Fréttablaðið - 30.03.2004, Qupperneq 30
30. mars 2004 ÞRIÐJUDAGUR
0000 11
Mínus stendur við loforðið
Rokkhljómsveitin Mínus er stað-ráðin í því að láta ekki íþrótta- og
tómstundaráð halda sér frá því að
spila fyrir yngstu kynslóð rokkunn-
enda. Eftir að þeim var hent út af
Samfésballinu í síðasta mánuði lof-
uðu þeir að leika fyrir aldurshópinn
við fyrsta tækifæri. Þess vegna
gengu liðsmenn í samstarf við KFC
og halda tónleika á Gauk á Stöng fyr-
ir alla aldurshópa í kvöld, ókeypis.
„Við erum að reyna senda þau
skilaboð til krakkanna sem eru á
þessum aldri og forráðamanna
þeirra að við séum ekki eins hættu-
legir og ÍTR og Samfés vilja meina,“
segir Frosti Logason, gítarleikari
Mínusar.
„Með þessu erum við að reyna
bæta krökkunum sem ætluðu á Sam-
fés skaðann. Þessi ákvörðun Samfés
og ÍTR bitnaði náttúrlega mest á
þeim.“
Þetta verða síðustu tónleikar
Mínus áður en þeir halda út í víking
en næst fer hljómsveitin í sex vikna
tónleikaferð um Bretland.
Allir þeir sem mæta fá gefins ein-
tak af smáskífunni Angel in Dis-
guise. Liðsmenn hvetja alla unglinga
landsins til þess að draga mömmu og
pabba með á tónleikana. Húsið
verður opnað klukkan 17. ■
Tónlist
MÍNUS
■ standa við stóru orðin og bjóða ís-
lenskri æsku á ókeypis tónleika í kvöld.
Og Vodafone hýsir
skiptimarkað með tónlist
Á fimmtudaginn í síðustu vikuopnaði félagið Deilir vefsvæð-
ið deilir.is sem veitir netnotend-
um aðgang að skiptiforritinu
Direct Connection ++ (DC++). Í
gegnum það forrit skiptast net-
notendur á skrám milliliðalaust
enda gefur félagið sig út fyrir það
að „standa vörð að frjálsum sam-
skiptum á netinu“, eins og segir á
heimasíðu þeirra.
Það er í gegnum þetta forrit
sem netnotendur skiptast á tónlist
og kvikmyndum án þess að höf-
undar fái nokkuð greitt fyrir það.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins gerði Deilir samning við
og símafyrirtækið Og Vodafone
um að félagið greiði ekkert fyrir
að hýsa starfsemi sína á netþjóni
símafyrirtækisins.
„Samningurinn kom til fyrir
tæpu ári síðan þegar við vorum að
leita okkur að hagstæðari teng-
ingu,“ segir Hreinn Beck, tals-
maður Deilis. „Við leituðum til
allra símafyrirtækjanna og þeirra
aðila sem eru með stórar tenging-
ar og þeir einfaldlega buðu best.“
Í gegnum DC++ tengjast not-
endur svokölluðum höbbum sem
veitir þeim aðgang að skrám
þeirra notenda sem tengdir eru
þeim hverju sinni. Hreinn segir
sítengda notendur vera um 2000 á
dag og að virkir notendur slagi
hátt upp í 4000 manns.
Vinsælustu höbbarnir heita Ás-
garður, Miðgarður og Valhöll og
þar geta notendur fengið aðgang
að flestu því skemmtiefni sem út
hefur komið síðastliðin ár. Hvort
sem það er erlend eða innlend tón-
list, eða bíómyndir sem jafnvel
enn eru í kvikmyndahúsunum.
Hreinn segir umsjónarmenn
Deilis gera sér grein fyrir því að
flestir notendur séu aðallega að
skiptast á tónlist og kvikmyndum
en hann óttast þó ekki að lenda í
lagavandræðum vegna þessa.
„Einu lögin sem eru til um þetta á
Íslandi í dag eru lög um rafræn
viðskipti, númer 30, frá árinu 2002.
Þau lög ná til notendanna. Eiríkur
Tómason, lögfræðingur hjá Stef,
getur sagt ykkur að það að sækja
efni er löglegt á Íslandi í dag. Hins
vegar er það að deila efni á gráu
svæði. Það er okkar skoðun, eftir
að hafa kynnt okkur lögin í sam-
starfi við lögfræðinga, að í dag er
mjög ólíklegt að nokkur maður
verði fundinn sekur um það að
brjóta höfundalaun þarna inni.“
Hreinn segir Deili ekki hvetja
notendur til þess að deila efni sem
aðrir eigi höfundarréttinn á.
„Auðvitað gerum við okkur grein
fyrir því að það gerist,“ segir
hann.„Við förum samt eftir lögun-
um um rafræn viðskipti og bjóð-
um þeim sem eiga höfundar- eða
útgáfurétt á efni þarna inni að til-
kynna misnotkun til okkar.“
Hreinn segist ekki vita hvort
Og Vodafone geri sér grein fyrir
því á hverju flestir notendur
DC++ séu að skipta en bendir á að
lokum að samkvæmt lögum sé
fyrirtækinu ekki heimilt að fylgj-
ast með því hvað fer í gegnum
þeirra netþjóna.
biggi@frettabladid.is
DEILIR.IS
Deilir er félag sem vill varðveita „frjáls samskipti“ á netinu.
Netið
DC++
■ Símafyrirtækið Og Vodafone veitir
félagi, sem gefur netnotendum kost á að
brjóta á höfundarrétti listamanna,
hýsingu frítt.
MÍNUS
Í nýjasta hefti Kerrang er fjallað um tón-
leika Mínus sem haldnir voru á Gauk á
Stöng fyrr í mánuðinum. Þar fær sveitin 5K
af fimm mögulegum.