Fréttablaðið - 14.06.2004, Side 18
Fannst hlægilegt
að verða rithöfundur
Ella Fitzgerald dó fyrir átta árum,
þá 79 ára gömul. Ella hafði gífur-
leg áhrif á tónlistarheiminn sem
söngkona en ferill hennar spann-
aði fimm áratugi.
Hún varð munaðarlaus mjög
ung að árum og var alin upp af
frænku sinni í New York. Hún
vann nokkrar áhugamannasöng-
keppnir og meðal annars hæfi-
leikakeppni í Apollo-leikhúsinu
sem er mikils metin. Aðeins mán-
uði eftir þann sigur, árið 1934, var
samið við hana um að syngja með
hljómsveit Chicks Webb og varð
hún þjóðþekkt og dáð er hún gaf út
með henni lagið „A-Tisket, A-
Tasket“ árið 1938. Þegar Webb dó
árið 1939 tók hún við hljómsveit-
inni og stjórnaði henni í þrjú ár
þar til hún hóf sólóferil sinn árið
1942. Hún hélt í tónleikaferð með
Norman Granz árið 1948 sem bar
heitið „Jazz at the Philharmonic“.
Granz og Ella brutu niður ákveðna
kynþáttamúra þar sem Ella fékk
jafn mikið greitt og hvítir starfs-
bræður hennar fyrir að koma
fram. Hún varð einn söluhæsti
söngvari allra tíma og náði á Bill-
board-listann nokkrum sinnum á
fimmta áratug síðustu aldar. Hún
komst til enn meiri metorða þegar
hún skrifaði undir samning hjá út-
gáfufyrirtækinu Verve árið 1956.
Vegna veikinda gat Ella ekki
komið oft fram reglulega síðustu
ár sín en hún þjáðist af sykursýki.
Söngkonan vann til ótal verðlauna
á ferlinum, meðal annars til ótal
Grammy-verðlauna. ■
ELLA
Hún nýtur enn gífurlegra vinsælda og plöt-
ur hennar hafa selst í ótal eintökum um
allan heim.
Ella Fitzgerald kveður
„Það er ákvörðun Alþjóða Heil-
brigðisstofnunarinnar (WHO) að
halda upp á þennan dag og er það
gert til að heiðra blóðgjafa um all-
an heim,“ segir Ólafur Helgi
Kjartansson, formaður Blóðgjafa-
félags Íslands, en í dag er Alþjóða
blóðgjafadagurinn.
„Þessi dagur verður framvegis
haldinn hátíðlegur 14. júní en að
honum koma, auk Heilbrigðisstofn-
unarinnar, Alþjóða Rauði krossinn,
Alþjóðasamtök blóðgjafafélaga og
blóðgjafar.“ Sú nýbreytni er í ár að
FIFA, Alþjóðaknattspyrnusamband-
ið, kemur að deginum og segir Ólaf-
ur það tilvísun í hreysti og dug
þeirra manna sem gefa blóð. Að
sögn Ólafs er það markmið alls
staðar í heiminum að kaupa ekki
blóð af blóðgjöfum heldur er það
gefið og segir hann það frekar
tryggja að blóðsins falli að þeim
gæðastöðlum sem menn setja sér.
Virkir blóðgjafar hjá Blóð-
bankanum eru um níu þúsund en
að sögn Ólafs eru konur þar í
miklum minnihluta eða aðeins
28%. „Það var sú trú hér áður fyrr
að konur gætu síður gefið blóð en
það er algjört bull,“ segir Ólafur
og bætir því við að hlutfallið sé að
breytast og konur séu um helm-
ingur nýrra blóðgjafa. Dagurinn
verður haldinn hátíðlegur í Blóð-
bankanum en blóðgjöfum og öðr-
um gestum verður boðið upp á
grillaðar pylsur og aðrar veiting-
ar. Starfsemi bankans og Blóðbíls-
ins verður kynnt en bílinn er orð-
inn stór þáttur í starfinu. Hann
var gefinn af Rauða Krossinum í
október 2002 en um fjórðungur
þeirra sem gáfu blóð á liðnu ári
komu í Blóðbílinn.
Sjálfur hyggst Ólafur Helgi
gefa blóð í 112. skipti í tilefni
dagsins en hann hefur verið blóð-
gjafi í 32 ár. ■
Blóðgjafar heiðraðir
ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON
Hann hyggst gefa blóð í 112. skipti í tilefni
dagsins.
18 14. júní 2004 MÁNUDAGUR
■ AFMÆLI
DONALD TRUMP
Viðskiptajöfurinn er 58 ára í dag. Hann
hefur meðal annars gefið út bókina
„Hvernig á að verða ríkur“ en hann varð
gífurlega ríkur á níunda áratugnum í þeirri
uppsveiflu sem þá var.
14. JÚNÍ
Monika Abendroth hörpuleikari er 60
ára.
Steingrímur Jóhannesson knattspyrnu-
maður, er 31 árs.
Þó rithöfundurinn Steinunn Sig-
urðardóttir sé einna þekktust
fyrir skáldsögur sínar hafa ljóð
hennar einnig lifað góðu lífi. Í dag
kemur út heildarsafn ljóða hennar
í bók sem nefnist, Ljóðasafn frá
Sífellum til Hugásta.
„Ég var í raun og veru lengi vel á
móti því að verða rithöfundur,“
segir Steinunn, en hún var aðeins
nítján ára þegar fyrsta ljóðabók
hennar, Sífellur, kom út. „Ég hafði
verið að yrkja frá því ég var þrettán
ára en ákvað nítján ára að safna
saman ljóðunum mínum til að gefa
út á bók. Þetta var í rauninni fáran-
leg hugmynd miðað við aldur og að-
stæður því það var einkennilegur
hörgull kvenrithöfunda á Íslandi á
þessum tíma. Gáfumennirnir gerðu
mikið grín að kellingabókmenntum
og mig skorti kvenkyns fyrirmynd-
ir til að þora að taka mig alvarlega.
Út á við fannst mér það hlægileg
hugmynd að ég gæti orðið rithöf-
undur en innra með mér langaði
mig til að skrifa og þess vegna gat
ég ekki hætt,“ segir Steinunn og
bætir við: „Það stigu margar konur
fram á ritvöllinn í kringum 1980 en
ég er svolítið að velta því fyrir mér
núna hvernig stendur á því að svona
fáar ungar konur gefa út bækur í
dag.“
Tíu árum eftir að Sífellur leit
dagsins ljós var komið annað
hljóð í Steinunni gagnvart rit-
störfunum. „Ég ákvað að leggja
þetta alfarið fyrir mig árið 1979
þegar bókin Verksummerki var
gefin út. Ég var að vinna á frétta-
stofu RÚV, sem var skemmtileg-
asti vinnustaður í heimi, en ákvað
að hætta og láta reyna á það af
fullri alvöru að vinna eingöngu
við að vera rithöfundur,“ segir
Steinunn, sem lagði sig alla fram
við vinnu sína. „Ég var svo þrjósk
að ef ég þurfti að klára bók og átti
ekki pening þá tók ég bara lán.
Þetta þykir líklega ekki góð hag-
fræði en ég vil meina að þetta hafi
orðið til þess að ég kláraði fleiri
bækur, betur og fyrr.“
Steinunn býr nú ásamt Þor-
steini Haukssyni tónskáldi í þorpi
skammt frá Montpellier í Suður-
Frakklandi. „Ég er á Íslandi tvo til
fjóra mánuði á ári og Reykjavík
er borgin í mínu lífi þó að hún sé í
harðri samkeppni við París. Hing-
að sæki ég innblástur og ég hætti
seint að dást að þessari einkenni-
legu borg.“ ■
BÆKUR
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR
■ Var aðeins nítján ára þegar fyrsta bók
hennar, Sífellur, kom út. Heildarsafn með
ljóðum Steinunnar kemur út á vegum
Eddu útgáfu í dag.
BLÓÐGJAFAR
ALÞJÓÐA BLÓÐGJAFADAGURINN
■ Dagurinn verður haldinn hátíðlegur
um allan heim í dag. Blóðbankinn býður
alla velkomna í húsakynni sín í dag.
14. JÚNÍ 1996
ELLA FITZGERALD DEYR
■ Á sínum langa ferli gaf hún út hverja
metsöluplötuna á fætur annarri.
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR
Segist hafa ákveðið að gerast rithöfundur tíu árum eftir að hún gaf út fyrstu bókina sína.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR JÚLÍUSSON
Holtsgötu 24, Sandgerði
Júlíus Helgi Einarsson Eydís Eiríksdóttir
Einar Kr. Friðriksson María Vilbogadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, 2. júní.
Útförin fer fram frá safnaðarheimilinu Sandgerði
miðvikudaginn 16. júní kl. 14.00.
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi (opa) og bróðir,
Guðmundur Ágústsson
hagfræðingur,
Rekagranda 5, Reykjavík
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 16. júní, kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarþjónustu
Karitas og Krabbameinsfélag Íslands.
Moníka María Karlsdóttir
Kristján Guðmundsson Þóra Margrét Pálsdóttir
Stefán Ásgeir Guðmundsson Védís Skarphéðinsdóttir
Katrín Guðmundsdóttir Haukur Valgeirsson
barnabörnin Lara Valgerður og Þór Valgarð
og systkini hins látna.
Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir,
SNORRI LÁRUS ÖLVERSSON
verður jarðsunginn frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 15. júní kl. 15.00.
Edda og Andrea Caroline Snorradætur
Edda Snorradóttir og Ölver Guðnason
Guðni, Vilborg, Unnur og María Ölversbörn
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á 11 G á Landspítalanum við Hringbraut.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Krabbameinsfélag Íslands.