Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 23
Þeir starfsmenn Eimskips semeru í starfi og hafa unnið leng- ur en 25 ár hjá fyrirtækinu fengu á dögunum afhent armbandsúr að gjöf. Það var Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Eimskips, sem tók að sér að afhenda úrin en hjá Eimskipi eru nú 94 starfsmenn sem hafa starfað þetta lengi og er samanlagður starfsaldur þeirra á fjórða þúsund ár. Allir starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri, sem eru nú 324, hafa fengið gullmerki á afmælis- degi fyrirtækisins sem haldið er upp á þann 17. janúar á hverju ári. Í fréttatilkynningu frá Eim- skipi kemur fram að fyrirtækið hafi viljað þakka þeim starfs- mönnum sem hafa starfað hjá fyrirtækinu mikinn hluta starf- sævi sinnar. Slík tryggð starfs- manna sé orðin fágætari innan fyrirtækja nú til dags en áður var. ■ 23MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2004 Hver? Með eindæmum skemmtilegur. Hvar? Uppi á Hard Rock. Hvaðan? Ólst upp á Reyðarfirði en er Akureyring- ur. Hvað? Stunda sleðaferðir og útivist og fer mik- ið í bústaðinn. Hvernig? Þá fer maður í bústaðinn, eldar góðan mat og opnar góða rauðvín í góðra vina hópi. Hvers vegna? Losa hugann og ná að slaka á og fylla batteríin aftur. Hvenær? Það er svona mánuður síðan. ■ Persónan 1603 Elísabet I Englandsdrottning deyr. 1783 Spánn viðurkennir sjálfstæði Bandaríkjanna. 1905 Franski vísinda- skáldsagnahöf- undurinn Jules Verne deyr. 1953 María, drottning yfir Englandi og eiginkona Hinriks V, deyr. 1955 Leikritið Cat on a Hot Tin Roof, eftir Tennessee Williams, er frum- sýnt á Broadway. 1958 Elvis Presley gengur í banda- ríska herinn. 1999 NATO hefur loft- árásir á Júgóslavíu. 1999 39 ökumenn deyja af völdum elds og reyks í Mont Blanc-göng- unum í Frakklandi. STEVE MCQUEEN Þessi töffari töffaranna fæddist á þessum degi árið 1930. ■ Þetta gerðist STARFSMENN EIMSKIPS 94 starfsmenn fengu gullúr fyrir að hafa starfað hjá fyrirtækinu í 25 ár eða lengur. Gullúr fyrir 3000 ára starf ELÍS ÁRNASON Nýr framkvæmdastjóri Hard Rock. Hans fyrsta verk verður að lækka tónlistina á staðnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.