Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Saga af blaði Fyrir rúmum þremur árum hóf égstörf í nýstofnuðu fyrirtæki. Við vorum líklega um 30 sem höfðum safnast saman í sérkennilegu fyrr- um verksmiðjuhúsi í Þverholti og markmiðið var að gefa út dagblað, dagblað sem átti að dreifa ókeypis í hús, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og svo kannski víðar. Þarna var ekkert til nema tölvur, skrifborð og stólar en það gerði ekkert til því hugurinn var mikill. Allt í kringum okkur var fullt af fólki sem sagði að það væri ekki hægt að gefa út ókeypis blað á Íslandi, að blaðið væri svo lélgt að enginn myndi vilja lesa það, að því væri svo illa dreift að enginn gæti lesið það og þess vegna myndi eng- inn vilja auglýsa í því og þar fram eftir götunum. Á DAGINN kom hins vegar að les- endur fögnuðu blaðinu. Auglýsend- ur gerðu sér grein fyrir þessu og smám saman fjölgaði þeim. Allt virtist á réttri leið þar til kom í ljós að eigendur blaðsins höfðu alls ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að búa til blað og þar af leiðandi gekk illa að reka það og á endanum gekk það alls ekki. Þá komu til sögunnar nýir eigendur, eigendur sem höfðu bol- magn til að búa til blað. Reyndar vissum við starfsfólk blaðsins í upp- hafi ekki hverjir þessir eigendur voru en okkur var flestum nokkuð sama enda höfðum við ekki vanist því að fyrri eigendur skiptu sér af því sem við skrifuðum í blaðið og höfðum enga ástæðu til að ætla að hinir nýju ætluðu sér að gera það. Það sem við fundum var að afkoma okkar var nú tryggð. Við vorum að vinna í alvöru fyrirtæki. BLAÐIÐ óx og dafnaði, ný blöð bættust við og starfsmönnum fjölg- aði, stundum svo ört að maður hafði ekki undan að bjóða nýja velkomna til starfa. Það sem áður hafði virst fjarlægur draumur, að blaðið yrði mest lesna dagblað á Íslandi, varð að veruleika og enginn talaði lengur um að hér væri ekki hægt að gefa út ókeypis blað. Við vissum samt alltaf að það hentaði ekki alveg öll- um ráðamönnum að blaðið væri til og lifði svona góðu lífi. En okkur grunaði aldrei að þeir gætu sett lög sem geta leitt til þess að okkar bíð- ur ekkert annað gert en að pakka saman og þakka fyrir okkur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.