Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 38
Hrósið 30 5. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR ... fær Sigurbjörn Bárðarson fyrir að slá heimsmet í skeiði á Óðni frá Búðardal. Fréttiraf fólki ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ræsa. Guðmundur Sigurðsson. Óðinn frá Búðardal. Það gerist nú ekki á hverjumdegi að fólk stendur í því að afhenda peningaseðla á götum úti til þeirra sem vilja þiggja. Það ráku því margir upp stór augu þegar umsjónarmenn vefj- arins gagnauga.is dreifðu heldur nýstárlegum 500 króna seðli sem sýnir Svarthöfða í stað Jóns Sigurðssonar til þeirra sem fóru í kröfugöngu á 1. maí. Að baki Svarthöfða standa svo Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson í hlutverki mannsins með ljáinn og Hannes Hólmsteinn Giss- urarson í hlutverki Yoda. „Svarthöfði er tákngervingur heimsveldis,“ segir Stefán Þor- grímsson, einn af umsjónar- mönnum gagnauga.is. „Íslensk stjórnvöld virðast vilja fylgja stefnumálum Bandaríkjamanna í einu og öllu. Þeir eru alltaf að opinbera sig meira og meira sem heimsveldi. Okkur fannst hann vera svo gott tákn hins illa.“ Umsjónarmenn síðunnar eru andvígir ríkisstjórninni og fara ekkert í felur með það. Aftan á seðlinum er mynd af Birni Bjarnasyni klæddum í einkenn- isbúning sem minnir helst á fas- ista. Við hlið hans er mynd af því þegar seinni flugvélin rakst á World Trade Center í New York þann 11. september 2001. Við myndina stendur ritað; „11. sept- ember – ekki er allt sem sýnist“. „Þeir sem kynna sér málið sjá að Bandaríkjamenn hafa margt óhreint í pokahorninu varðandi 11. september. Ég og fleiri trú- um því að það sé samsæriskenn- ing að einhverjir arabar hafi rænt flugvélunum og stefnt þeim á turnanna. Við trúum því að þetta hafi verið innanbúðar- verk. Það er hægt að lesa um þessar kenningar á síðunni okk- ar, auk þess sem tenglar eru á aðrar síður sem fjalla um sömu hlutina. Eitt augljóst dæmi um að þetta hafi verið samsæri er að það hefur enginn verið ákærður fyrir árásirnar, sem sýnir að það eru engar sannanir fyrir því að arabar hafi gert þetta. Auk þess hafa einhverjir af þeim sem áttu að hafa farist með flugvélunum fundist á lífi í Sádi-Arabíu. Hvernig stendur á því?“ spyr Stefán að lokum. ■ Rocky 500 KRÓNA SEÐILL GAGNAUGA.IS Fimmhundruð króna seðillinn er auglýsing fyrir vefsvæðið gagnauga.is sem opnaði í desember í fyrra. „Okkar takmark er að gefa fólki aðra sýn á heiminn.“ Hægt er að sækja heimildarmyndir í gegnum síðuna og lesa fréttir sem ekki birtast annars staðar. Netið GAGNAUGA.IS ■ Pólitískt vefsvæði var með ansi nýstárlega leið til þess að auglýsa vef sinn í bænum á 1. maí. Mótmælendur fengu falska seðla Höfundur Eurovisionlagsins, pí-anóleikarinn Sveinn Rúnar Sigurðsson, vill fyrir alla muni koma í veg fyrir að verða í fram- tíðinni fyrst og fremst þekktur fyrir þátttöku sína í Eurovision. Hann ætlar því að sýna aðrar hliðar á sér á tónleikum á Hótel Borg klukkan átta í kvöld, sem jafnframt verða eins konar kveðjutónleikar áður en hann heldur utan til Istanbúl. Hann hefur fengið nokkra góða vini sína til liðs við sig, þar á meðal Ólaf Reyni Guð- mundsson, Guðrúnu Ár- nýju Karls- dóttur söngkonu og Davíð Ólafs- son bassasöngvara. Þau ætla að flytja einhvers konar bland í poka, klassík, djass og dægurlög, og öll nema Davíð ætla þau að flytja eitthvað frumsamið. Doktor Kristinn R. Þórissonhefur þann starfa að búa til heila fyrir vélmenni. Hann hefur stundað rannsóknir á þessu sviði í um það bil 15 ár og unnið við það hjá ýmsum fyrirtækjum, svo sem Landsímanum í Bretlandi, leikfangafyrirtækinu Lego og geimferðastofnun Banda- ríkjanna, NASA. Hann hefur sér- hæft sig í að finna leiðir til að gera tölvum kleift að skilja tal og látbragð og láta þær bregðast við með sama hætti, svona rétt eins og gengur og gerist í venju- legum samskiptum milli manna. Í hádeginu í dag ætlar hann að segja frá störfum sínum og rannsóknum á tölvugreind í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist upp á Lárétt: 1 getur, 6 hófdýr, 7 hlotnast, 8 tveir eins, 9 fát, 10 dropi, 12 skel, 14 ljúf, 15 hreyfing, 16 að innan, 17 álpast, 18 kláraði. Lóðrétt: 1 södd, 2 fylgt eftir, 3 tveir eins, 4 varningurinn, 5 hás, 9 ekki marga, 11 forma, 13 helstu, 14 kjaft, 17 keyr. LAUSN: 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 1210 Lárétt: 1megnar, 6elg,7fá,8tt,9fum, 10tár, 12aða,14góð,15ið,16út,17 ana,18lauk. Lóðrétt: 1mett,2elt,3gg,4afurðin,5 rám,9fáa,11móta,13aðal,14gúl,17 ak. 5 ensku Building Brains for Virtu- al Bodies, eða heilahönnun fyrir sýndarverur. Hvað meinarðu? Að við byrjum saman?? Já, hvað með það? Okkur hefur alltaf komið vel saman! En við höfum verið vinir í tíu ár! Það færi allt í vaskinn! Nei, hvaða rugl! Það yrði alveg eins, nema við myndum fara í rúmið líka! Þetta er svo týpískt! Þú ert of latur til að fara á barinn og hösla og þá reynirðu bara að koma stelpuvinum þínum í rúmið í staðinn! En ég lofa að bera virðingu fyrir þér í fyrramálið...! Gleymdu því, Rocky! Þykist vera vinur manns! Og ég sem hjálpaði þér að flytja um daginn!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.