Fréttablaðið - 14.06.2004, Page 10

Fréttablaðið - 14.06.2004, Page 10
14. júní 2004 MÁNUDAGUR Gaza-ströndin: Ísraelar færa stöðvar sínar JERÚSALEM, AP Stjórnvöld í Ísrael ætla að færa tvær stórar landa- mærastöðvar sínar í tengslum við brotthvarf hersins og landnema frá Gaza-ströndinni. Háttsettur ísra- elskur embættismaður tilkynnti þetta í dag og jafnframt að Ariel Sharon forsætisráðherra hefði þegar fyrirskipað brottflutninginn. Önnur landamærastöðin, sem er á þeirri leið sem palestínskir verka- manna fara til vinnu í Ísrael, mun færast inn fyrir landamæri Ísraels. Færsla hinnar stöðvarinnar er háð samþykki egypskra yfirvalda en til stendur að færa hana suður fyrir landamæri Egyptalands að Gaza- ströndinni. Með færslu stöðvanna verður endi bundinn formlega á sameigin- legt landamæraeftirlit Ísraela og Palestínumanna sem kveðið var á um í friðarsamningum frá síðasta áratug. Það samstarf hefur í raun legið niðri síðan uppreisn Palestínu- manna hófst fyrir þremur árum. ■ Al Kaída framkvæmdi hugmynd Hitlers 11. september 2001 er mörgum minnisstæður vegna árásanna á tvíburaturnana í New York. Færri vita að tæplega 60 árum áður ráðgerði Adolf Hitler sams konar árásir á skýjakljúfa borgarinnar og var undirbúningur langt á veg kominn. ÞÝSKALAND Einræðisherrann Adolf Hitler gældi við það tæpum 60 árum áður en það raunverulega gerðist að láta flugvélar hlaðnar sprengiefnum fljúga á skýja- kljúfa í New York. Voru hugmynd- ir hans það langt komnar að búið var að þjálfa flugmenn og teikna flugvélarnar, sem hlutu nafnið Amerikabomber. Reyndi Hitler mikið að hefja framleiðslu vél- anna við lok stríðsins þegar fyrir- séð var að þýski herinn væri á undanhaldi á flestum vígstöðvum en gafst ekki nægilegt tóm til. Albert Speer, æðsti yfirmaður hergagnaframleiðslu Þjóðverja, minntist þess í dagbók sinni árið 1947 hvernig Hitler umturnaðist þegar talið barst að árásum vél- anna á New York. „Það var næst- um eins og æði gripi hann þegar hann lýsti draumórum sínum um að sjá New York brenna til grun- na. Hann ímyndaði sér hvernig skýjakljúfarnir myndu loga eins og kyndlar eftir árásirnar og hrynja svo til jarðar meðan eld- arnir mynduðu ljóðræna birtu við dökkan himininn.“ Hugmyndin um Amerika- bomber byggðist á að framleidd yrði risastór flutningavél með langt flugþol sem borið gæti aðra minni flugvél langleiðina yfir Atl- antshafið. Í nánd við Bandaríkin yrði minni vélinni sleppt en sam- kvæmt teikningum sem fundist hafa þótti ekki ástæða til að hafa vopn né lendingarbúnað í þeim. Sú vél gæti flogið afar hratt svo næsta ómögulegt væri að skjóta hana niður af loftvarnabyssum eða árásarvélum. Flutningavél- inni yrði snúið við til Þýskalands þar sem næsta sprengjuvél yrði fest við hana og átti þannig að vera hægt að senda vélar með reglulegu millibili yfir hafið. Teikningar af umræddum vélum hafa nýlega litið dagsins ljós eftir áratuga geymslu en prófessor við háskóla í Berlín fann þær og kom á framfæri við fjölmiðla. Þykir mörg- um þetta staðfesting á þýsku hug- viti en margt af því sem þýskir verkfræðingar uppgötvuðu í seinni heimsstyrjöldinni er enn þann dag í dag notað víða í iðnaði hvers konar. albert@frettabladid.is EFNISTÖK Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða efnistöku í Undirhlíðum í landi Hafnar- fjarðar með fjórum skilyrðum. Í niðurstöðu stofnunarinnar segir meðal annars að stofnunin telji að markmið framkvæmdarinnar um að sameina efnistöku á fáum en vel skipulögðum svæðum og koma í veg fyrir óskipulega efnistöku í landi Hafnarfjarðar sé jákvætt. Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, segir niðurstöðu skýrslunnar vera í þeim dúr sem reiknað hafi verið með. „Það hefur verið vilji til að geta nýtt þessa námu áfram og mér sýnist að niður- staðan sé á þeim efnislegu for- sendum sem við máttum eiga von á. Við höfum litið á þessa námu sem mjög mikilvæga en teljum jafnframt að þarna verði að fara varlega því svæð- ið er nálægt okkar vatnslind- um,“ segir Lúðvík. Magnús Gunnarsson, oddviti minnihlutans í Hafnarfirði, segir engan ágreining vera um málið af hálfu minnihlutans og telur farsælt að búið sé að setja ákveðnar reglur svo ekki verði neinn vafi á því hvernig að framkvæmd efnistökunnar verði staðið. ■ taktu eftir... debenhams S M Á R A L I N D Fyrir hverjar 5.000 kr. sem keypt er fyrir í barnadeild, færðu 1.000 kr. gjafabréf í Debenhams Tilboð Gildir til 16. júní. Hafnarfjörður: Efnistaka í Undirhlíðum samþykkt AFMÆLI Í KRINGLUNNI Í tilefni sjötugsafmælis Andrésar Andar var efnt til sérstakrar hátíðar í Kringlunni í gær. Börn fengu gefins blöðrur, Andrésblöð og sælgæti. Þá myndaðist löng biðröð þegar börnum gafst kostur á að faðma aldna öndina að sér, en Andrés þótti bera aldur- inn vel. ÁTÖK VIÐ MÚRINN Palestínumönnum sem mótmæltu bygg- ingu öryggisveggs Ísraelsmanna lenti sam- an við ísraelska hermenn í gær. LÚÐVÍK GEIRSSON, BÆJARSTJÓRI Í HAFNARFIRÐI Við höfum litið á þessa námu sem mjög mikilvæga en teljum jafnframt að þarna verði að fara varlega því svæðið er nálægt okkar vatnslindum,“ segir Lúðvík. TVÍBURATURNARNIR BRENNA Adolf Hitler gældi lengi við hugmyndir um að láta flugvélar fljúga á skýjakljúfa í Banda- ríkjunum og hraðaði sem mest hann mátti tilraunum í þá átt undir lok seinni heims- styrjaldarinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.