Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2004 Hretið fyrir norðan breytir engu fyrir skíðafólk: Er of lítið og kemur of seint VEÐUR „Þetta er ekki nógu mikill snjór til að breyta nokkru fyrir okkur,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíða- svæðisins í Hlíðarfjalli á Akur- eyri. Þrátt fyrir skyndilegt vor- hret á Norðurlandi bættist lítið sem ekkert í brekkur skíðasvæð- isins og skíðatímabilinu því lokið fyrir Akureyringa. Var skíðaskál- inn lokaður og dauflegt um að lit- ast á einu helsta skíðasvæði lands- ins þrátt fyrir snjókomu í gær og í fyrradag. „Það þarf mikið magn af snjó til að hægt sé að opna aftur með góðu móti og þar sem brekkurnar voru meira eða minna orðnar auð- ar breytir þetta engu. Þess utan þarf veður einnig að vera sæmi- legt til að fólk fáist af stað og því er ekki heldur að heilsa þessa dag- ana.“ Guðmundur segir ekki óal- gengt að hret sem þessi skjóti sér niður en þetta sé of lítið of seint til að hægt sé að hefja starfsemi að nýju. „Þessu skíðatímabili er lokið og staðan er sú að aðsókn hefur minnkað milli ára þrátt fyrir að lyftur hafi verið opnar lengur en á síðasta tímabili. Mér sýnist að snjóvélar þær sem talað er um að setja hér upp verði lyftistöng þeg- ar þar að kemur enda er um vin- sælt skíðasvæði að ræða og ljóst að líta má bjartari tíma um leið og það verður að veruleika.“ ■ TÓLF LÉTUST Tólf létust og þrett- án slösuðust þegar rúta valt í austurhluta Pakistans. Rútunni var ekið yfir löglegum hámarks- hraða en flest umferðarslys í Pakistan eru rakin til þess að vanvirðing við umferðarlög er út- breidd. Árlega látast eða slasast þúsundir í umferðarslysum. ÞRÍR MYRTIR Þrír kínverskir verkamenn létust og ellefu særð- ust þegar sprengja sprakk í bíl sem flutti þá til vinnu við hafnar- framkvæmdir í suðvesturhluta Pakistans í gær. Hafnarsmíðin hefur valdið reiði þjóðernissinna en ástæður árásarinnar voru óljósar í gær. www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 OFBELDI HERSINS MÓTMÆLT Nemendur í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, efndu í gær til mótmæla gegn ofbeldi sem herinn beitti nemendur í ís- lömskum háskóla þegar hermenn réðust þar til inngöngu um helgina. FJÖLÞJÓÐLEG SAMVINNA Hollenski geimfarinn Andre Kuipers sést hér borinn úr rússneska geimfarinu Soyuz eftir dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni. Geimferðastofnanir: Vilja fara með til Mars NEW YORK, AP Forsvarsmenn evr- ópsku og japönsku geimferða- áætlananna vilja fá að taka þátt í för bandarískrar geimferðar til Mars. Þeir sögðu á fundi með ráð- gjafarnefnd í New York að það væri áætlun George W. Bush Bandaríkjaforseta um að senda mannað geimfar til Mars fyrir bestu að henni væri hrint í fram- kvæmd í samvinnu við aðrar geimferðastofnanir. Nefndinni er ætlað að skila til- lögum um hvort og hvernig hrinda megi áætlun Bush í fram- kvæmd og hefur til þess tíma fram í næsta mánuð. ■ Morðtilraun: Renndi í bað fyrir konuna TEXAS, AP Það var ekki af ástúð og væntumþykju sem William Jos- eph Wolfe lét renna í bað fyrir konu sína, kveikti á kertum og færði útvarpið nær baðkarinu. Þegar kona hans var komin í baðið og farin að láta fara vel um sig ýtti Wolfe útvarpinu þannig að það félli í vatnið, sem hefði orðið til þess að kona hans fengi raflost. Hún greip hins vegar útvarpið, kastaði því burt og bjargaði þannig lífi sínu. Wolfe hafði keypt líftrygg- ingu í nafni konu sinnar nokkru áður en hann reyndi að myrða hana. ■ MARAUÐAR BREKKUR Skíðatímabilinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar er lokið, þrátt fyrir hretið sem færði norð- anmönnum snjó á dögunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Æ G IR D AG SS O N ■ Asía

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.