hér á landi og stefnir á útrás á breska vefmiðlinum newsshopp- er.co.uk HALLUR HELGASON Bauð Lee Hall, höfundi Eldað með Elvis, að kíkja á uppsetninguna á verkinu á Ís- landi. Hall hefur þekkst boðið og er vænt- anlegur um mánaðamótin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.