Fréttablaðið - 30.03.2004, Side 8

Fréttablaðið - 30.03.2004, Side 8
8 30. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR Sameinaðir stöndum vér „Stjórnarandstöðuflokkarnir eru sameinaðir í andstöðu við ríkis- stjórnina og ég tel mikilvægt að þeir stilli nú saman strengi sína til að rétta kúrsinn á þjóðar- skútunni.“ Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Fréttablaðið 29. mars. Frændur okkar Norðmenn „Er ekki kominn tími til þess að íslensk stjórnvöld og kaup- mannasamtök skoði samskipti sín við þessa fornu féndur?“ Einar Vilhjálmsson, fyrrverandi tollvörður, um samskipti Íslendinga og Norðmanna. Morgunblaðið 29. mars. Það munar ekki um það „Ég held að ég hafi beðið um refsingu á bilinu 30–40 ár.“ Mike Trent, saksóknari í Houston, um dómsmálið gegn Aroni Ágústssyni. DV 29. mars. Orðrétt Frumvarp um Háskólann á Akureyri, Tækniháskólann og Kennaraháskólann: Tryggir aukinn sveigjanleika skólanna ALÞINGI Menntamálaráðherra hef- ur lagt fram á Alþingi frumvörp til laga um Háskólann á Akureyri, Tækniháskóla Íslands og Kennara- háskóla Íslands, en lagðar eru til breytingar sem snerta ráðningar háskólakennara, sérfræðinga og fræðimanna. Samkvæmt þeim verður skólunum heimilað að ráða í tiltekin störf án auglýsingar, ráða fólk í tímabundin kennslu- og vís- indastörf til allt að fimm ára og tengja störf kennara tilteknu starfi utan háskólans, eða starfi við stofnanir hans, allt eftir reglum sem háskólaráð setur. Þannig yrði heimildin ekki bundin við störf hjá opinberum stofnunum eingöngu. Þessar breytingar eru taldar stuðla að sveigjanleika í starfs- mannahaldi og einföldun á stjórn- sýslu háskólanna og munu ekki síst stuðla að minni útgjöldum, þótt slíkar forsendur liggi ekki enn fyrir. Að mati Háskólans á Akur- eyri, Tækniháskólans og Kennara- háskólans er þörf á heimild til að víkja frá þeirri meginreglu að aug- lýsa beri störf við skólana, en með lagabreytingunni yrði heimildinni beitt þröngt og einungis á grund- velli reglna sem háskólaráð setur. Þetta gæti til dæmis átt við starf háskólakennara eða sérfræð- ings sem byggist á rannsóknar- styrkjum, störf nemenda sem eru í rannsóknartengdu framhaldsnámi og starf vísindamanns sem byggist á tímabundnum styrk til rann- sókna. ■ Ráðning nýs skólastjóra á Seltjarnarnesi: Þrír eftir í potti skólanefndar MENNTAMÁL Skólanefndin á Sel- tjarnarnesi gerir ráð fyrir að skila tillögu um skólastjóra sam- einaðs grunnskóla til bæjarstjórn- ar í næstu viku, að sögn Bjarna Torfa Álfþórssonar, formanns nefndarinnar. Skólanefndin hefur rætt við þrjá umsækjendur af sjö, sem taldir eru hæfastir í starf skólastjóra. Bjarni Torfi sagði að ráðninga- þjónustan Mannafl hefði skilað lista með fjórum nöfnum þeirra sem teldust hæfastir til að gegna starfinu. Skólanefnd hefði síðan rætt við þrjá þeirra. Það væru nú- verandi skólastjórarnir í Valhúsa- skóla og Mýrarhúsaskóla. Þá hefði verið rætt við deildarstjóra Iðn- skólans í Reykjavík sem einnig var meðal umsækjenda. Þeir sem sóttu um stöðuna, eru: Fríða Regína Höskuldsdóttir skólastjóri, Helga Arnfríður sálfræðingur, Jörundur Ákason kennari, Magnús Ingi- mundarson, deildarstjóri í Iðnskól- anum í Reykjavík, Ragnhildur Guðjónsdóttir, B.A., Sigfús Grét- arsson skólastjóri og Sigríður Hrefna Jónsdóttir, B.Ed. ■ WASHINGTON George W. Bush Bandaríkjaforseti,bauð sjö fyrr- um austantjaldsríki velkomin í Atlantshafsbandalagið við hátíð- lega athöfn í Hvíta húsinu í gær. Löndin sem um ræðir eru Búlgar- ía, Rúmenía, Slóvakía , Slóvenía, Eistland, Lettland og Litháen, Framkvæmdastjóri Nató, Jaap de Hoop Scheffer, var viðstaddur athöfnina auk forsætisráðherra landanna sjö. Aðildarríki Nató eru nú orðin 26 talsins en vorið 1999 bættust þrjú ríki í hópinn, Pólland, Tékk- land og Ungverjaland. Á föstudag verðu haldinn fundur í höfuð- stöðvum bandalagsins í Brussel og munu ríkin sjö eiga þar full- trúa í fyrsta sinn. Albanía, Króa- tía og Makedónía hafa einnig sóst eftir inngöngu í Nató og standa nú yfir viðræður við ríkisstjórnir þessara landa. Bandaríkjamenn hafa sýnt því áhuga að fá aðgang að hern- aðarmannvirkjum og æfinga- svæðum í nýju aðildarríkjunum. Talið er að þeir muni jafnvel sækjast eftir því að fá að reisa sínar eigin herstöðvar í þessum löndum í tengslum við endur- skipulagningu bandaríska varn- arkerfisins. Nató hefur samþykkt að hafa eftirlit með lofthelgi Eystra- saltsríkjanna Eistlands, Lett- lands og Litháen og eru fjórar F- 16 orustuþotur komnar til Lit- háen vegna þessa. Rússneskir embættismenn hafa gert at- hugasemdir við þessa ráðstöfun og lýst yfir áhyggjum af því að í skjóli eftirlitsflugs Nató verði stundaðar njósnir um hernaðar- viðbúnað Rússa. Nató var stofnað árið 1949 til að verja Bandaríkin, Kanada og tíu Evrópulönd gegn ógnum á borð við rússneskt hervald á tímum kalda stríðsins. Rússar hafa lýst sig andsnúna stækkun bandalagsins til austurs en talið er að þeir óttist að Bandaríkin reyni að komast til frekari valda á svæðinu. Rússland á ekki aðild að Nató en hefur þó þegið boð de Hoop Scheffer um að senda full- trúa á fundinn í höfuðstöðvum Nató á föstudag. ■ Garðatorgi, Garðabæ - sími 565 6550 Íþróttavörurnar færðu hjá okkur. Frábært verð. ALLTAF Í BOLTANUM! – hefur þú séð DV í dag Grétar stunginn fyrir utan verslun 10-11           !" # $%& '& ( )*+, &                                                  !        "     " "  "" #$  %& $'    "$ #$  ( ) "   '         *  *  " +,-+.           */#     /     0 # "           11          ( )           # /            (   /  1 %/  2        *  0   $&  3     "     11  " "  $ "      %    '        444  5   6 7 #  8 "       Sjö ríki fá aðild að NATO Aðildarríkjum Nató fjölgaði úr 19 í 26 þegar sjö ríki í Austur Evrópu gengu í bandalagið við hátíðlega athöfn í Washington. Rússar hafa gert athugasemdir við stækkun Nató til austurs. HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Með nýju frumvarpi menntamálaráðherra er stuðlað að því að Háskólinn á Akureyri, Tækniháskólinn og Kennaraháskólinn fái aukinn sveigjanleika í starfsmannahaldi og að stjórnsýsla háskólanna verður einfölduð. SAMEINAÐUR SKÓLI Hringurinn er nú farinn að þrengjast um þann umsækjanda sem hreppir starf skóla- stjóra sameinaðs grunnskóla, Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla, á Seltjarnarnesi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Æ G IR D AG SS O N ATHÖFN Í HVÍTA HÚSINU Forsætisráðherrar ríkjanna sjö sem nú hafa gengið inn í Atlantshafsbandalagið voru viðstaddir athöfn í Hvíta húsinu í gær þar sem Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók á móti þeim. BANDARÍSK ORUSTUÞOTA Í LITHÁEN F-16 orustuþota tekur á loft á flugvelli herstöðvar norður af Vilnius í Litháen í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.