Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.05.2004, Blaðsíða 12
5. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR Hristingur á mótorhjólum: Veldur skaða hjá lögreglumönnum SVÍÞJÓÐ Mótorhjól í flota lögregl- unnar í Jönköping í Svíþjóð standa nú ónotuð í bílageymslu lögregluembættisins eftir að lögregluyfirvöld staðarins ákváðu að hætta notkun þeirra. Ástæðan er að lögreglumenn sem vinna á hjólunum eiga á hættu að verða fyrir varanleg- um skaða vegna hristings. „Blóðrásin í fingrunum versnar. Eftir vakt dofna fingurnir og maður getur ekki haldið á kaffi- bolla. Til lengdar getur þetta valdið því að fingurnir deyja og maður getur misst þá,“ sögðu tveir lögreglumenn í viðtali við sænska sjónvarpið. Þeir hafa fengið skaða viðurkenndan sem atvinnusjúkdóm. Lögregluyfirvöld annars stað- ar í Svíþjóð hafa ekki lagt mótor- hjólum. Að sögn yfirmanns hjá ríkislögreglustjóraembættinu í Svíþjóð fer hristingur sem veldur skaðanum yfir mörk þegar komið er yfir 90 kílómetra hraða. Gildir þetta einkum um eldri mótorhjól. Hjá lögregluembættum í Svíþjóð er nú unnið að því að koma hrist- ingnum niður fyrir hættumörk. ■ ALÞINGI Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár á Alþingi í gær vegna þeirrar slæmu stöðu sem blasir við í at- vinnumálum í Mývatnssveit í lok ársins, þegar starfsemi kísilgúr- verksmiðjunnar verður hætt. Um 100 manns koma til með að missa at- vinnu sína, eða um tíundi hver íbúi í Mývatnssveit. Vonir hafa verið bundnar við að kísilduftverksmiðja geti tekið til starfa um leið og kísil- gúrverksmiðjan hættir, en þær áætlanir hafa dregist vegna óvissu um hvort nægilegt fjármagn fáist til atvinnurekstrarins. „Það er gert ráð fyrir því að tekj- ur á atvinnusvæðinu dragist saman um allt að einn milljarð króna, en menn mega ekki leggja árar í bát. Það er ýmislegt hægt að gera í Mý- vatnssveit, til dæmis eru miklir möguleikar í ferðaþjónustu, sér- staklega heilsutengdri ferðaþjón- ustu. Það er mikið í húfi og atburð- ur eins og þessi, sem líkja má við náttúruhamfarir, veldur því að allir telja skynsamlegt að samfélagið komi til bjargar,“ sagði Halldór. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra benti á að það hefði legið fyrir í nokkur ár að dregið gæti til al- varlegra tíðinda varðandi framtíð kísilgúrverksmiðjunnar því vegna tapreksturs væri líklegt að starf- seminni yrði hætt fljótlega. Verk- smiðjan væri auk þess komin til ára sinna og ekki lengur samkeppnisfær. Ráðherra sagði að Kísiliðjan við Mý- vatn hefði verið til skoðunar sem hagkvæm staðsetning fyrir verk- smiðju og skilningur væri á mikil- vægi þess að skapa svigrúm til end- urnýjunar atvinnulífsins á svæðinu. „Til að liðka fyrir fjármögnun ákvað ríkisstjórnin að verja 200 miljónum króna til hlutafjárkaupa í kísilduftsverksmiðju og leggja þannig veigamikil lóð á vogarskál- ina. Seinkun á frekari fjármögnun hefur verið mjög bagaleg fyrir eig- endur, en vonir standa til þess að fjármögnun ljúki í þessum mánuði, og að framleiðsla geti hafist í byrj- un ársins 2006,“ sagði Valgerður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu þetta enn eitt áfallið í at- vinnumálum á landsbyggðinni og hvöttu stjórnvöld til að opna augun og koma að málinu með myndarleg- um hætti, enda bæru þau ábyrgðina á því ástandi sem hefði skapast. bryndis@frettabladid.is …með allt á einum stað ÍS LE N SK A A U G L SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 2 39 07 04 /2 00 4 Mörkinni 6. Sími 588 5518 OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 SUMARTILBOÐ Stuttar og síðar kápur, sumarúlpur, heilsársúlpur, regnkápur bolir, peysur og slæður. 15-50% Afsláttur! ENN MEIRI VERÐLÆKKUN ótrúlega góð verð t.d. Dragtir frá 5990 kr. Peysur og Bolir frá 1000 kr. TAKIÐ EFTIR! Verslunin hættir 15.maí. Ítakt Laugavegi 60 S. 552-0253 Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. LÉTT SUMARPILS STUTT OG SÍÐ ÚR BÓMULL OG HÖR Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. kl. 10-16T Í S K U V E R S L U N TILBOÐSSLÁ MEÐ NÝJUM VÖRUM Í BÁÐUM BÚÐUNUM Mjódd - Sími 557 5900 VORDAGAR Í FRÖKEN JÚLÍU ESPRIT FATNAÐUR Í ÚRVALI. FLAUELIS OG HÖRJAKKAR KOMNIR AFTUR, SEX LITIR. EINNIG ÝMIS TILBOÐ Í GANGI VERIÐ VELKO MNAR Á VOR DAGA . Náttúruhamfarir í Mývatnssveit Halldór Blöndal segir mikið í húfi ef ekki tekst að koma atvinnumálum í Mývatnssveit á réttan kjöl eftir að kísilgúrverksmiðjan hættir. Seinkun á fjár- mögnun kísilduftsverksmiðju hefur verið bagaleg segir iðnarráðherra. HÆTTULEGT STARF Starf mótorhjólalöggunnar er hættulegt, en kannski á annan hátt en margan hefur grunað. HALLDÓR BLÖNDAL Forseti Alþingis vakti máls á þeirri slæmu stöðu sem blasir við í atvinnumálum í Mývatnssveit vegna fyrirhugaðrar lokunar kísilgúr- verksmiðjunnar. Hann sagði mikið í húfi og samfélagið yrði að bregðast við, enda gert ráð fyrir að tekjur á svæðinu dragist saman um einn milljarð. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðarráðherra sagði að legið hefði fyrir í nokkur ár að dregið gæti til alvarlegra tíðinda varðandi framtíð kísilgúrverksmiðjunnar því vegna tapreksturs væri líklegt að starfseminni yrði hætt fljót- lega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.