Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 30.03.2004, Blaðsíða 25
25ÞRIÐJUDAGUR 30. mars 2004 159.990 TÖ LVA 6.990 pren tari 5.990 stól l 5.990 borð 59.990 frítt frítt frítt SkeifunniSmáralindAkureyri TILB OÐ #2 HP Compaq NX9005 A2500+ • AMD Athlon XP-Mobile A2500+ • 15" XGA, upplausn 1024x768 • 256MB DDR RAM (mest 1GB) • Harður diskur: 40GB • Combo drif 24x DVD/CD-RW • 64MB ATI Mobility Radeon • Netkort: Innbyggt 10/100 • Mótald: Innbyggt 56K (V.92) • Tengi: 2 USB, S-Video Out, Firewire, PS/2 • Parallel, Serial, VGA, • Rafhlaða: 8 Cell LiIon • Rafhlöðuending allt að: 2,5 klst. • Þyngd: 3,1kg PRENTARI • TÖLVUBORÐ • SKRIFBORÐSTÓLL • ALLT NEMA HERBERGIÐ SJÁLFT Keflavíkingar Íslandsmeistarar Keflavíkingar urðu Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna í ellefta sinn á sextán árum – sigruðu á öllum fimm mótunum í vetur. KÖRFUBOLTI Keflavíkingar urðu Íslandsmeistarar í körfubolta kvenna í ellefta sinn á sextán árum þegar þeir sigruðu ÍS 85- 56 á heimavelli í gærkvöldi. Keflavíkingar urðu fimmfaldir meistarar í vetur en þeir sigr- uðu einnig í deildakeppninni, bikarkeppninni, fyrirtækja- bikarkeppninni og í leik meist- ara meistaranna. Jafnræði var með liðunum lengi vel og leiddi ÍS 17-15 eftir fyrsta leikhlutann en Keflavík- ingar höfðu forystuna í leikhléi, 39-32. Staðan var orðin 59-44 fyrir Keflavíkinga eftir þriðja leikhluta og þeir unnu síðasta leikhlutann 26-12. Keflvíkingar luku leiknum, og þar með leiktíðinni, með glæsilegum hætti. Þeir settu niður tíu af síðustu sextán þriggja stiga skotunum. Svava Ósk Stefánsdóttir fór mikinn á þessum kafla og skoraði fjórar þriggja stiga körfur. Hún skor- aði alls nítján stig á níján mínút- um og var stigahæst í liði Ís- landsmeistaranna. Erla Þor- steinsdóttir skoraði sextán stig og tók þrettán fráköst en Birna Valgarðsdóttir skoraði fjórtán stig. Erla Reynisdóttir lék mjög vel og skoraði ellefu stig og átti ellefu stoðsendingar en Marín Karlsdóttir skoraði tíu stig. Anna María Sveinsdóttir skor- aði óvenju lítið, aðeins fjögur stig, en hún tók sautján fráköst, stal boltanum fimm sinnum og gaf fimm stoðsendingar. Alda Leif Jónsdóttir skoraði ellefu stig fyrir ÍS og gaf átta stoðsendingar en Casie Lowman skoraði ellefu stig og Hafdís Helgadóttir sjö. Lovísa Guð- mundsdóttir skoraði sex stig og gaf sex stoðsendingar en Svana Bjarnadóttir skoraði fimm stig og náði níu fráköstum. ■ LEIKIR  19.15 Oddaleikur Grindvíkinga og Keflavíkinga í undanúrslitum Intersport-deildarinnar í körfu- bolta. Leikurinn verður í Grinda- vík. SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn.  19.00 Intersport-deildin í körfu- bolta á Sýn. Bein útsending  21.20 Lífið í NBA á Sýn. Þáttur um körfuknattleiksmanninn Jón Arn- ór Stefánsson.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Supercross á Sýn. Enska landsliðið: Beckham meiddur FÓTBOLTI David Beckham leikur ekki með Englendingum gegn Svíum annað kvöld. Beckham meiddist á kálfa í 5-1 sigri Real Madrid á Sevilla. Hann mætti engu að síður í æfingabúðir enska liðsins í gær en hélt aftur heim eftir læknisskoðun. Englendingar leika einnig án Michaels Owen, As- hleys Cole og Kierons Dyer, sem eru meiddir og án Sols Campbell, Pauls Scholes, Garys Neville, Waynes Bridge og Franks Lampard sem verða hvíldir. Talið er að Shaun Wright- Phillips leiki í stað Beckhams, verði hann orðinn góður af ökklameiðslun- um, og að Steven Gerrard eða John Terry verði fyrirliði liðsins. ■ A-landslið karla í handbolta: Frakkar unnu með sex marka mun HANDBOLTI Frakkar sigruðu Íslend- inga 27-21 í landsleik í handbolta í Mans í Frakklandi í gærkvöldi. Staðan var jöfn, 12-12, í leikhléi. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði að liðið hefði leikið mjög vel í fyrri hálfleik og var hann sérstaklega ánægður með sóknarleikinn. Jafnræði var með liðunum upp í 14-14 en þá skoruðu Frakkar fjögur mörk í röð. Sóknar- leikur íslenska liðsins var ekki nógu agaður á þessum kafla og fékk liðið á sig hraðaupphlaup sem færðu Frökkunum þessa forystu. Fjögurra marka munur hélst næstum út leikinn en þegar mínúta var til leiksloka leiddu Frakkar 25- 21. Íslenskar sóknir fóru forgörðum á lokamínútunni en Frökkum tókst að bæta við tveimur mörkum og sigra 27-21. Guðmundur sagði að munurinn hefði verið fullmikill í lokin og að fjögurra marka munur, sem var lengst af í seinni hálfleik, hefði gefið réttari mynd af leiknum. Íslenska liðið var talsvert breytt frá EM í Slóveníu og fengu margir ungir leikmenn tækifæri í gær. Ró- bert Gunnarsson, Ásgeir Örn Hall- grímsson og Einar Hólmgeirsson fengu til dæmis góðan tíma til að spreyta sig og og Arnór Atlason kom inn á í lokin. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk, Snorri Steinn Guðjóns- son fjögur, Ásgeir Örn Hallgríms- son og Dagur Sigurðsson þrjú hvor, Einar Hólmgeirsson tvö og Einar Örn Jónsson, Gylfi Gylfason, Ragn- ar Óskarsson og Róbert Gunnars- son eitt. Liðin leika að nýju í Lorient ann- að kvöld. ■ hvað?hvar?hvenær? 27 28 29 30 31 1 2 MARS Þriðjudagur ÍSLANDSMEISTARAR Erla Þorsteinsdóttir, fyrirliði Keflavíkinga, fagnar ellefta Íslandsmeistaratitli Keflavíkinga. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON Skoraði fimm mörk gegn Frökkum í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.