Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 12
LÍKFUNDARMÁLIÐ Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins má rekja saman símtöl úr símum í eigu Tomas Malakauskas og Grétars Sigurðarsonar saman við at- burðarás í líkfundarmálinu. Lögreglan hefur rakið alls 218 símtöl sakborn- inga til nafngreinds litháísks karl- manns er t a l - inn er höfuðpaur skipulagðar glæpastarfsemi þar í landi. Lang- flest símtölin eru úr farsímum Malakauskas en 29. janúar stofn- ar hann nýtt símanúmer sem nota á nær eingöngu í tengslum við komu Jucevicius til lands- ins, að því er lög- reglan telur. Sama dag og númerið er stofn- að hringir Mala- kauskas í Grétar til þess að gefa honum númerið og til Lit- háans daginn eftir í sama skyni. Á t í m a b i l i n u 30. janúar til 2. febrú- ar, komu- dags Juce- vicius til Ís- lands, hringir Malakauskas úr nýja númerinu alls 26 sinnum í yf- irboða sinn í Litháen, að því er virðist til þess að undirbúa flutning fíkniefnanna til landsins. Um það leyti sem Jucevicius er að lenda á Keflavíkurflugvelli hringir Malakauskas ítrekað í yfirboðara sinn í Litháen og í er- lent símanúmer í eigu Jucevicius. Lögregla telur að Malakauskas, Grétar og Jónas Ingi, þriðji sak- borningurinn, hafi farist á mis við Jucevicius á flugvellinum og eftir að hafa árangurslaust reynt að ná í Jucevicius sjálfan því hringt til yfirboðarans í Litháen til þess að ganga úr skugga um að Jucevicius hafi örugglega farið til Íslands. Á tímabilinu 3. til 5. febrúar hringir Malakauskas margoft til fyrrgreinds karlmanns í Litháen. Talið er að í þeim símtölum hafi Malakauskas verið að leita ráða því Jucevicius væri í vandræðum með að koma frá sér fíkniefnunum. Veikindi Jucevicius sem leiddu hann til dauða fara verulega að segja til sín 5. febrúar, þremur dög- um eftir komu hans til landsins. Þann dag hringir Malakauskas í Flugleiðir í því skyni að breyta flugmiða Jucevicius. Talið er að þremenningunum hafi verið skipað að reyna að koma honum úr landi og undir læknishendur erlendis. Þegar veikindin standa sem hæst, frá kvöldi 5. febrúar og þar til Jucevicius lést, að morgni 6. febrú- ar, hringir Malakauskas alls tíu sinnum til fyrrgreinds manns í Lit- háen þrátt fyrir að það sé hánótt. 6. febrúar hringir Malakauskas aftur til Litháen og fer símtalið í þetta skipti í gegnum sendi við Höfn í Hornafirði. Því má rekja ferðir hans austur á land, en sak- borningar eru þá á leið með líkið til Vopnafjarðar. Síðasta símtal Malakauskas til yfirboðara síns á sér stað stuttu eftir að líkið finnst í höfninni. Talið er að litháíska númerinu hafi eftir það verið lokað. sda@frettabladid.is 12 24. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR NEFNDUR EFTIR YASSIN Suad Dumoush nefndi nýfæddan son sinn Ahmed Yassin, eftir trúarlegum leiðtoga Ham- as sem Ísraelar réðu af dögum í fyrradag. LÍKFUNDARMÁLIÐ Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni eins þre- menninganna sem eru í gæslu- varðhaldi vegna líkfundarmáls- ins, finnst ráðherra taka of djúpt í árinni þegar hann segir að leki og birting á lögregluskýrslu sé aðför að réttarkerfinu. „Mér finnst ráðherra gera of mikið úr þessu og sakna þess að hann skyldi ekki hafa brugðist við þegar trúnaðargögn úr rann- sókninni láku til fjölmiðla,“ seg- ir Sveinn Andri. „Morgunblaðið birti frétt um játningu eins sak- borningsins sem var unnin upp úr þessari skýrslu. Sú frétt birt- ist daginn eftir að skýrslan var tekin og ég hef ekki fengið skýr- ingu á því hvers vegna sá leki var ekki rannsakaður.“ Sveinn Andri segir að fjöl- miðlaumfjallanir sem byggt hafi á rannsóknargögnum frá lög- reglu í upphafi málsins hafi ver- ið miklu alvarlegri fyrir rann- sóknarhagsmuni málsins en birt- ing DV á lögregluskýrslunni í gær. Hann segir að þegar fréttin um játninguna hafi fyrst birst hafi aðeins verið búið að skipa einn verjanda og útilokað sé að hann hafi lekið upplýsingunum. Aftur á móti hafi ekki verið búið að skipa neinn verjanda þegar fréttir hafi birst um að Vaidas Jucevicius hafi haft fíkniefni í maganum. „Ef það á að fara að rannsaka leka í þessu máli þá þarf að rannsaka þá alla. Þeir eru verstir sem verða á frumstigi mála.“ ■ Atburðarásinni stjórnað frá Litháen Tomas Malakauskas var í stöðugu sambandi við yfirboðara sinn, höfuðpaur skipulagðar glæpa- starfsemi í Litháen. Nóttina sem Jucevicius veikist hringir Malakauskas 10 sinnum í hann. Daginn sem líkið er flutt austur á land fer símtal Malakauskas gegnum símstöð á Hornafirði. Stórfelldur innflutningur á Litháum Yfirheyrslur Tomasar og Jónasar í heild sinni í dag: Á HEIMILI GRÉTARS VIÐ HÚSLEIT FUNDUST 2 Haglabyssur 1 Loftrifill 1 Skammbyssa 2 Lásbogar 20 Hnífar 1 Gormakylfa 10 Farsímar 3 Sjónvörp 18 Harðir diskar 1 Belgískt vegabréf 1 Íslensk lögreglustjarna 1 Lögregluvasaljós SVEINN ANDRI SVEINSSON Lögmaður eins þremenninganna segir að ef það eigi að rannsaka lekann sem leiddi til birtingu DV á lögregluskýrslunni þurfi að rannsaka alla lekana í málinu. Lögmaður eins sakborninganna í líkfundarmálinu um birtingu á lögregluskýrslu: Segir ráðherra taka of djúpt í árinni 29. jan. Hringir í Grétar úr nýju síma- númeri. Gefa Grétari upp nýja símanúmerið sem stofn- að var vegna málsins. 30. jan. Hringir í tilgreindan karlmann í Litháen úr nýja símanúmerinu. Gefa Litháanum upp nýja símanúmerið. Tilgáta lögreglu:Símtöl Malakauskas: 30. jan - 2. feb. Hringir 26 sinnum í fyrrgreindan karlmann í Litháen auk fjölda hringinga sem ekki er svarað. Undirbúningur komu Jucevicius til landsins. 2. feb. Hringir ítrekað í fyrrgreindan karlmann í Litháen um það leyti er Vaidas á að lenda. Hringir jafnframt þrívegis í Jucevicius. Talið að Malakauskas, Grétar og Jónas Ingi hafi farist á mis við Jucevicius á flugvellinum. Sím- tölin til Litháen voru til að ganga úr skugga hvort Jucevicius hefði ekki örugglega farið til Íslands. 3.-5. feb. 35 símtöl til fyrrgreinds karl- manns í Litháen. Jucevicius er ekki búinn að skila efnunum frá sér. Hringt til Litháen til að leita ráða. 5. feb. Hringir í Flugleiðir. Ætlunin er að breyta miða Jucevicius og koma honum undir læknishendur í Litháen. 5. - 6. feb. 10 símtöl til Litháen. Lögregla bendir á að samkvæmt rannsóknar- gögnum er Jucevicius alvarlega veikur þá um nóttina. Leitað er ráða til Litháen og reynt er að koma honum á Keflavíkurflugvöll. 6. feb. Hringir til Litháen. Símtalið er í gegnum sendi nærri Höfn í Hornafirði. Sakborningar á leið austur á land með líkið og hringja til Litháen til þess að láta vita. 11. feb. Síðasta símtal til fyrrgreinds karl- manns í Litháen. Síðasta símtal til fyrrgreinds karlmanns í Lit- háen á sér stað rétt eftir að lík Jucevicius finnst í höfninni í Neskaupstað. Talið að litháíska númerinu hafi verið lokað eftir það.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.