Fréttablaðið - 23.03.2004, Síða 40

Fréttablaðið - 23.03.2004, Síða 40
Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Friðarstríð SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Sá sem lýsir yfir stríði á ekki von áfriði, þvert á móti kallar hann eftir stríði, leggur það til að stríð ríki frem- ur en friður. Bandaríkjaforseti verður seint sakaður um skynsamlegt orðaval og margir eiga ennþá erfitt með að kyngja því er hann lýsti yfir stríði gegn hryðjuverkum. Í fyrstu virtist það barnsleg yfirlýsing, gerð til að friða múginn og skapa sér vinsældir á við ofurhetjur kvikmyndanna sem æða á vit ævintýra og stráfella illmenni. Stríðsyfirlýsing gleður stríðelskandi og hættulega óvini og veitir heimild til að fara með herlið hvert sem er til að sprengja og splundra. Sé mannkyns- sögunni lauslega flett hefur þó alltaf komið á daginn að það er dýrkeypt að styðja styrjaldir. NÆR TVÆR vikur eru liðnar frá skelfilegum hryðjuverkaárásum á Madrid. Misvitrir spekúlantar hafa tjáð sig fjálglega og býsnast yfir því að hryðjuverkamenn stýri nú niður- stöðum kosninga. Samkvæmt því áttu spænskir kjósendur að hunsa þá staðreynd að stjórnvöld reyndu að leyna því fram yfir kosningar að hin illræmdu al-Kaida samtök stæðu að baki árásunum. Samkvæmt því áttu Spánverjar að kjósa yfir sig sömu stjórn þrátt fyrir að níutíu prósent þeirra væru andvíg aðild Spánar að innrás í Írak. VANDASAMASTA verkefni lýð- ræðiselskandi þjóða er að virða lýð- ræðið, hvað sem á dynur, og virða niðurstöður kosninga. Í því felst sú grundvallarhugsun að bera virðingu fyrir kjósendum og þeim skoðunum sem þeir láta í ljós með atkvæði sínu. Að lýsa því yfir að hryðju- verkamenn hafi komið nýjum herr- um til valda á Spáni er óheyrileg vanvirðing við lýðræðislega hugsun og sýnir á sorglegan hátt hve litla trú stöku stjórnmálamenn hafa á al- mennum kjósendum. Það er skammarlegt að íslenskir ráðsmenn hafi uppi slíkar yfirlýsingar. HUGURINN er hjá Spánverjum. Víða meðal staðfastra þjóða hefur nú verið boðað mun hertara eftirlit með almenningi. Myndavélar fylgjast með fólki, líkamsleitir eru fram- kvæmdar á götum úti, hvatt er til ná- unganjósna, stóri bróðir er að störf- um. Tortryggni, ótti og hræðsla eru áhrifamiklir fjötrar enda er for- skriftin að vestan – stríð fyrir friði – svo mótsagnakennt sem það kann nú að hljóma. ■ trulofun.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.