Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 18
Útihlaup eru bæði ódýr og góð leið til að halda sér í formi. Sá sem stundar útihlaup ræður tíma sínum sjálfur og þarf ekkert að borga. Eini nauðsynlegi útgjaldaliðurinn er góðir skór. FRÍ HEIMSENDING Nánari uppl‡singar á somi.is Handhafar kreditkorta: Njóta fríðinda umfram aðra Óneitanlega skýtur það skökku við að þeir sem velta greiðslum á undan sér með kreditkortum skuli fá meiri fyrirgreiðslu en hinir sem eru með handbært fé til reiðu. Ef fólk vill versla á netinu þá er kreditkortið nauðsynlegt og oft eru svokölluð nettilboð á ferð- um sem ekki bjóðast þeim sem staðgreiða. Í DV var nýlega viðtal við mann sem ekki gat nýtt sér gjafabréf frá bílaleigu vegna þess að hann átti ekki kreditkort til að leggja fram sem tryggingu. Þeir sem borga ferðir út í hönd geta ekki safnað sér punktum upp í næstu ferð og þaðan af síður feng- ið ferða- og farangurstryggingu innifalda í flugmiðaverðinu. Allt eru þetta hlunnindi sem fylgja kreditkortum. Til að fá útskýringar á þessari mismunun hringdum við í Þórdísi Pálsdóttur, kreditkortafulltrúa hjá Íslandsbanka. „Það er alveg rétt að með því að vera handhafi kreditkorta ertu að kaupa þér ýmsa þjónustu og tryggingu,“ segir hún. „Til dæmis krefjast bílaleigur og hótel þess í lang- flestum tilfellum að viðskiptavin- ir greiði með slíku korti. Það er trygging bílaleigunnar fyrir því að fá bílinn til baka og hótelsins fyrir að geta greitt símareikninga og úttekt af míníbar viðskiptavin- arins ef hann lætur sig hverfa.“ Þórdís nefnir ýmsar tegundir korta. „Við höfum verið með fyrirframgreidd kreditkort fyrir þá sem ekki vilja vera í skuld. Þau eru eins og debetkort en með tryggingar og fríðindi kreditkorta og kosta það sama og þau. Slík kort standa til boða fólki allt niður í 15 ára og nýtast því meðal ann- ars á ferðalögum. Fríðindalaus kreditkort með lágmarkstryggingar eru algeng. Þau fela í sér rétt til að greiða vör- ur síðar og handhafar þeirra borga 2.500-2.600 kr. árgjald. Mastercard-ferðaávísun virkar þannig að í hvert skipti sem kortið er notað innanlands fær notandinn fjóra punkta fyrir hvern þúsund- kall ef hann er með silfurkort og fimm ef hann er með gullkort. Silf- urkortið með ferðaávísuninni kost- ar 5.500 og gullið með ferðaávísun 8.500 Svo eru önnur Visakort sem eru tengd Icelandair Vildarklúbbnum og henta þeim sem ferðast mjög mikið því þau safna punktum og fyrir þá geta menn flogið frítt öðru hvoru. Silfurkortið kostar 5.300 á ári og svo þarf að greiða 1.500 fyr- ir að tengjast Vildarklúbbnum. Gullið er á 8.900, plús 1.500 tengi- gjald en það felur í sér enn meiri ferðatryggingar, svo sem forfalla-, farangurs- og sjúkdómatryggingu. Þannig snúast þessi fríðindi eink- um um ferðalög.“ gun@frettabladid.is Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON SVARAR SPURNINGU UM VAXTAVEXTI OG ÓVERÐTRYGGÐ LÁN. Útgjaldaliður sem gefur af sér ávöxt Sæll og blessaður Ingólfur. Í framhaldi af umræðu um að borga inn á lán jafnt og þétt langar mig að heyra hvað þér finnst um að sá sem skuldar keppi við lánið. Segjum að einhver skuldi níu miljónir hjá Íbúðalánasjóði til 40 ára en hafi handbærar þrjár miljónir. Hvort borgar sig fyrir hann að borga inn á lánið eða fjárfesta og freista þess að fá betri ávöxtun en svarar til þeirra vaxta og verðbóta sem greiða þarf af láninu? Kveðjur, Haukur. Sæll Haukur. Þetta er góð spurning og svarið er: Notaðu milljónirnar þrjár til þess að „keppa við“ lánið eins og þú orðar það svo skemmtilega. Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu. Ein er sú að skynsamlegt er að freista þess að ná hærri ávöxtun á spariféð heldur en lánið kostar og græða þannig mismuninn. Á íslenskum fjármálamarkaði eru margar leiðir færar til þess að ná þessu markmiði. Það er líka gott fyrir sálina að sjá peningana sína vaxa í stað þess að setja þá alla í skuldahítina. Sumum kann að finnast þetta órökrétt því alltaf sé best að losa sig sem fyrst við skuldirnar og byrja svo að spara. Það er líka rétt svo langt sem það nær. Það sem ég er í rauninni að segja er að eitt útilokar ekki annað. Það er hægt að greiða niður skuldir og leggja fyrir á sama tíma. Ég mæli með því að litið sé á útgjöld vegna skulda og sparnaðar sem sitt hvorn hlutinn og að fundnar verði bestu leiðirnar til þess að gera hvort tveggja samtímis; greiða hratt niður skuldir og spara. Þetta er hægt með ýmsu móti. Með veltukerfi Fjár- mála heimilanna er til dæmis hægt að stytta lánstímann um 50-75% og eftir það hefur það sáralítil áhrif á skuldastöðuna þótt einn hundraðþúsundkall eða fleiri séu notaðir til þess að borga inn á lánin. Það er miklu skynsamlegra að setja þá og alla aðra aukapeninga sem verða til í sparnað. Sparnaður er líka eini útgjaldaliðurinn sem getur gefið af sér peningalegan ávöxt. Gam- alt kínverskt máltæki segir eitthvað á þessa leið: „Maður verður ekki ríkur af því sem maður aflar heldur því sem maður eyðir“. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Þórdís Pálsdóttir kreditkortafulltrúi segir kortið vera tryggingu bílaleigunnar fyrir því að fá bílinn til baka og hótelsins fyrir að geta greitt símareikninga og úttekt af míníbar viðskiptavinarins ef hann lætur sig hverfa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Það er gaman að gera börnum glaðan dag og gefa þeim heilan sunnudag að eigin vali. Afþreyingarmöguleikar eru mýmargir og oft þarf ekki að kosta mikið að fara með nesti út í náttúruna og hafa bolta eða frisbídisk meðferðis. Hins vegar hefur ungviðið oft fastmótaðar skoðanir á því hvernig það vill eyða skemmtileg- um frídegi með mömmu og pabba, og þá er ekki verra að vera búinn að safna saman klinkinu því víst kostar að lifa, og lifa glatt. Hér gefur að líta hvað kostar að gera sér dagamun fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn í Laugardal: (á virkum dögum): 2 x börn (eldri en fjögurra ára): 700 krónur 2 x fullorðnir: 900 krónur samtals: 1.600 krónur (um helgar): 2 x börn (eldri en fjögurra ára): 900 krónur 2 x fullorðnir: 1.100 krónur samtals: 2.000 krónur Sundferð: 2 x börn: 200 krónur 2 x fullorðnir: 460 krónur samtals: 660 krónur Hádegismatur á McDonald’s: 2 x barnabox: 698 krónur 2 x fullorðinsmáltíð: 1.398 krónur samtals: 2.096 krónur Bíóferð: 2 x börn (yngri en sex ára): 8.00 krónur 2 x börn (eldri en sex ára): 1.600 krónur 2 x fullorðnir: 1600 krónur samtals: 3.200 krónur (miðað við börn eldri en sex ára). Domino’s Pizza í kvöldmatinn: 15 tommu margaríta fyrir börnin: 1.250 krónur 15 tommu pizza með pepperoni, lauk, sveppum og papriku: 2.180 krónur brauðstangir með sósu: 470 krónur tveggja lítra gosflaska: 280 krónur samtals: 4.180 krónur Þessi fjölskyldudagur kostar því samtals 13.736 krónur, fyrir utan sælgæti, popp og kók í bíóinu, ís eða pulsu í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum, eða eftirrétt á McDonald’s. Miðaverð í Húsdýra- og fjöskyldugarðinn verður frá og með þessu ári hærra um helgar. ■ [ HVAÐ KOSTAR GÓÐUR FJÖLSKYLDUDAGUR? ] Dýrt gaman en skemmtilegt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.