Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 26
Þrátt fyrir stækkun Evrópusam- bandsins þann 1. maí sl. er Eystrasaltssvæðið áfram tví- skipt hagkerfi. Eða öllu heldur: Menn standa þar frammi fyrir spurningunni um sambúð tveggja hagkerfa og þjóðfélags- gerða, sem eru á ólíku þróunar- stigi. Annars vegar eru Norður- löndin og Þýskaland. Hins vegar eru Eystrasaltslöndin og Pólland. CBSS – Samband Eystrasalts- ríkja telur innan sinna vébanda Norðurlöndin 5, Eystrasaltsríkin 3, auk Póllands og Þýskalands. Ráðið starfar náið með Norð- vestur-Rússlandi og Kaliningrad. Þar fyrir handan eru hin nýju grannríki Evrópu, Rússland, Hvíta-Rússland, Úkraína og Moldóva og þar fyrir handan Kákasuslönd. Hvernig reiðir þessari sam- búð af? Hver þessara landa eða liðsheilda eru samkeppnis- hæfust? Er um að ræða gagn- kvæma hagsmuni, sem leiða má af ólíkum þróunarstigum? Er lík- legt að þessi ólíku þjóðfélags- kerfi renni saman í náinni fram- tíð? Eru hinar ólíku þjóðfélags- gerðir sjálfbærar, þegar litið er til framtíðar? Af einhverjum ástæðum er nú í tísku að leita til dýraríkisins til þess að lýsa þess- ari tvískiptingu. Til dæmis eru Eystrasaltsþjóðirnar iðulega kenndar við tígrisdýr í þessari umræðu. Hvað eigum við þá að kalla Norðurlandaþjóðirnar og Þjóðverja? Til að halda líking- unni mætti hugsa sér að kenna þessar þjóðir við fíla. Tígrisdýr- in eru rándýr, þvengmjó og hungruð og snör í snúningum. Fílarnir eru stórir, hægfara og silalegir og fremur góðviljaðar skepnur. En ef þeir hreyfa sig, titrar jörðin undan fótum þeirra. Hver er helsti styrkleiki og veikleiki þessara dýrategunda? Af dagblaðaumræðu þessi miss- erin mætti ætla, að tígrisdýrin spjari sig betur í samkeppninni en fílarnir (og þá er átt við sam- keppni hinna ólíku þjóðfélags- gerða): Hagvaxtartígrarnir (Eystrasaltsþjóðirnar) bjóða upp á lág laun, lágan framleiðslu- kostnað, lága skatta, fáar reglu- gerðir og litla ríkisíhlutun. Þetta á að vera gott til að stofna fyrir- tæki, gott fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrir erlenda fjár- festa í leit að gróðavon. Þetta á m.a.o. að vera gott fyrir hagvöxt- inn, sem fullyrt er að muni „seytla niður á við“. En eru þessir samkeppnis- kostir varanlegir? Er ekki til- gangur leiksins, þegar upp er staðið, að bæta lífskjör og þar með að hækka laun, fremur en að halda þeim niðri? Eru ekki léleg lífskjör sama sem falleinkunn á samkeppnisprófi efnahagslífs- ins, ef þau verða að varanlegu ástandi? Tilgangur efnahags- starfseminnar er væntanlega sá að bæta lífskjör og lífsgæði. Það nær einnig til heilsugæslu, menntunarstigs og félagslegra trygginga gegn áföllum eins og t.d. atvinnuleysi, örorku, elli- hrumleika o.s.frv.. Til þess að standa undir þessum lífsgæðum þarf skatta. Og vaxandi fram- leiðni – ekki hungurlaun. Ef tígrisdýrin ná árangri með auknum hagvexti verða þau „feitari“ og seinfærari. Og það eru önnur villidýr í myrkviðinu að baki þeim, sem bjóða upp á ennþá lægri laun og ennþá lægri skatta. Hin nýju grannríki Evr- ópu, þ.m.t. Rússland. Og Kína, Indland og gervallur þriðji heim- urinn. Öll eru þessi tígrisdýr þess vegna í samkeppni um „að keyra launin niður“. En hvað um fílana? Sam- kvæmt venjuviskunni eru há- launa- og háskattalöndin að tapa í samkeppninni. Sumir halda því fram að þau séu dæmd til þess í þessari samkeppni að sitja uppi með lítinn hagvöxt eða jafnvel stöðnun og atvinnuleysi. Sumir sjálfskipaðir sérfræðingar vilja telja okkur trú um, að velferðar- ríkin fái ekki lengur staðist, og að þau hafi verið dæmd til dauða af óviðráðanlegum öflum al- þjóðavæðingarinnar. Vegna þess að þau séu ekki samkeppnishæf um lág laun. Getur verið að minningargreinarnar um vel- ferðarríkin séu ótímabærar, líkt og fréttirnar af dauða háðfugls- ins Mark Twain, sem birtust að honum forspurðum meðan hann var í fullu fjöri? Ráðherrar í ríkisstjórn Finn- lands, sem er dæmigert norrænt velferðarríki, hafa verið upp- teknir við það á undanförnum árum, að taka við verðlaunum fyrir frábæran árangur á sam- keppnisprófum þróaðra ríkja: Finnland hefur verið lýst „sam- keppnishæfasta hagkerfi í heimi“; „þróaðasta hátæknisam- félag í heimi“; „óspilltasta sam- félag í heimi“. Þetta er ekki vond frammi- staða. Og hvað með hið alræmda háskattaland, Svíþjóð? Sænski iðnaðar- og viðskiptaráðherrann var nýlega að taka við verðlaun- um sem fulltrúi þess þjóðfélags sem „skapaði örustu tækninýj- ungar í heiminum“. Eru þessir nýjungagjörnu Svíar sama fólkið og er að sligast undan óbærileg- um sköttum? Hvernig stendur á þessu? Eru fyrirtækin ekki að yfirgefa þessi lönd í stórum stíl og flytja sig í viðskiptavænna efnahagslofts- lag? Stundum er ekki allt sem sýnist. Um hvað er alþjóðavæð- ingin? Hún er m.a. um útbreiðslu tæknibyltingar. Þekkingariðnað- ur og þjónusta tekur við af hefð- bundinni iðnaðarframleiðslu. Þetta byggir á nægu framboði af menntuðu starfsfólki. Leikurinn snýst um menntunarstig, bjáninn þinn! Og um vísindi og tækniþró- un. Þetta er það sem háu skatt- arnir í Svíþjóð og Finnlandi hafa m.a. verið fjárfestir í, fyrir utan fjarskipta- og samgöngukerfi. Þetta virðist hafa gefið þeim samkeppnisforskot, þar sem það skiptir sköpum, á alþjóðamörk- uðum, þar sem samkeppnin á sviði hátækni er hörðust. Sama máli gegnir um skatta sem fjármagna heilsugæslu og skylduframlög eða launatengd gjöld, sem fjármagna ellilífeyri og atvinnuleysistryggingar. Þetta er það verð sem fólk virð- ist reiðubúið að borga fyrir lág- marksöryggi á sveiflukenndum tímum örra tæknibreytinga. „Skattar eru einfaldlega það verð sem þú borgar fyrir að búa í siðmenntuðu samfélagi.“ Eftir hverju eru stærstu fjár- festar að sækjast á mörkuðun- um? Margir leita að menntuðu, heilsuhraustu og starfsglöðu vinnuafli. Megnið af því fjár- magni, sem fer út yfir landa- mæri þjóðríkja til fjárfestingar, er fjárfest í háþróuðum löndum, þrátt fyrir há laun og háa skatta. Það sem kemur í staðinn er tæknikunnátta, sérhæfing og mikil framleiðni. Þetta er arður- inn af fjárfestingu ríkisins (að langmestu leyti) í menntun, rannsóknir og tækniþróun, fjar- skipta- og samgöngukerfi og starfhæfar stofnanir, allt frá stjórnsýslustofnunum til dóm- stóla, sem eru ekki þjakaðar af spillingu og glæpastarfsemi. Að öllu þessu athuguðu virðist svo sem hagvaxtartígrisdýrin séu sjálf „dýr í útrýmingar- hættu“. Verði þeim vel ágengt á fyrsta hagvaxtarskeiði lágra launa, breytast þau smám saman í litla fíla. Þetta er kallað sam- runaþróun. Samrunaferlið er eina leiðin í átt til sjálfbærrar þróunar. Á forsætisráðherrafundi Norðurlanda og Eystrasaltsþjóða nýlega sagði sænski forsætisráð- herrann, Göran Persson, starfs- bróður sínum frá Eistlandi, Juh- an Parts, að ef hann, Göran, væri forsætisráðherra Eista (og stundum þurfti að minna hann á, að það væri hann ekki), þá mundi hann að vísu leggja á lága skatta rétt eins og Juhan. En hann veðj- aði við Juhan, að á næstu árum myndu skattar í Eistlandi hækka. Hann hefur örugglega rétt fyrir sér. (Meira að segja Svíar eru löngu búnir að gleyma því, að allt fram á fjórða áratug seinustu aldar var Svíþjóð lág- skattaland með lítinn opinberan geira). Og ég er tilbúinn að veðja um það við Göran, að sænsku skatt- arnir eru á niðurleið á næstu árum. Einfaldlega af því að þeir eru óþarflega háir. Þetta er sam- runaferlið í verki. Þannig mæt- ast báðir á miðri leið. Þetta sam- runaferli verður hraðara á næstu árum fyrir efnahvata samrunaferlisins í Evrópu. Evr- ópusambandið er hið óviðjafnan- lega jöfnunarafl okkar heims- hluta. Evrópusambandið ver verulegum fjármunum til þess að lyfta hinum fátækari þjóðum upp á stig hinna, sem lengra eru komnir á þróunarbraut. Lítum á feril Evrópusambandsins: Þátt- taka Portúgala, Spánverja, Ítala, Grikkja og ekki hvað síst Íra, hefur lyft öllum þessum þjóðum upp frá fátækt til bjargálna. Sama mun gerast í Austur-Evr- ópu og við Eystrasalt í náinni framtíð. Þegar ég var ungur hagfræð- istúdent í Skotlandi, heimsótti ég grannlandið Írland, land sumra forfeðra minna og mæðra. Jafn- vel mér, sem kom frá litlu fiski- þorpi við ysta haf, var brugðið við að kynnast því af eigin reynd, hversu fátækt og vanþróað þjóð- félag Íra var. Líttu á þá núna – þetta keltneska tígrisdýr – þrjá- tíu árum síðar. Glorhungraður tígurinn er orðinn að góðviljuð- um fíl. Það er margt hægt að læra af þessum dæmisögum úr dýrarík- inu. En það má engan veginn misskilja mig: Sá tími er enn ekki upp runninn, að lambinu sé óhætt að leggjast með ljóninu. Höfundur er sendiherra í Finnlandi og Eystrasaltslöndum. 5. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR18 Gyðingahatri sáð í Neskirkju Í desember á síðasta ári var hald- inn fundur í Neskirkju með Mary Lawrence sem hefur verið sókn- arprestur meðal meþódista í Bandaríkjunum. Boðskapur hennar var að segja frá grimmd gyðinga í Hebron. Hún sagðist ganga með (arabískum) börnum sem búa í gamla hverfinu, fylgja þeim í skólann og fylgja þeim svo heim aftur. Hvers vegna? Jú, vegna ágangs gyðingabarna sem köstuðu grjóti í arabísku börnin. Ræða hennar var „hreint“ gyð- ingahatur, sagði mér einn gestur þessarar samkomu. Þar sem ég var í Ísrael í des- ember og janúar sl. gerði ég mér erindi til að kanna sannleikann í fullyrðingu þessa prests. Ég hafði samband við araba sem búa í Hebron, (ég fór þangað einnig) og sagði frá „boðskap“ prestsins: Þessi arabi er góður vinur minn og er kristinn. „Þetta er algjör- lega rangt með farið,“ sagði hann. Sannleikurinn er að það eru aðeins um 400 gyðingar sem búa í Kirjat-Arba, sem er út- hverfi í Hebron. Það eru aftur á móti rúmlega 150.000 arabar sem ekki þola þessa fáu gyðinga nálægt sér og það eru gyðinga- börn sem þurfa vernd fyrir stöð- ugum árásum og grjótkasti ungra araba. Ísraelska varnarlið- ið er þar til hjálpar þeim. Þetta er sannleikurinn. Það er sorglegt til þess að vita að prestar noti kirkjuna til þess að sá gyðinga- hatri meðal þjóðarinnar. Þeir virðast gleyma boðskap Biblí- unnar, hvað varðar gyðinga og fyrirheit Guðs. Þeir virðast gleyma því að Jesús sagði að hjálpræðið kæmi frá gyðingum. Þeir virðast gleyma því að Biblí- an var skrifuð af gyðingum, að mestu til gyðinga. Þeir gleyma því að Jesús er gyðingur. Séra Örn Bárður Jónsson sóknarprestur hefur ekki farið í felur með andúð sína á Ísrael og Bandaríkjunum. Hann hefur not- að ræðustól kirkjunnar til að sá hatri og stjórnmálaskoðunum sínum í Guðsþjónustu sem út- varpað var og vakti eðlilega at- hygli fjölmiðla. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann misnotar þjónustu sína í þessari kirkju. Sjálfur segist hann hafa fengið mjög góð viðbrögð sóknarbarna og annarra. Er það mælikvarði á að hann hafi farið með rétt mál? Ég á heima í sókninni og hef heyrt marga hneykslast á athygl- isáráttu prestsins. Margir safn- aðarmeðlimir sakna kærleiks og friðarboðskaps þess prests sem í mörg ár þjónaði þessari kirkju og boðaði orð Guðs hreint og ómengað. Það var séra Frank M. Halldórsson. Hin almenna (lút- erska) kirkja hefur því miður oft boðað andgyðinglegan áróður gegnum aldirnar. Þó megum við ekki gleyma því að það eru til prestar sem standa með Ísrael í baráttu sinni fyrir tilverurétti og innan þjóðkirkjunnar er vaxandi fjöldi Ísraelsvina. Ég hvet þá og aðra Ísraelsvini að biðja fyrir þeim prestum, sem við vitum að nota ræðustól sinn til að sá gyð- ingahatri. Höfundur er formaður Félagsins Zíon, vinir Ísraels. ÓLAFUR JÓHANNSSON SKRIFAR UM GYÐINGAHATUR Eru norrænu vel- ferðarríkin sam- keppnishæf við láglauna- og lágskattalönd? JÓN BALDVIN HANNIBALSSON SENDIHERRA UMRÆÐAN Hagvöxtur og velferð ,, Það er sorglegt til þess að vita að prestar noti kirkjuna til þess að sá gyðingahatri meðal þjóðarinnar. ,, Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti í síðustu viku fyrirlestur við Linacre Col- lege í Oxford um stefnu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Tilefni heimsóknar hans var annars að afhenda skólanum 25 þúsund sterlingspunda styrk ríkis- stjórnarinnar til kennslu og rannsókna í íslenskum fræðum. Kom áheyrendum á óvart að Ísland vildi vera utan Evrópusambandsins á sama tíma og flestar Evrópuþjóðir sækjast af miklu kappi eftir aðild? Um viðbrögð við fyrirlestrinum er ekki kunnugt. En forsætisráðherra vék sjálfur að því að þetta kynni að þykja einkenni- leg afstaða í ljósi þess mikla áhuga sem aðrar þjóðir í álfunni sýna sambandinu. Reyndar mætti þessi afstaða þykja enn einkennilegri þegar haft væri í huga að innan Evrópusambandsins væri stærsti markaður fyrir íslenskan útflutning. Hvernig skýrði hann þá þessa afstöðu? Hann greindi frá því að Íslendingar væru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og nytu þannig þeirra kosta sem fælust í innri markaði Evrópusambands- ins án þess að þurfa að undirgangast kvaðir á sviðum þar sem hagsmunir Ís- lands og sambandsins færu ekki saman. Á hvaða sviðum taldi hann hagsmuni rekast á? Forsætisráðherra nefndi þrjú atriði: fisk- veiðistefnu Evrópusambandsins, gjald- eyrisstefnuna og beinan kostnað af að- ildinni. Hvernig rekst fiskveiðistefnan á hags- muni Íslands? Á þrennan hátt. Við aðild yrðu ákvarðan- ir um fiskveiðar teknar í Brussel en ekki á Íslandi. Fiskveiðifloti Evrópusambands- ríkja fengi að veiða í íslenskri landhelgi. Síðast en ekki síst væri sjávarútvegur blómleg viðskiptagrein á Íslandi, en rek- inn sem byggðastefna innan Evrópusam- bandsins. En gjaldeyrisstefnan? Of mikil áhætta væri í því fólgin að taka upp evruna og láta ákvarðanir um gengi gjaldmiðla á Íslandi ráðast eingöngu af aðstæðum í Evrópu. Íslenskt hagkerfi væri einfaldlega of sveiflukennt og of háð útflutningi sjávarvara til að slíkt væri viðunandi. Þetta þýddi að vísu að vextir væru hærri á Íslandi en annars staðar í Evrópu en það væri það gjald sem greiða yrði fyrir sjálfstæðan gjaldmiðil. Hver yrði útlagður kostnaður af aðild? Forsætisráðherra nefndi ekki tölur í því sambandi en sagði að líklega myndu Ís- lendingar þurfa að greiða hærra framlag til sambandsins miðað við íbúafjölda en nokkurt annað aðildarríki. Ástæðan væri háar þjóðartekjur á Íslandi. Taldi hann einnig líklegt að kostnaður Íslands af að- ildinni yrði meiri en hagurinn. Ræðuna má lesa í heild á ensku á vefslóðinni http://www.forsaetisradu- neyti.is/radherra/raedur-og-grein- ar/nr/1324. GREINING Ræða Davíðs í Oxford FBL Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritsjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Af tígrum og fílum í Evrópu Ungir „tígrar“ sem eiga eftir að breytast í „fíla“ þegar fram líða stundir?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.