Fréttablaðið - 14.06.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 14.06.2004, Síða 4
4 14. júní 2004 MÁNUDAGUR KEPPNI „Þetta gekk allt upp. Við vorum vel undirbúin og heppin,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir laganemi. Hún vann ásamt fimm öðrum laganemum Norrænu mál- flutningskeppnina sem haldin var hér á landi um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið ber sigur úr býtum en tólf lið taka þátt í keppninni á ári hverju. „Málið sem flutt var snerist um mann, sænskan ríkisborgara, sem eftir 11. september var settur á lista Sameinuðu þjóðanna yfir menn sem fjármagna hryðjuverk. Eignir hans voru frystar er ESB hafði gefið út tilskipun sama efnis og var hlutverk okkar að sækja mál hans og verja fyrir Mannrétt- indadómstólnum,“ segir Heiða. Keppnina dæmdu hæstaréttar- dómarar frá Norðurlöndunum auk dómara frá Mannréttinda- dómstól Evrópu og segir Heiða mikinn heiður að flytja fyrir þá mál. Sif Konráðsdóttir hæstarétt- arlögmaður er formaður hópsins en Björg Thorarensen prófessor aðstoðaði keppendurna fyrir hönd lagadeildar HÍ. ■ Skýr forysta víst til staðar Fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn segja fullyrðingar Helga Hjörvar um skort á pólitískri forystu ekki eiga við rök að styðjast. Þeir kannast heldur ekki við þreytu í samstarfinu. BORGARMÁL „Forystan er ekki lengur bundin í persónu borgar- stjóra eins og hún hefur lengi ver- ið í Reykjavík, heldur dreifist milli fleiri ráðamanna sem allir eru í pólitískri forystu,“ segir Árni Þór Sigurðsson borgarfull- trúi um fullyrðingar Helga Hjörv- ar í Fréttablaðinu í gær þess efnis að Reykjavíkurlistann skorti for- ystu. „Ef menn eru á þeirri skoðun að afdráttarlaus pólitísk forysta sé bundin í einni persónu þá það, en það er ekki mín sýn á lífið,“ bætir Árni við. Hann segist ekki hafa orðið var við valdaþreytu í samstarfi Reykjavíkurlistans, þegar vandamál hafi komið upp hafi þau verið leyst á farsælan hátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir segist fagna allri gagnrýni sem fram komi á störf Reykjavíkur- listans; það sé dæmi um lífsmark með meirihlutanum og að fólk hafi skoðanir á hlutunum. Hún segir einnig að ekki sé hætta á að fámenn klíka komist til valda eins og Helgi Hjörvar hefur áhyggjur af. „Um hundrað manns gegna nefndarstörfum fyrir Reykjavík- urlistann, fólk úr flokkunum og utan þeirra og þessi hópur hefur áhrif á stjórn borgarinnar. Ég er því ekki sammála að það sé lítil klíka sem ráði öllu.“ Hún bætir við að með brotthvarfi Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur úr sæti borgarstjóra hafi margt breyst, valddreifingin sé meiri en áður og það sé mun lýðræðislegra en að kallað sé eftir einum sterkum að- ila sem ráði öllu. Þá vill hún ekki kannast við þreytu í samstarfinu. Alfreð Þorsteinsson tekur í sama streng og Árni og Steinunn og segir það út í hött að tala um að það skorti pólitíska forystu. Hann segir það eðlilegt að ólíkar áhersl- ur komi upp í kosningabandalagi þriggja ólíkra flokka en hingað til hafi tekist að vinna úr því. Hann segir enn fremur að það sé eðli- legt að Þórólfur Árnason borgar- stjóri sigli lygnan sjó og taki ekki að sér afdráttarlausa forystu þar sem hann sé ráðinn til starfsins af Reykjavíkurlistanum. „Ef hann væri hins vegar kjörinn af fólkinu í kosningunum gæti staða hans auðveldlega breyst.“ bergsteinn@frettabladid.is Þórólfur Árnason borgarstjóri: Fagnar umræðunni BORGARMÁL Þórólfur Árnason borgarstjóri segist ekki hafa ákveðið hvort hann muni sækiast eftir pólitísku burðarhlutverki innan Reykjavíkurlistans. „Það eru tvö ár til kosninga og ég mun meta stöðuna þegar nær dregur.“ Þórólfur hafði ekki haft tök á að lesa viðtalið við Helga Hjörvar þegar Fréttablaðið hafði sam- band við hann, en sagði að miðað við það sem hann hefði heyrt væri Helgi fyrst og fremst að efna til umræðu og því fagnaði hann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, vildi ekki tjá sig um málið: „Ég tel að ég sé á hliðarlínunni í þessu máli og það sé betra að þeir sem nær standa tjái sig um það.“ ■ Ferðu í laxveiði í sumar? Spurning dagsins í dag: Virðir þú almennt ákvæði um há- markshraða á þjóðvegum landsins? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 84% 16% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is JÓHANN M. HAUKSSON Doktor í opinberri stjórnsýslu: Afkáraleg staða til lengdar BORGARMÁL Jóhann M. Hauksson, doktor í opinberri stjórnsýslu, segir að fræðilega séð geti borg- arstjóri vissulega setið á hlutlaus- um friðarstóli en það sé bagalegt til lengri tíma. „Hann getur starfað sem fram- kvæmdastjóri ef pólitíska foryst- an kemur annars staðar frá, en það er afkáralegt að staðan sé svona til lengdar. Það er hluti af starfi borgarstjóra að berjast fyr- ir pólitískum stefnumálum og því er undarlegt ef hann situr til lengri tíma sem hlutlaus fram- kvæmdastjóri.“ Jóhann bendir þó á að Þórólfur Árnason eigi erfitt með að taka að sér pólitískt burð- arhlutverk því hann sé ráðinn í starfið á öðrum forsendum. ■ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 84 3 0 5/ 20 04 NETSMELLUR – alltaf ódýrast á netinu Allt að 18 ferðir á dag Sumaráætlun Icelandair Bókaðu á www.icelandair.is Engin þjónustugjöld þegar bókað er á netinu. Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Breytingagjald 5.000 kr. Icelandair ódýrari í 54,5% tilfella í júní og júlí í sumar til Kaupmannahafnar og London Úttektin var framkvæmd af IMG Deloitte fyrir Icelandair á tímabilinu 6. - 14. maí. Miðað er við algengustu tegund sumarleyfisferða sem er yfir helgi. Til að gæta fyllsta hlutleysis var íslenskur samkeppnisaðili Icelandair á þessum flugleiðum látinn vita að verðkönnun yrði gerð á fyrrgreindu tímabili. Ódýrastir til Evrópu Verð á mann frá 14.490 kr.* VIÐSKIPTI Undirritaður hefur verið samningur milli Vísis og Eskils um þróun nýs fasteignavefs. Vef- urinn verður meðal nýjunga sem kynntar verða á nýjum frétta-, af- þreyingar- og þjónustuvef Vísis innan skamms. Mikið hefur verið lagt í þróun fasteignavefsins og mun öflug leitarvél gera notendum fast- eignaleitina auðveldari. Bryddað verður upp á ýmissi nytsamlegri þjónustu á fasteignavefnum í samstarfi við KB banka. Þá hefur Vísir gert rekstrar- og hýsingarsamning við ANZA vegna nýja vefsins en ANZA sér- hæfir sig í rekstri og uppbygg- ingu tölvukerfa og býður breiða og sveigjanlega þjónustu. Ráðgjafar- og hugbúnaðarhús- ið Innn hf. annast alla uppsetn- ingu og forritun nýs Vísis en vef- urinn er keyrður með LiSA-vef- stjórnunarkerfinu. ■ Smásöluverslun: Stendur í stað VERSLUN Smásöluverslun á föstu verðlagi í ár stóð nánast í stað í samanburði við fyrra ár. Dagvör- ur seldust á föstu verðlagi í smá- sölu fyrir 0,1 prósent meira í maí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2003 samkvæmt nýrri smá- söluvísitölu. Samtökum verslana og þjón- ustu og rannsóknar- og ráðninga- fyrirtækinu IMG. Áfengissmásal- an á föstu verðlagi dróst saman um 1,1 prósent og sala lyfjaversl- ana minnkaði um 0,1 prósent mið- að við maí í fyrra. Smásöluvísitalan er reiknuð af IMG samkvæmt upplýsingum sem berast beint frá fyrirtækjun- um og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. ■ Vísir, KB banki og Eskill: Kynna nýjan fasteignavef á næstunni SAMNINGUR UM FASTEIGNAVEFINN Í HÖFN Þorsteinn Eyfjörð, lengst til hægri, handsalar samninginn við fulltrúa Eskils. ÍSLENSKA LIÐIÐ Björg Thorarensen prófessor, Ari Karlsson, Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður, Þórunn Pálína Jónsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Sesselja Sigurðar- dóttir og Hervör Pálsdóttir. Guðlaugur Þór Þórðarson: Staðfestir ábendingar okkar BORGARMÁL „Þetta staðfestir það sem minnihlutinn hefur lengi bent á. Reykjavíkurlistinn stend- ur á brauðfótum og er aðfram- kominn vegna samstarfsþreytu. Pólitísk forysta, sem var lítil fyrir, er nú engin og það eina sem heldur listanum saman er ótti valdaklíkunnar við að missa stól- ana sína,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, um ummæli Helga Hjörvar. Guðlaugur segir enn fremur að enginn þekki bet- ur til samstarfs Reykjavíkurlist- ans en Helgi Hjörvar. „Hann er einn af stofnendum listans og ötulasti starfsmaður hans frá upphafi.“ ■ BORGARFULLTRÚAR REYKJAVÍKURLISTANS Árni Þór Sigurðsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Alfreð Þorsteinsson. Norræn málflutningskeppni: Íslenskir laga- nemar unnu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.