Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2004, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 14.06.2004, Qupperneq 17
En hvað hefur forsetinn gert - hefur hann varpað sprengju í mál- ið? Hefur hann beitt pólitík? Það er varla hægt að saka hann um það. Hann hefur að- eins vísað málinu til þjóðar- innar eins og hann hefur rétt til, er það svona voðalegt? Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Málskotsrétturinn öryggisventill þingræðinu Ákvörðun forseta Íslands að nota málskotsrétt svo sem stjórnarskrá heimilar, hefir hlotið mikla umræðu og gert mörgum órótt í geði – eink- um þeim sem eru forystumenn þjóðarinnar. Þeir eru þungt hugsi, telja að hér hafi skapast mikill vandi sem erfitt sé að sjá fyrir end- ann á, og nú þurfi að velja valin- kunna lögfræðinga til að ráða fram úr vandanum. Þetta kom þeim í „opna skjöldu“. Hálærðir menn eru hugsi – en gefa misjafnar skýringar, eru þeir allir valinkunnir? Það er eins og sumir menn sjái fleiri krókaleiðir á einföldu máli eftir því sem þeir hafa fleiri gráð- ur menntunar – og/eða hærri stöð- ur í þjóðfélaginu. Kann nokkur að skýra það, hvað veldur? Er þingræðið í hættu? Eða er því misboðið? Getur það verið að meiri- hluti Alþingis samþykki frumvarp sem þjóðin að meirihluta til er á móti! Það er varla trúlegt, ef slíkt kæmi fyrir er málskotsréttur for- seta öryggisventill og ætti að vera kærkomið mál þingmeirihluta, því ekki vill þingmeirihlutinn vinna á móti sínu fólki, sínum kjósendum. Ef hins vegar málið er fellt í þjóðar- atkvæði verður það aðvörun þing- ræðinu, því Alþingi er kosið af þjóð- inni, og ef kjósendur eru ósáttir við sinn meirihluta á sá meirihluti ekki framtíð, það er varla trúlegt. Málskotsréttur forseta er því öryggisventill þingræðinu, enda sett í stjórnarskrá af vitrum og framsýnum mönnum fyrri tíðar. Þegar Alþingi er ljóst að málskots- réttur forseta er virkur eru líkur til að betur verði vandað til afgreiðslu mála frá Alþingi - í þá veru að ekki sé gengið á móti þjóðarvilja. En hvað hefur forsetinn gert – hefur hann varpað sprengju í mál- ið? Hefur hann beitt pólitík? Það er varla hægt að saka hann um það. Hann hefur aðeins vísað málinu til þjóðarinnar eins og hann hefur rétt til, er það svona voðalegt? Hver á frekar að taka afstöðu til málsins en þjóðin sjálf? En hver er svo þessi mikli vandi, sem valdsmenn telja að skapast hafi, og hvernig má leysa þann vanda? Ákveða kjördag – sem eðli- lega væri sama dag og forsetakosn- ing fer fram, og ráðherra sá sem stjórnar kosningum láti gera kjör- seðla sem sendir yrðu öllum kjör- stjórnum um land allt. Þar með er málið búið. Úrslit tilkynnt eftir taln- ingu jafnhliða úrslitum úr kosningu forseta. Afar einfalt mál – auðskilið og öllum augljóst sem geta lesið og skilið íslenskt mál. ■ 17MÁNUDAGUR 14. júní 2004 HJÖRTUR EINARSSON NEÐRI-HUNDADAL UMRÆÐAN LAGASYNJUN FORSETANS,, SMÁA LETRIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKOÐAR HJÓNABÖND OG SKILNAÐI Eitt þúsund sextíu og tveir einstakling- ar urðu einhleypir á ný á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofunn- ar. Fimmhundruð þrjátíu og einn lög- skilnaður varð sumsé á árinu og er það ámóta fjöldi og síðustu ár og áratugi. Sjálfsagt liggja margvíslegar ástæður að baki þessum skilnuðum og eflaust voru þeir allir óumflýjanlegir. Það gengur náttúrlega ekki að búa í ómögulegu hjónabandi. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar entust 75 af þeim hjóna- böndum sem lauk á síðasta ári í tvö ár eða skemur. 89 entust í þrjú til fimm ár og 90 í sex til níu ár. 128 þessara hjónabanda lauk hins vegar eftir að hafa staðið í 20 ár eða meira. Aðrar bráðabirgðatölur sýna að ein kona (já, eða stúlka) sem skildi lög- skilnaði á síðasta ári var á aldursbilinu 15 til 19 ára og 30 voru á bilinu 20 til 24 ára. Enginn karl (piltur) á yngsta aldursskeiðinu skildi en sjö á bilinu 20 til 24 ára. 39 karlar, sextugir eða eldri, skildu á síðasta ári og 18 konur á sama aldursbili. Samkvæmt þessu skilur fólk á öllum aldri og eins er allur gangur á því hversu lengi hjónaböndin endast. Bráðabirgðatölur sýna enn fremur að 11 stúlkur á aldrinum 15 til 19 ára gengu í hjónaband á síðasta ári og þrír piltar á sama aldursskeiði. 205 konur á aldursbilinu 20 til 24 ára gerðu slíkt hið sama og 108 karlar. 24 konur sex- tugar eða eldri giftu sig og 43 karlar. Samkvæmt þessu giftir fólk sig á öllum aldri. Sjálfur hef ég hvorki kvænst né skilið en hef, samkvæmt fljótlegri samantekt í huganum, verið viðstaddur tíu brúð- kaup um ævina. Sex þessara hjóna- banda lifa, fern hjón eru hins vegar skilin að skiptum. Ýmist í góðu eða illu, eins og sagt er. Og það er sérkennilegt að hugsa til athafna þeirra hjóna sem ekki náðu að tolla saman. Fallegu kjól- arnir, orð prestanna, lágróma jáin, hrís- grjónaregnið, kræsingarnar í veislun- um, ræður feðranna, heillaóskirnar. Án þess að ég ætli að gerast einhver sérfræðingur í hjónaböndum þá væri nú óskandi að fólk reyndi frekar að skilja hvert annað í stað þess að skilja við hvert annað. En það er kannski meinið eftir allt saman. Þegar fólk er loksins farið að skilja hvert annað þá skilur það. Væri þá ekki ráð að kynnast ögn betur áður en stormað er í kirkj- urnar og athuga hvort viðkomandi eigi einhverja samleið í lífinu? Eða er kannski í fínu lagi að skilja? Er tími hinna stuttu hjónabanda runninn upp og það fyrir löngu, þar sem meðal- maðurinn á að baki þrjú hjónabönd áður en yfir lýkur? Þrjú lágróma já. Þrjár veislur. Þrjár tengdamæður. Brúðhjónum ársins 2004 óska ég gæfu og velfarnaðar. Þrjár tengdamæður FORSETINN Vísaði fjölmiðlamálinu til þjóðarinnar. Er það svona voðalegt? spyr greinarhöfundur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.