Fréttablaðið - 14.06.2004, Side 14

Fréttablaðið - 14.06.2004, Side 14
14. júní 2004 MÁNUDAGUR Unnið að aðalskipulagi Þingvallasveitar: Nokkur fjölgun sumarhúsa hugsanleg ÞINGVALLASVEIT Ákveðið hefur verið að stækka ekki sumarhúsabyggð við Þingvallavatn. Hins vegar verður unnið að því að tengja betur saman þær byggðir sem fyrir eru og gæti það haft í för með sér nokkra fjölgun sumarhúsa, að sögn Sveins A. Sæland, oddvita Bláskógabyggðar. Unnið er að aðalskipulagi Þing- vallasveitar og fundaði sveitar- stjórn sérstaklega um hana á Þing- völlum í vikunni. Lokið hefur verið drögum að skipulagi sem sent verður til umsagnar hjá opinberum stofnunum, að sögn Sveins. „Við tókum ákvörðun um að ýta frekar undir það að svæðið er ákaf- lega viðkvæmt og því hugsum við okkur ekki að stækka núverandi sumarbústaðabyggð,“ segir Sveinn. „Við munum þó leitast við að sam- ræma og lagfæra skipulag á nokkrum svæðum þar sem okkur finnst réttlætanlegt að tengja betur saman þær byggðir sem fyrir eru. Það gæti þýtt einhverja fjölgun á sumarhúsum.“ Að sögn Sveins verður farið mjög hóflega í alla uppbyggingu. „Þetta er spurning um ákveðið rétt- lætismál gagnvart landeigendum sem hafa farið sér hægt í gegnum tíðina,“ segir Sveinn. „Þeir vilja kannski ekki sitja hjá núna þegar verið er að fara í gegnum aðal- skipulagið.“ ■ Bækurnar Hlutabréf og eignastýring og Verðmætasta eignin eru vandaðar útskriftargjafir. Í þeim er fjallað á aðgengilegan hátt um fjármál og leiðir til að spara, byggja upp eignir og tryggja fjárhagslegt öryggi. Bækurnar eru tilvaldar fyrir hugsandi fólk og fást í útibúum Íslandsbanka og í Þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. Einnig eru þær til sölu í helstu bókabúðum. Verðmæt útskriftargjöf F í t o n / S Í A Íslenskur þorskur auglýstur í Evrópu: Ísland fyrirmynd í sjálfbærri nýtingu LÍNUVEIÐAR Verður í framtíðinni nauðsynlegt að sökkva sér ofan í bækur til að finna þorsk? Þetta er fyrirsögn í heilsíðuauglýsingu næst- stærstu verslunarkeðju heims, Car- refour. Auglýsingin birtist í Sviss, Frakklandi, Belgíu og á Spáni föstu- daginn 4. júní. Neðar í auglýsingunni stendur að Carrefour, sem rekur 6.067 verslan- ir í 29 löndum, vilji taka virkan þátt í ábyrgum fiskveiðum. Til þess að koma í veg fyrir ofveiði á einni upp- áhaldsfisktegund heims, þorski, hafi Carrefour sett í framkvæmd áætlun sem miði að því að vernda stofninn. Það selji íslenskan þorsk frá frá fyr- irtækjum sem stundi sjálfbæra veiðiaðferð, línuveiðar. Landið sé til fyrirmyndar. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir auglýsinguna gríðar- lega mikla viðurkenningu á störfum og stefnu sjávarútvegsins. „Verið er að undirstrika það að fólk kunni að meta ábyrga fiskveiðistjórnun. Þetta ætti að vera okkur hvatning til að halda áfram á þessum grunni.“ ■ SUMARBÚSTAÐUR VIÐ ÞINGVALLAVATN Nýtt aðalskipulag gæti haft í för með sér nokkra fjölgun sumarhúsa í Þingvallasveit. AUGLÝSING CARREFOUR „Samstarfsaðilar Carrefour á Íslandi stunda einungis línuveiðar. Ísland er fyrirmyndar- land í sjálfbærri nýtingu sjávarafurða. Sú tækni sýnir lífríkinu virðingu og kemur í veg fyrir ofveiði á takmörkuðum auðlind- um. Við skulum ganga saman til framtíðar og styðja sjálfbærar veiðar,“ segir í laus- legri þýðingu Sigríðar Snævarr, sendiherra í París, á auglýsingunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.