Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 10
10 5. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR HREINSAÐ TIL VIÐ SPORIN Það var tómlegt um að litast á ítölskum lestarstöðvum í gær þegar starfsmenn lestanna fóru í sólarhringsverkfall. Á aðal- lestarstöðinni í Róm notuðu menn tæki- færið og hreinsuðu upp rusl á járnbrautar- sporunum. Sparnaðarsamningar um lyfjaverð: Apótekin taka á sig 700 milljónir LYFJAMÁL „Smásalar lyfja missa út um 200 milljónir króna af sinni veltu á ársgrundvelli með sam- komulaginu sem tók gildi nú um nýliðin mánaðamót,“ sagði Sig- urður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu. Fjallað var um samning lyfjaverðsnefndar og lyfjafram- leiðandans Pharmaco í blaðinu síðastliðinn laugardag, en það kveður á um lækkun verðs á ýms- um samheitalyfjum. Lyfjasmásal- ar eiga einnig aðild að þessu sam- komulagi. Það hefur í för með sér að tekjur apótekanna dragast saman um um það bil 200 milljón- ir króna eins og áður sagði. Sigurður bætti við að með samkomulagi lyfjaverðsnefndar og lyfjaheilsala sem tæki gildi 1. júlí næstkomandi myndi velta apótekanna enn minnka og þá um 500 milljónir á ársgrund- velli. Hann bætti við að þetta sam- komulag sem um ræddi væri afar mikilvægt. Það tryggði að sjúklingar gætu áfram fengið þau lyf sem þeim hentaði best. Ljóst væri að rekstur apótek- anna yrði þyngri en áður með minnkandi veltu og ekki væri útilokað að það myndi hafa í för með sér einhverjar breytingar á þjónustu við almenning. ■ SVISS, AP Ísland er í fimmta sæti yfir samkeppnishæfustu lönd og svæði heims samkvæmt nýrri úttekt á vegum IMD viðskipta- skólans sem birt er í The World Competitiveness Yearbook. Bandaríkin tróna á toppi listans eins undanfarin tíu ár þrátt fyr- ir að viðskiptahallinn þar hafi vaxið verulega undanfarin ár. Ríkjum er raðað á listann eftir því hvernig stjórnvöld haga við- skiptaumhverfinu innan landa- mæra sinna. Löndin sem í fyrra voru í öðru og þriðja sæti yfir samkeppishæf- ustu ríki heims falla um nokkur sæti, Lúxemborg fór úr öðru sæti í það níunda og Finnland féll úr þriðja sæti í það áttunda. Ein helsta ástæðan fyrir því að Finn- land fellur um nokkur sæti er auk- in samkeppni frá Eistlandi þar sem laun eru lítill hluti þess sem Finnar fá í laun. Þrjú Norðurlandanna eru á lista yfir átta samkeppnishæfustu lönd, Ísland, Danmörk og Finn- land en Svíþjóð er í ellefta sæti og Noregur því sautjánda. ■ EINKAVÆÐING Reynsla Dana af einkavæddum símamarkaði er góð. Verð til neytenda er lágt og samkeppni er mikil. Þetta er mat Henrik Thørring, framkvæmda- stjóra danska síma- fyrirtækisins TDC sem áður hét Tele Danmark. Henrik Thørring var gest- ur á morgunverð- arfundi Dansk ís- lenska verslunar- ráðsins. Einkavæð- ing fyrirtækisins hófst fyrir tíu árum og hafa orðið nokkrar breyt- ingar á eignarhaldi og stefnu fryr- irtækisins frá því að það var einkavætt. Thørring segir óskyn- samlegustu leiðina við einkavæð- ingu Símans að skilja grunnnetið eftir í ríkiseigu. „Ef menn vilja aðskilja þjónustu og grunnnet þá ætti að einkavæða hvort tveggja.“ Thørring segir að besta leiðin sé að einkavæða fyrirtækið í einu lagi. Með reglum megi tryggja að- gang samkeppnisfyrirtækja í þjónustu að grunnnetinu. Hættan við ríkisrekið grunnnet sé sú að framþróun verði ekki sinnt. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sat ásamt Henrik Thørring fyrir svörum á fundin- um. Einar taldi það skynsamleg- ast að selja Símann í heilu lagi eins og stefnan hefur verið. Ekki sé æskilegt að vera með mörg grunnnet þar sem það leiði til of- fjárfestingar. TDC sýndi í samstarfi við inn- lenda aðila áhuga á kaupum á Sím- anum. Thørring segir hugsalegt að TDC muni skoða kaup á Síman- um að nýju. Það verði þó ekki gert nema um stefnumarkandi fjár- festingu sé að ræða. TDC hefur dregið úr erlendum fjárfestingum sínum og selt nokkrar þeirra. Ekki er áhugi innan fyrirtækisins að eiga lítinn hlut í erlendum fyr- irtækjum. „Eitt af því sem vakti áhuga okkar á Símanum á sínum tíma var að þar voru í gangi ýmis þróunarverkefni og sprotastarf- semi.“ Hann segir að kaup nú hafi ekki enn komið sérstaklega til skoðunar, hvað sem síðar verði. Einar K. Guðfinnsson var spurður hvort salan á hlut ríkisins í Símanum myndi dragast fram yfir skýrslu um samþjöppun í við- skiptalífinu og afgreiðslu fjöl- miðlafrumvarpsins. „Það er verið að vinna í málinu, en það eru auð- vitað ýmis sjónarmið sem þarf að taka tillit til við slíka ákvörðun.“ Hann sagði að niðurstöðu í þeim málum væri að vænta og því ætti það ekki að þurfa að tefja undir- búning sölu Símans. haflidi@frettabladid.is MÓTMÆLT Í RÓM Samningaviðræður standa yfir en hafa enn ekki borið árangur. Verkfall hjá Fiat: Hefur kostað 35.000 bíla MÍLANÓ, AP Rúmra tveggja vikna langt verkfall starfsmanna í Fiat- verksmiðjunum hefur orðið til þess að framleiðsla fyrirtækisins hefur dregist saman um 35.000 bíla. Stjórnendur fyrirtækisins segja þetta hafa valdið fyrirtæk- inu miklum fjárhagslegum skaða en fyrirtækið tekst nú á við margra ára taprekstur. Stálverkamenn hófu verkfall 19. apríl til að þrýsta á kröfur sínar um hærri laun og betri vinnuaðstöðu í verksmiðju fyrir- tækisins í Melfi í Suður-Ítalíu. Hluti starfsmanna hefur hafið störf á nýjan leik en aðrir halda verkfallinu áfram og því er fram- leiðslugeta verksmiðjunnar minni en ella. ■ NJÓTA BLÍÐUNNAR Í SVÍÞJÓÐ Svíum fer fjölgandi og fara væntanlega yfir níu milljóna markið í ár. Mannfjöldi: Svíar yfir níu milljónir STOKKHÓLMUR, AP Svíar verða orðn- ir níu milljón talsins áður en árið er úti, segja starfsmenn sænsku hagstofunnar, sem hafa einnig reiknað út að tíu milljónasti Sví- inn komi fram árið 2026. Helen Marklund, starfsmaður sænsku hagstofunnar, segir ástæðu fólksfjölgunar í Svíþjóð vera aukinn fjölda innflytjenda til viðbótar við fæðingar innanlands. Svíþjóð er langfjölmennust Norðurlandanna. Danir eru 5,4 milljónir talsins, Finnar 5,2 millj- ónir, Norðmenn 4,6 milljónir og Íslendingar innan við 300.000 tals- ins. ■ INNBROT Fimm innbrot voru framin í Reykjavík í fyrrinótt. Tveimur vélhjólum var stolið í fyrirtæki í Höfðahverfi. Hjólin fundust í gærmorgun í austur- borg Reykjavíkur og taldi lög- reglan sig hafa haldgóðar vís- bendingar um hverjir voru að verki. Einnig var brotist inn í hótel í miðbæ Reykjavíkur. Þá var brotist inn í fimm bíla, litlu var stolið en einhverjar skemmdir voru unnar á öllum bílunum. LYFJAVERÐ Samkomulag lyfjaheildsala og lyfjaverðs- nefndar tekur gildi 1. júlí næstkomandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Aðstaða geðsjúkra: Fyrir neðan allar hellur RÚMENÍA, AP Amnesty International fordæmir aðbúnað á rúmenskum geðsjúkrahúsum í nýrri skýrslu sinni. Þar hvetja samtökin Evrópu- sambandið einnig til þess að leggja sitt af mörkum og hjálpa Rúmenum við að bæta geðlækningar og þá að- stöðu sem geðsjúkir búa við. Í skýrslunni er geðsjúkrahús í bænum Poiana Mare tekið sem dæmi um slæman aðbúnað. Þar hafa átján sjúklingar látist á ár- inu. Þar segir enn fremur að inn- lögn á geðdeildir sé stundum beitt á sama hátt og gæsluvarð- haldi og er það harðlega gagn- rýnt. ■ ■ Lögregla SLAPPAÐ AF Í KAUPHÖLLINNI Verðbréfasali í kauphöllinni í Frankfurt slappar af. Þýskaland er í 21. sæti yfir sam- keppnishæfustu lönd heims. SAMKEPPNISHÆFUSTU LÖND HEIMS 1. Bandaríkin 2. Singapúr 3. Kanada 4. Ástralía 5. Ísland 6. Hong Kong 7. Danmörk 8. Finnland 9. Lúxemborg 10. Írland Bandaríkin efst á lista yfir samkeppnishæfustu ríki heims: Ísland í fimmta sæti GÓÐ REYNSLA Henrik Thørring, framkvæmdastjóri hjá danska símafyrirtækinu TDC, var gestur Dansk- íslenska verslunarráðsins. Hann segir skynsamlegast að selja Símann í heilu lagi fremur en að skilja grunnnet frá þjónustu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ Ef menn vilja aðskilja þjón- ustu og grunn- net þá ætti að einkavæða hvort tveggja. Nefndarvinna á ekki að tefja sölu Símans Einar K. Guðfinnsson telur ekki að nefndarvinna um samþjöppun í atvinnulífinu eigi að tefja vinnu við sölu Símans. Góð reynsla er af einkavæddum síma í Danmörku að mati framkvæmdastjóra TDC.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.