Fréttablaðið - 14.06.2004, Page 25

Fréttablaðið - 14.06.2004, Page 25
Michael Pollock, fyrrum Utan- garðsmaður, virðist vera í miklu stuði um þessar mundir því World Citizen er önnur af tveimur plöt- um sem hann gaf út á dögunum. Hér er hann einn á ferð og að mestu á rólegu trúbadornótunum, kyrjandi söngva með sinni sér- stöku röddu. Af og til breytir hann þó út af vananum og fer út í hrátt rokk, eins og í lögunum Squeeze, Desert/Dream Vision og titillaginu World Citizen. Áhrifa frá gömlum hetjum á borð við Bob Dylan og Neil Young gætir víða á plötunni og sérstaklega virðist Young vera Pollock hug- leikinn. Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótun- um, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu. Textar Pollocks fjalla að mestu um ástina og trúna auk þess sem deilt er á stríðsrekstur. Gæti plötutitillinn alveg eins vísað í þau átök sem nú eiga sér stað í Írak. Pollock er heimsborgari og þegar komið er illa fram við aðra í heiminum þjáist hann með þeim. Freyr Bjarnason [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Lóa og saxófónninn MICHAEL POLLOCK WORLD CITIZEN MÁNUDAGUR 14. júní 2004 ■ TÓNLIST Með Avis kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Benidorm kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Alicante kr. 1.900,- á dag m.v. A flokk Costa del Sol kr. 2.100,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Spánn AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn Lars Ulrich, trommari væntan- legra Íslandsvina í Metallicu, er sestur aftur við settið eftir veik- indi og spilaði meðal annars á tón- leikum sveitarinnar í Þýskalandi síðastliðinn þriðjudag. Ulrich segir að of mikið rokk og ról hafi valdið veikindum sín- um. Urðu þau til þess að hann missti af tónleikum sveitarinnar í Bretlandi og dvaldi þess í stað á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Þeir Joey Jordison, trommuleikari Slipknot, Dave Lombardo, trommari Slayer, og Flemming Larsen, tæknilegur aðstoðarmaður Ulrichs, hlupu í skarðið fyrir hann á tónleikunum. Í yfirlýsingu á heimasíðu Metallicu segist Ulrich hafa verið undir miklu álagi undanfarna mánuði og það hafi komið niður á heilsu hans. „Eftir að hafa rokkað grimmt síðustu sex mánuði víðs vegar um heiminn held ég að ald- ur minn hafi farið að segja dálítið til sín,“ sagði Ulrich. Um aðstoð- artrommuleikara sína hafði hann þetta að segja: „Ég vildi óska að ég hefði séð tónleikana. Eða kannski var bara best að ég gerði það ekki.“ ■ METALLICA Lars Ulrich, lengst til hægri, hefur lagt hart að sér á tónleikaferðinni með Metallica. Ulrich rokkaði yfir sig

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.