Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2004 Bóndi (?), á leið heim (af árshátíðsauðfjárbænda?), sá sig knúinn til að svara grein minni frá 12. mars sl. Að vísu er fátt um svör en sambland af misskilningi (t.d. „namm, namm“) og skítkasti í minn garð, í formi tilvitnana í orð ann- arra, sem segir mér reyndar meira um bréfritara sjálfan en mig. Ein- hver þau aumkunarverðustu skrif sem ég hef séð á prenti. Sorglegt. Mér finnst líka afar sorglegt, svo ekki sé meira sagt, að bréfritari kunni ekki að „lesa“ landið sitt. Að hann sjái ekki með eigin augum hvernig komið er. Enn sorglegra er þó, að bréfritari skuli ekki fylgjast með því sem sérfræðingar hafa rit- að um ástandið. Ég held að ég verði að rifja upp fáeinar staðreyndir honum til glöggvunar. 1. Við landnám telja flestir sér- fræðingar að gróður hafi þakið um 75% af landinu. Nú er gróðurhulan um 25% af því. Svo bréfritari sér að íslenska jörðin er spilltasta (skemmdasta) land Evrópu, ekki satt? 2. Þá telja flestir, að skógur hafi þakið 20-30% af gróðurhulunni (sumir nefna lægri tölu en aðrir hærri), en nú um 1%! 3. Landgræðslan hefur starfað í tæp 100 ár en henni hefur ekki enn tekist að endurheimta nema um 1% af töpuðum gróðri. 4. Þó land sé þakið gróðri er hluti þess oft með einhvers konar jarð- vegsrofi, spillt og skemmt. Sannleikurinn getur vissulega verið heimskulegur! Á móti styrkjum Sný ég mér nú að því að rifja upp inntak þess sem ég hef skrifað um landbúnað. 1. Er á móti flestum styrkjum til landbúnaðarins, alveg þó sérstak- lega til sauðfjárbænda, því þannig er ég þátttakandi, gegn vilja mín- um, í að styðja við afbeit, ofbeit og gróður- og jarðvegseyðingu. (Nánar um styrki í lok bréfsins.) 2. Er á móti offramleiðslu á rollukjöti. Þó alveg sérstaklega á móti því að borga með óseljanlegu kjöti og útflutningi, þar sem skját- urnar hafa verið aldnar á fágætum, þverrandi hálendisgróðri landsins. Of dýrt spaug í alla staði. 3. Það eru 902 fjárbændur í land- inu sem eiga 1-99 ærgildi.( Heimild: Bændasamtökin.) Kallast þetta ekki „hobbýbúskapur“ sem mætti af- nema? 4. Öll dýr í beitarhólf með „fjár- heldum“ girðingum. 5. Vil friða allt kjarr á Íslandi og það helst „í gær“! (Bráðum tökum við alla skurði landsins fyrir.) Ísland borgar mest til landbúnaðar Í lokin vil ég gera athugasemd við mjög svo villandi upplýsingar landbúnaðarráðherra í spjallþætti Sigmundar Ernis, á Skjá einum, þann 21.3. sl. Hann sagði að „að- eins“ 2% af þjóðartekjum okkar færu til að styrkja landbúnað en 50% í Evrópulöndum! Víst veit ég að ESB-lönd nota 50% af sameiginlegum sjóði til að styrkja landbúnaðinn í viðkomandi löndum og er það allt annað en 50% af þjóðartekjum hvers lands fyrir sig. Staðreyndin er sú, að Ísland borgar langmest af öllum Evrópu- löndum til landbúnaðarins. Sorglegt að ráðherra rugli fólk í ríminu með villandi orðalagi. Svo mátti skilja á honum að hann ætti allan heiðurinn af skógrækt og ferðaþjónustu á Íslandi! Komu þingmenn ekkert þar við sögu? ■ Íbúalýðræði á Akureyri Í Fréttablaðinu, 22. mars, er grein-in „Hugdetta bæjarstjórans“ eftir Þorlák Axel Jónsson. Þorlákur rek- ur aðdraganda þess að bæjarstjórn- armeirihlutinn á Akureyri dró til baka þá ákvörðun sína að loka leik- skólanum á Klöppum, eftir að fjöldi bæjarbúa hafði skrifað á mótmæla- skjal og krafist þess að hætt yrði við áformin. Þorlákur færir fram ýmis rök og tölur til sönnunar þess að lokun leikskólans hefði verið vanhugsuð og röng. Nú skortir mig þekkingu til að leggja mat á rök Þorláks og þær tölur sem hann fær- ir fram, en tel þó að það hefði verið andstætt velferð barnanna að flytja leikskólann og sameina hann öðrum skóla. Ég fagna því þess vegna að takast skyldi að beygja stjórnmála- menn okkar í þessu máli. Í lok greinar Þorláks kemur fram undarleg þversögn sem vekur spurningu um hvað honum gangi til með grein sinni, en þar stendur: „Bæjarstjórnarfundurinn í síð- ustu viku var þriðji fundurinn í röð þar sem meirihlutinn verður að bakka með vanhugsuð áform sín. Málin eiga það sammerkt að íbúa- lýðræðið er að engu haft. Söm er gjörðin þó að látið sé undan þrýst- ingi til að bjarga sínu pólitíska skin- ni.“ Það er undarleg rökleysa í þessari málsgrein, ég fæ ekki séð hvernig hægt er að saka Kristján Þór Júlíusson um að fótum troða íbúalýðræðið þegar hann tekur tillit til vilja íbúanna og fellur frá áformum sem þeir eru ósáttir við. Nær væri að þakka honum fyrir að virða íbúalýðræðið þegar hann hlustar eftir rödd samfélagsins og tekur tillit til hennar. ■ Andsvar MARGRÉT JÓNSDÓTTIR ■ svarar Jóhannesi G. Gíslasyni. Að kunna ekki að lesa landið sitt Umræðan SIGURÐUR HEIÐAR JÓNSSON ■ skrifar um íbúðalýðræði á Akureyri. Útlendingaótti og blekkingar „Útlendingaóttinn er kannski angi af óttanum við hryðjuverk sem stöðugt er verið að kynda undir. Nú er búið að samþykkja ný lög um hafnir þar sem skip í millilanda- siglingum hafa viðkomu en þar þarf nú að reisa tvöfaldar girðingar og gott ef hafnarverðir eiga ekki að fara að bera vopn líka. Og ekki má gleyma því hvernig stjórnvöld halda dauðahaldi í herinn sem á að verja okkur gegn öllu illu með hin- um frægu fjóru herþotum. Enginn virðist hafa upplýst stjórn- völd um að það gildi einu hversu marga lása og slagbranda maður setji fyrir dyrnar, einhvern veginn finni glæponarnir einhverja leið inn. Er ekki betri aðferð að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að glæponarnir missi drifkraft og for- sendur með því að efla friðsamleg samskipti milli þjóða heimsins áður en upp úr sýður? Slíkt virðist ekki koma til greina hér á landi og ráðamenn þjóðarinnar, sneyptir eftir að hafa verið blekktir af kín- verskum táningum, halda áfram að múra sig inni” - KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Á WWW.MURINN.IS ■ Af Netinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.