Fréttablaðið - 14.06.2004, Side 24

Fréttablaðið - 14.06.2004, Side 24
14. júní 2004 MÁNUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli STUÐ MILLI STRÍÐA SMÁRI JÓSEPSSON RIFJAR UPP LEIKSKÓLAÁRIN OG KEMST AÐ ÞVÍ AÐ BÖRN ERU KLÁRARI EN FULLORÐNIR. ■ Eru börn gáfaðri en fullorðnir? „Máði, viltu rétta mér kómatós- una?“ spurði Unnur Freyja litla á leikskólanum þegar við vorum að borða spagettí í hádegishléinu. Það leið varla sá dagur í vinnunni sem maður varð ekki var við eitt- hvað kómískt. „Máði, ég er búnað túta á mig,“ sagði litli brandara- kallinn Dagur Elí, og horfði á mig sposkur á svip. Þó að myndarleg- ur bleyjuglaðningur biði mín, þá gat ég ekki annað en brosað að meistaranum. Eftir að hafa unnið með tveggja til fimm ára gömlum börnum í einhvern tíma fór ég að sjá hluti í fari þeirra sem ég sakn- aði hjá mér sjálfum. Var hugsan- legt að þessi kríli væru fetinu framar en ég, sem átti að heita fullorðinn? Hreinskilnin var ofar- lega á listanum yfir þá kosti sem þau létu óhrædd í ljós og fylltu mig aðdáunar. „Af hverju á ég svona erfitt með þetta en þau geta þetta án teljandi áreynslu?“ hugs- aði ég með mér um leið og ég fylgdist með amstri dagsins. „Getur verið að þegar sjálfið eykst þá versni manneskjan?“ Þetta þótti mér merkileg uppgötv- un. Þau gátu sagt hvað sem þeim bjó í hjarta við hvern sem er. „Er nokkuð viss um að staða mín væri önnur ef þetta væri á mínu færi,“ hugsaði ég hlæjandi með sjálfum mér. Það eru liðin nokkur ár síðan ég sagði skilið við leikskólann en ég hugsa þó oft til þess að þarna leynist hver meistarinn á fætur öðrum sem getur gefið manni glænýja sýn á lífið, ef maður er með augun opin. Lífið myndi varla gerast betra, að sjá heiminn með augum og hugarfari barns. Samt lifir maður í þeirri trú að gaurinn sé nú svolítið klár. Það má svo sem vel vera – en börnin eru langt á undan. ■ Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Mixið er byrjað í öllum verslunum Skífunnar! Allt árið um kring erum við talin algjör plága! En í dag erum við hvers manns hugljúfi Ha! ELSKAÐU MIG FYRIR ÞAÐ HVER ÉG ER! EN EKKI SKUGGANN AF MÉR Þetta verður annar langur vetur. Tuð.... Hvernig gekk elskan? Hvað er þetta? Vifta Brauðrist Ofn Ísskápur Frystir Meinarðu miðarnir? Ég las í blaði að þetta geti hjálpað börnum að tengja orð við hluti. Ó, jæja, þá líð- ur mér betur. ... fyrst hélt ég að ég hefði gengið inn á einhverja heimilistækjasýningu. Hvernig komast steinarnir eigin- lega INN í þrúg... Takk kærlega! Mein Kopf var eitthvað stíflaður þarna! Hvað er að sjá þig, mað- ur? Þú ert eins og lukku- dýr hjá kvennaliði í blaki! Ég veit það! Ég hef ekki þvegið í mánuð, þannig að ég á bara ömur- legustu fötin eftir! Og þú getur gleymt sokkum og nærfötum! Ég hef hangið í loftinu í viku og það er fullbókað í þvottinn! Þvoðu hjá mér! Biðröðin eftir að bóka sig byrjar þarna hjá ruslinu! Morguninn eftir... Svo eru það sokkarnir...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.